Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2020 08:16 Húsið er eitt það verðmætasta á landinu og státar meðal annars af sundlaug og útsýni til sjávar. Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. Greint er frá kaupunum í Markaðnum í dag, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Þar segir að samkvæmt heimildum Markaðarins nemi kaupverð hússins á sjötta hundrað milljónum króna. Það er vel yfir fasteignamati sem er 221 milljón króna. Húsið er rúmlega 600 fermetrar og keypti Skúli það árið 2016 af Eiríki Sigurðssyni sem kenndur var við verslanir 10-11. Kaupveðrið var á sínum tíma sagt um 300 milljónir króna. Húsið var fyrst skráð á félag í eigu Skúla og síðar fært yfir á nafn hans. Skúli veðsetti húsið og fleiri eignir sínar haustið 2018 þegar flugfélag hans, WOW air, reri lífróður. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í desember sama ár að Skúli hefði veðsett húsið fyrir lánum sem hann tók hjá Arion banka. Sjálfur hafði Skúli lýst því að hann hefði fjárfest sjálfur fyrir 700 milljónir í skuldabréfaútboði WOW air hausið 2018 og lagt „hús mitt og fleiri eignir að veði“. Í september var síðan greint frá því að Arion banki hefði eignast húsið. Þegar það var auglýst til sölu á þeim tíma var óskað eftir tilboðum í það en ári áður hafði Skotsilfur Fréttablaðsins haft eftir heimildum að ásett verð væri um 700 milljónir króna. Að því er segir í frétt Markaðarins er Davíð á meðal ríkustu núlifandi Íslendinga eftir að Unity var skráð í kauphöllina í New York um miðjan september. Er markaðsvirði félagsins, sem hefur hækkað um 200 prósent frá skráningu, nú um 41,7 milljarðar Bandaríkjadala eða jafnvirði um 5.500 milljarðar íslenskra króna. Davíð á um fjögur prósent í Unity og er eignarhlutur hans því metinn á um 200 milljarða króna. Hann stofnaði fyrirtækið ásamt tveimur öðrum árið 2004. Hann hefur búið erlendis um langt skeið en ætlar nú að flytja heim, að því er fram kemur í Markaðnum. Hús og heimili WOW Air Íslenskir bankar Seltjarnarnes Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstraráfall eins stærsta viðskiptavinarins hefur áhrif á Eimskip Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Sjá meira
Greint er frá kaupunum í Markaðnum í dag, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Þar segir að samkvæmt heimildum Markaðarins nemi kaupverð hússins á sjötta hundrað milljónum króna. Það er vel yfir fasteignamati sem er 221 milljón króna. Húsið er rúmlega 600 fermetrar og keypti Skúli það árið 2016 af Eiríki Sigurðssyni sem kenndur var við verslanir 10-11. Kaupveðrið var á sínum tíma sagt um 300 milljónir króna. Húsið var fyrst skráð á félag í eigu Skúla og síðar fært yfir á nafn hans. Skúli veðsetti húsið og fleiri eignir sínar haustið 2018 þegar flugfélag hans, WOW air, reri lífróður. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í desember sama ár að Skúli hefði veðsett húsið fyrir lánum sem hann tók hjá Arion banka. Sjálfur hafði Skúli lýst því að hann hefði fjárfest sjálfur fyrir 700 milljónir í skuldabréfaútboði WOW air hausið 2018 og lagt „hús mitt og fleiri eignir að veði“. Í september var síðan greint frá því að Arion banki hefði eignast húsið. Þegar það var auglýst til sölu á þeim tíma var óskað eftir tilboðum í það en ári áður hafði Skotsilfur Fréttablaðsins haft eftir heimildum að ásett verð væri um 700 milljónir króna. Að því er segir í frétt Markaðarins er Davíð á meðal ríkustu núlifandi Íslendinga eftir að Unity var skráð í kauphöllina í New York um miðjan september. Er markaðsvirði félagsins, sem hefur hækkað um 200 prósent frá skráningu, nú um 41,7 milljarðar Bandaríkjadala eða jafnvirði um 5.500 milljarðar íslenskra króna. Davíð á um fjögur prósent í Unity og er eignarhlutur hans því metinn á um 200 milljarða króna. Hann stofnaði fyrirtækið ásamt tveimur öðrum árið 2004. Hann hefur búið erlendis um langt skeið en ætlar nú að flytja heim, að því er fram kemur í Markaðnum.
Hús og heimili WOW Air Íslenskir bankar Seltjarnarnes Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstraráfall eins stærsta viðskiptavinarins hefur áhrif á Eimskip Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Sjá meira