Vísar ábyrgðinni á hendur Alþingi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2020 19:23 Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps. Vísir/Einar Árnason Það er vitleysa að „mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu“. Þetta segir Einar Freyr Elínarson, oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps, í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stundu. Einar segir ekki að undra að salan á Hjörleifshöfða hafi vakið athygli, „enda er um að ræða mikið landflæmi og kaupendur eru að hluta til erlendir aðilar,“ segir í færslunni. Nú hátti svo að býsna stór hluti Mýrdalshrepps sé kominn í hendur erlendra aðila en þróunin sé alfarið á ábyrgð Alþingis. „Í tilviki Hjörleifshöfða liggur fyrir að fyrrum eigandi hafði margoft nálgast ríkið um að það keypti jörðina. Ekki var áhugi fyrir því,“ segir Einar. „Nú stíga fram hinir ýmsu fjarvitringar sem gjarnan vilja hafa vit fyrir okkur sem búum fjarri höfuðborginni. Þannig er talað um að námuvinnsla á svæðinu sé stórkostlegt umhverfisslys og geti ekki farið saman með ferðamennsku. Það er allt að því látið að því liggja að mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu. Þetta er auðvitað vitleysa. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur skipulagsvald í sveitarfélaginu og myndi auðvitað ekki heimila framkvæmdir sem yrðu til þess að eyðileggja upplifun ferðamanna á svæðinu. Við erum fullmeðvituð um mikilvægi ferðaþjónustunnar – við þurfum enga fjarvitringa til að útskýra það fyrir okkur.“ Einar segir vanta fjölbreyttara atvinnulíf á svæðið. Heimamenn muni ekki útiloka nýja atvinnustarfsemi ef í ljós kemur að hægt sé að standa að henni í sátt við umhverfi og samfélag. „Að þessu sögðu þá finnst mér þróunin í jarðasöfnun mjög varhugaverð og hef oft rætt um að Alþingi þurfi að bregðast við. Öll umræða þarf hins vegar að byggja á staðreyndum og þess vegna fann ég mig knúinn að bregða niður pennanum,“ segir Einar að lokum. Nokkur orð vegna sölu Hjörleifshöfða. Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um söluna á Hjörleifshöfða. Það er ekki að...Posted by Einar Freyr Elínarson on Tuesday, December 1, 2020 Umhverfismál Jarðakaup útlendinga Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Sjá meira
Einar segir ekki að undra að salan á Hjörleifshöfða hafi vakið athygli, „enda er um að ræða mikið landflæmi og kaupendur eru að hluta til erlendir aðilar,“ segir í færslunni. Nú hátti svo að býsna stór hluti Mýrdalshrepps sé kominn í hendur erlendra aðila en þróunin sé alfarið á ábyrgð Alþingis. „Í tilviki Hjörleifshöfða liggur fyrir að fyrrum eigandi hafði margoft nálgast ríkið um að það keypti jörðina. Ekki var áhugi fyrir því,“ segir Einar. „Nú stíga fram hinir ýmsu fjarvitringar sem gjarnan vilja hafa vit fyrir okkur sem búum fjarri höfuðborginni. Þannig er talað um að námuvinnsla á svæðinu sé stórkostlegt umhverfisslys og geti ekki farið saman með ferðamennsku. Það er allt að því látið að því liggja að mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu. Þetta er auðvitað vitleysa. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur skipulagsvald í sveitarfélaginu og myndi auðvitað ekki heimila framkvæmdir sem yrðu til þess að eyðileggja upplifun ferðamanna á svæðinu. Við erum fullmeðvituð um mikilvægi ferðaþjónustunnar – við þurfum enga fjarvitringa til að útskýra það fyrir okkur.“ Einar segir vanta fjölbreyttara atvinnulíf á svæðið. Heimamenn muni ekki útiloka nýja atvinnustarfsemi ef í ljós kemur að hægt sé að standa að henni í sátt við umhverfi og samfélag. „Að þessu sögðu þá finnst mér þróunin í jarðasöfnun mjög varhugaverð og hef oft rætt um að Alþingi þurfi að bregðast við. Öll umræða þarf hins vegar að byggja á staðreyndum og þess vegna fann ég mig knúinn að bregða niður pennanum,“ segir Einar að lokum. Nokkur orð vegna sölu Hjörleifshöfða. Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um söluna á Hjörleifshöfða. Það er ekki að...Posted by Einar Freyr Elínarson on Tuesday, December 1, 2020
Umhverfismál Jarðakaup útlendinga Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Sjá meira