Segir oddvita Sjálfstæðisflokks eiga líta sér nær með gagnrýni um skuldasöfnun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. desember 2020 21:00 Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fylgist með kynningu á fjárhagsáætlun borgarinnar. vísir/Sigurjón Reykjavíkurborg ætlar að mæta kórónuveirukreppunni með hátt í tvö hundruð milljarða króna fjárfestingarátaki og fjármagna það framan af með lántöku. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir borgina taka bæði á góðæri og kreppu með skuldsetningu. Tekjur borginnar hafa dregist saman og kostnaður vegna ýmissar þjónustu aukist vegna áhrifa kórónuveirunnar og Reykjavíkurborg horfir nú fram á ríflega 11 milljarða króna halla á næsta ári. Hann á að fjármagna með lántöku til að ekki þurfi að draga úr þjónustu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni og formaður borgarráðs, segir aukið álag á innviðum borgarinnar vegna atvinnuleysis og félagslegra erfiðleika. „Við kunnum það frá síðasta hruni að ef við gefum afslátt af þessu þá kemur það í bakið á okkur og er svolítið eins og að pissa í skóinn sinn,“ segir hún. Til að komast út úr ástandinu verður ráðist í fjárfestingar fyrir 28 milljarða króna á næsta ári, sem einnig verður fjármagnaðar með lántöku. „Við teljum einfaldlega þetta réttu viðbrögðin við efnahagssamdrætti, atvinnuleysi og viljum fjárfesta í því sem tryggir okkur græna framtíð hraðar,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var kynnt í dag. Gert er ráð fyrir 11,3 milljarða króna halla á næsta ári.vísir/Sigurjón Hann segir lántökuna mikla á næsta ári. „Þá erum við bæði að taka lán fyrir neikvæðri niðurstöðu hjá borgarsjóði og síðan erum við að ráðast í 28 milljarða lántöku en það minnkar um leið og tekjurnar aukast og veltufé frá rekstri eykst. Þannig að aðferðin sem við beitum er að vaxa út úr vandanum.“ Á næstu þremur árum ætla borgin og fyrirtæki á hennar vegum að fjárfesta í heild fyrir 175 milljarða. Áætlunin nefnist græna planið og á dagskrá eru skólar, sundlaugar, íbúðauppbygging, vetrargarður í Breiðholti og götur eiga að fá grænna yfirbragð með gróðri. Þá stendur til að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki. Lækka á fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,6% og þriðja barn fjölskyldna á að fá fríar skólamáltíðir. Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðisflokksins, lýsir áætlun borgarinnar sem „græna skuldaplaninu.“ „Það sem vantar er að taka á undirliggjandi rekstri. Borgin fór í gegnum góðærið með því að taka lán og skuldsetja sig og hún þarf að geta komist út úr kreppunni þannig að hún haldi ekki áfram að taka lán.“ Þórdís Lóa segir nálgunina skynsamlega. „Við trúum því að við séum ekki að ganga frá Reykjavík með skuldsetningu. Eftir þessa skuldsetningu, bara árið 2021, erum við enn með lægsta skuldahlutfall á höfuðborgarsvæðinu. Við erum lægri en Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Þannig það er ekki verri staða en það. Og af því það er nú oddviti Sjálfstæðisflokksins sem segir þetta bendi ég á að það eru oddvitar Sjálfstæðisflokksins sem stýra öllum þessum sveitarfélögum. Þannig að ég held að menn ættu nú aðeins að líta sér nær áður en þeir fara að kýta í borgina fyrir þetta.“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.vísir/Sigurjón Þórdís Lóa sagði á kynningarfundi um aðgerðirnar í dag að ríkið gæfi sveitarfélögum ekki annarra kosta völ en að bregaðst við ástandinu með lántökum. Kallað hefur verið eftir frekari stuðning úr ríkissjóði. „Við segjum það bara upphátt. Við viljum fara í fjárfestingu. Við viljum veita góða þjónustu. Og við ætlum að gera það. En við viljum líka fá skýr skilaboð frá ríkinu um hvernig ríkið ætlar að stuðja við sveitarfélög.“ Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira
Tekjur borginnar hafa dregist saman og kostnaður vegna ýmissar þjónustu aukist vegna áhrifa kórónuveirunnar og Reykjavíkurborg horfir nú fram á ríflega 11 milljarða króna halla á næsta ári. Hann á að fjármagna með lántöku til að ekki þurfi að draga úr þjónustu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni og formaður borgarráðs, segir aukið álag á innviðum borgarinnar vegna atvinnuleysis og félagslegra erfiðleika. „Við kunnum það frá síðasta hruni að ef við gefum afslátt af þessu þá kemur það í bakið á okkur og er svolítið eins og að pissa í skóinn sinn,“ segir hún. Til að komast út úr ástandinu verður ráðist í fjárfestingar fyrir 28 milljarða króna á næsta ári, sem einnig verður fjármagnaðar með lántöku. „Við teljum einfaldlega þetta réttu viðbrögðin við efnahagssamdrætti, atvinnuleysi og viljum fjárfesta í því sem tryggir okkur græna framtíð hraðar,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var kynnt í dag. Gert er ráð fyrir 11,3 milljarða króna halla á næsta ári.vísir/Sigurjón Hann segir lántökuna mikla á næsta ári. „Þá erum við bæði að taka lán fyrir neikvæðri niðurstöðu hjá borgarsjóði og síðan erum við að ráðast í 28 milljarða lántöku en það minnkar um leið og tekjurnar aukast og veltufé frá rekstri eykst. Þannig að aðferðin sem við beitum er að vaxa út úr vandanum.“ Á næstu þremur árum ætla borgin og fyrirtæki á hennar vegum að fjárfesta í heild fyrir 175 milljarða. Áætlunin nefnist græna planið og á dagskrá eru skólar, sundlaugar, íbúðauppbygging, vetrargarður í Breiðholti og götur eiga að fá grænna yfirbragð með gróðri. Þá stendur til að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki. Lækka á fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,6% og þriðja barn fjölskyldna á að fá fríar skólamáltíðir. Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðisflokksins, lýsir áætlun borgarinnar sem „græna skuldaplaninu.“ „Það sem vantar er að taka á undirliggjandi rekstri. Borgin fór í gegnum góðærið með því að taka lán og skuldsetja sig og hún þarf að geta komist út úr kreppunni þannig að hún haldi ekki áfram að taka lán.“ Þórdís Lóa segir nálgunina skynsamlega. „Við trúum því að við séum ekki að ganga frá Reykjavík með skuldsetningu. Eftir þessa skuldsetningu, bara árið 2021, erum við enn með lægsta skuldahlutfall á höfuðborgarsvæðinu. Við erum lægri en Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Þannig það er ekki verri staða en það. Og af því það er nú oddviti Sjálfstæðisflokksins sem segir þetta bendi ég á að það eru oddvitar Sjálfstæðisflokksins sem stýra öllum þessum sveitarfélögum. Þannig að ég held að menn ættu nú aðeins að líta sér nær áður en þeir fara að kýta í borgina fyrir þetta.“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.vísir/Sigurjón Þórdís Lóa sagði á kynningarfundi um aðgerðirnar í dag að ríkið gæfi sveitarfélögum ekki annarra kosta völ en að bregaðst við ástandinu með lántökum. Kallað hefur verið eftir frekari stuðning úr ríkissjóði. „Við segjum það bara upphátt. Við viljum fara í fjárfestingu. Við viljum veita góða þjónustu. Og við ætlum að gera það. En við viljum líka fá skýr skilaboð frá ríkinu um hvernig ríkið ætlar að stuðja við sveitarfélög.“
Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira