Schumacher keppir fyrir Haas á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2020 10:30 Mick Schumacher mun feta í fótspor föður síns og keppa í Formúlu 1 á næstu leiktíð. Sléttum 30 árum eftir að faðir hans gerði það í fyrsta sinn. Joe Portlock/Getty Images Mick Schumacher, sonur þýsku goðsagnarinnar Michael Schumacher, hefur skrifað undir hjá Haas og mun keppa með liðinu í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili. Um er að ræða samning til fjölda ára samkvæmt frétt BBC. Félagi hans hjá Haas verður Rússinn Nikita Mazepin. Hinn 21 árs gamli Þjóðverji er sem stendur efstur í Formúlu 2 en keppni þar lýkur nú um næstu helgi. Hann er enn einn ökumaður Formúlu 1 sem kemur úr akademíu Ferrari. „Möguleikinn að vera á Formúlu 1 braut á næsta ári gerir mig mjög hamingjusaman,“ sagði Schumacher í viðtali eftir að koma hans til Haas var staðfest. Þá þakkaði hann Haas fyrir traustið sem honum væri sýnt ásamt því að þakka foreldrum sínum og öllum þeim sem hefðu hjálpað til við að láta drauminn rætast. Exciting times! Hear from @SchumacherMick as he signs for the team from next season #HaasF1 pic.twitter.com/Ev01Z8TOVb— Haas F1 Team (@HaasF1Team) December 2, 2020 Schumacher yngri mun því að öllum líkindum keppa í sínum fyrsta Formúlu 1 kappakstri sléttum 30 árum eftir að faðir hans gerði slíkt hið sama. Mick segir að samanburðurinn við föður sinn trufli sig ekki neitt og að Michael hafi alltaf verið hans helsta fyrirmynd. Mick hefur hægt og rólega unnið sig upp innan Formúlunnar. Eftir að hafa landað sigri í Formúlu 3 á aðeins sínu öðru ári þar árið 2018 þá færði hann sig upp í Formúlu 2. Þar hefur hann verið í tvö ár og er hársbreidd frá því að landa sigri þar. Remember the name Current @FIA_F2 points leader @SchumacherMick will achieve his dream of racing in F1 in 2021 with @HaasF1Team #F1 #RoadToF1 pic.twitter.com/dlxW32xc1e— Formula 1 (@F1) December 2, 2020 Það má því með sanni segja að Schumacher eigi sætið í Formúlu 1 skilið, nú er bara að bíða og sjá hvort hann geti leikið afrek föður síns eftir. Formúla Tengdar fréttir Schumacher yngri heiðraði Hamilton | Myndband Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes í Formúlu 1 kappakstrinum, jafnaði í dag met goðsagnarinnar Michael Schumacher er hann vann sinn 91. kappakstur í Formúlu 1. 11. október 2020 15:46 Schumacher þreytir frumraun sína á næstu vikum Mick Schumacher – sonur Michael Schumacher – mun þreyta frumraun sína í Formúlu 1 kappakstrinum í næsta mánuði. 29. september 2020 23:01 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Um er að ræða samning til fjölda ára samkvæmt frétt BBC. Félagi hans hjá Haas verður Rússinn Nikita Mazepin. Hinn 21 árs gamli Þjóðverji er sem stendur efstur í Formúlu 2 en keppni þar lýkur nú um næstu helgi. Hann er enn einn ökumaður Formúlu 1 sem kemur úr akademíu Ferrari. „Möguleikinn að vera á Formúlu 1 braut á næsta ári gerir mig mjög hamingjusaman,“ sagði Schumacher í viðtali eftir að koma hans til Haas var staðfest. Þá þakkaði hann Haas fyrir traustið sem honum væri sýnt ásamt því að þakka foreldrum sínum og öllum þeim sem hefðu hjálpað til við að láta drauminn rætast. Exciting times! Hear from @SchumacherMick as he signs for the team from next season #HaasF1 pic.twitter.com/Ev01Z8TOVb— Haas F1 Team (@HaasF1Team) December 2, 2020 Schumacher yngri mun því að öllum líkindum keppa í sínum fyrsta Formúlu 1 kappakstri sléttum 30 árum eftir að faðir hans gerði slíkt hið sama. Mick segir að samanburðurinn við föður sinn trufli sig ekki neitt og að Michael hafi alltaf verið hans helsta fyrirmynd. Mick hefur hægt og rólega unnið sig upp innan Formúlunnar. Eftir að hafa landað sigri í Formúlu 3 á aðeins sínu öðru ári þar árið 2018 þá færði hann sig upp í Formúlu 2. Þar hefur hann verið í tvö ár og er hársbreidd frá því að landa sigri þar. Remember the name Current @FIA_F2 points leader @SchumacherMick will achieve his dream of racing in F1 in 2021 with @HaasF1Team #F1 #RoadToF1 pic.twitter.com/dlxW32xc1e— Formula 1 (@F1) December 2, 2020 Það má því með sanni segja að Schumacher eigi sætið í Formúlu 1 skilið, nú er bara að bíða og sjá hvort hann geti leikið afrek föður síns eftir.
Formúla Tengdar fréttir Schumacher yngri heiðraði Hamilton | Myndband Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes í Formúlu 1 kappakstrinum, jafnaði í dag met goðsagnarinnar Michael Schumacher er hann vann sinn 91. kappakstur í Formúlu 1. 11. október 2020 15:46 Schumacher þreytir frumraun sína á næstu vikum Mick Schumacher – sonur Michael Schumacher – mun þreyta frumraun sína í Formúlu 1 kappakstrinum í næsta mánuði. 29. september 2020 23:01 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Schumacher yngri heiðraði Hamilton | Myndband Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes í Formúlu 1 kappakstrinum, jafnaði í dag met goðsagnarinnar Michael Schumacher er hann vann sinn 91. kappakstur í Formúlu 1. 11. október 2020 15:46
Schumacher þreytir frumraun sína á næstu vikum Mick Schumacher – sonur Michael Schumacher – mun þreyta frumraun sína í Formúlu 1 kappakstrinum í næsta mánuði. 29. september 2020 23:01