Anníe Mist: Leitaðu uppi veikleikana þína og nýttu þér þá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2020 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir vill vita hvar hún þarf helst að bæta sig og notar tæknina til að komast að því. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir lætur vísindin vinna með sér til á leið sinni að því að komast í betra form fyrir hennar fyrsta CrossFit tímbil eftir að hún varð mamma. Íslenska CrossFit drottningin Anníe Mist Þórisdóttir segir það mikilvægt að flýja ekki veikleika sína því þá verður aldrei hægt að vinna markvisst að því að bæta þá. Anníe Mist er frábær fyrirmynd fyrir alla og ekki síst íþróttafólk sem vill finna leiðir til að bæta sig. Þess vegna er mikið gagn og gaman af því að fá góð ráð frá íslensku CrossFit goðsögninni.Í nýjustu færslu sinni þá fer Anníe Mist yfir það hvernig hún notar tækni og vísindi til að fylgjast betur með. Anníe Mist segir frá því hvernig hún mælir stöðuna á sér til að fylgjast enn betur með því hvort hún sé ekki örugglega á leiðinni í rétta átt. „Þú þarft mælipunkta sem gefa þér tækifæri til að fylgjast með stöðunni á hlutlægan hátt. Það er auðvelt að sjá hluti eins og endurtekningar og þyngdir en það er mun erfiðara að fylgjast með því sem er að gerast inn í líkamanum,“ skrifaði Anníe Mist í pistli sínum. Anníe Mist nýtir sér tækni PNOĒ til að finna réttar áskoranir fyrir sig þegar kemur á því að mæla súrefnisupptökuna hjá sér og annað tengt því. „Ég vinn markvisst af því að bæta heildarárangur minn. Það er ekkert betra en að framkvæma próf á sér, æfa síðan vel til að vera fljótari og sterkari, og sjá árangurinn þeirra æfinga svart á hvítu í öðru prófi sem sannar hvað þú lagðir mikið á þig,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég var með asma þegar ég var krakki og súrefnisinntakan mín er því takmörkuð. Ég hef lært að vinna með það en það þýðir ekki að ég reyni ekki að verða enn betri ef möguleiki er á því,“ skrifaði Anníe Mist. „Leitaðu upp veikleika þína því þar liggja möguleikar til að verða betri. Ekki flýja veikleikana,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Anníe Mist Þórisdóttir segir það mikilvægt að flýja ekki veikleika sína því þá verður aldrei hægt að vinna markvisst að því að bæta þá. Anníe Mist er frábær fyrirmynd fyrir alla og ekki síst íþróttafólk sem vill finna leiðir til að bæta sig. Þess vegna er mikið gagn og gaman af því að fá góð ráð frá íslensku CrossFit goðsögninni.Í nýjustu færslu sinni þá fer Anníe Mist yfir það hvernig hún notar tækni og vísindi til að fylgjast betur með. Anníe Mist segir frá því hvernig hún mælir stöðuna á sér til að fylgjast enn betur með því hvort hún sé ekki örugglega á leiðinni í rétta átt. „Þú þarft mælipunkta sem gefa þér tækifæri til að fylgjast með stöðunni á hlutlægan hátt. Það er auðvelt að sjá hluti eins og endurtekningar og þyngdir en það er mun erfiðara að fylgjast með því sem er að gerast inn í líkamanum,“ skrifaði Anníe Mist í pistli sínum. Anníe Mist nýtir sér tækni PNOĒ til að finna réttar áskoranir fyrir sig þegar kemur á því að mæla súrefnisupptökuna hjá sér og annað tengt því. „Ég vinn markvisst af því að bæta heildarárangur minn. Það er ekkert betra en að framkvæma próf á sér, æfa síðan vel til að vera fljótari og sterkari, og sjá árangurinn þeirra æfinga svart á hvítu í öðru prófi sem sannar hvað þú lagðir mikið á þig,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég var með asma þegar ég var krakki og súrefnisinntakan mín er því takmörkuð. Ég hef lært að vinna með það en það þýðir ekki að ég reyni ekki að verða enn betri ef möguleiki er á því,“ skrifaði Anníe Mist. „Leitaðu upp veikleika þína því þar liggja möguleikar til að verða betri. Ekki flýja veikleikana,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira