Vill sjá forystu ÍSÍ meira áberandi út á við Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2020 12:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, vill sjá forsvarsmenn ÍSÍ láta meira til sín taka í umræðunni. vísir/vilhelm Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir ÍSÍ vinna gott starf en neitar því ekki að myndi vilja sjá fulltrúa sambandsins meira áberandi út á við. Fundið hefur verið að því að forráðamenn ÍSÍ hafi ekki látið nógu mikið til sín taka, allavega út á við, síðustu mánuði vegna hamlana á íþróttastarfi vegna kórónuveirunnar. Hannes tekur að vissu leyti undir þessa gagnrýni. „ÍSÍ er að gera marga góða hluti sem margir sjá ekki. Alveg eins og félögin gagnrýna oft KKÍ og sérsamböndin fyrir eitthvað sem þau sjá ekki. ÍSÍ vinnur mjög góða vinnu inn á við og í baráttunni við yfirvöld. Þau leggja öll sín lóð á vogarskálarnar, forysta og starfsfólk ÍSÍ er að vinna frábæra vinnu,“ sagði Hannes í samtali við Vísi. „Ég vil samt sjá ÍSÍ meira út á við sem okkar málsvara. Forráðamenn sérsambandanna eiga ekki bara að þurfa að ræða þessi mál. Ég vil sjá forsvarsmenn ÍSÍ taka enn frekar undir okkar áhyggjur. ÍSÍ á ekki að vera málsvari stjórnvalda. Þau geta talað fyrir sig sjálf. ÍSÍ á að vera málsvari íþróttahreyfingarinnar og berjast með okkur af öllum þeim krafti sem þarf fyrir íþróttir í landinu. Ég veit að þau eru að gera þetta en því miður vinna sem sést ekki nóg. En ég vil fá þau enn sterkari út á við og enn sterkari rödd út á við frá ÍSÍ í þessa baráttu.“ Íslenskt íþróttafólk hefur ekki æfa eða keppa í tvo mánuði og Hannes hefur áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á iðkendur. „Ég hef það og það hefur sýnt sig í óformlegum könnunum sem og í spjalli sem ég hef átt við forráðamenn félaganna og þjálfara. Ég er líka svo heppinn að hafa getað spjallað við nokkra leikmenn. Ég finn að þetta hefur mjög mikil áhrif, bæði líkamlega og andlega. Nú er nógu mikið búið að tala um andlega heilsu okkar út á við að hálfu landlæknis, heilbrigðisráðuneytis og ríkisstjórnarinnar. Menn hafa miklar áhyggjur af henni og það hjálpar ekki til þegar fólkið okkar má ekki stunda sínar afreksíþróttir,“ sagði Hannes sem hefur áhyggjur af því að íslenskt afreksíþróttafólk geti dregist aftur úr vegna langvarandi takmarkana á íþróttastarfi. „Afreksíþróttafólkið okkar þarf að vinna með bæði andlega og líkamlega næstu mánuði og hugsanlega næstu árin í kjölfarið af þessu. Því afreksíþróttafólkið okkar sem er í samkeppni við annað afreksíþróttafólk úti í heim. Það fær áfram að æfa og getur bætt sig á meðan við förum hratt niður á við. Það er mjög vont.“ Klippa: Formaður KKÍ um forystu ÍSÍ Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Fundið hefur verið að því að forráðamenn ÍSÍ hafi ekki látið nógu mikið til sín taka, allavega út á við, síðustu mánuði vegna hamlana á íþróttastarfi vegna kórónuveirunnar. Hannes tekur að vissu leyti undir þessa gagnrýni. „ÍSÍ er að gera marga góða hluti sem margir sjá ekki. Alveg eins og félögin gagnrýna oft KKÍ og sérsamböndin fyrir eitthvað sem þau sjá ekki. ÍSÍ vinnur mjög góða vinnu inn á við og í baráttunni við yfirvöld. Þau leggja öll sín lóð á vogarskálarnar, forysta og starfsfólk ÍSÍ er að vinna frábæra vinnu,“ sagði Hannes í samtali við Vísi. „Ég vil samt sjá ÍSÍ meira út á við sem okkar málsvara. Forráðamenn sérsambandanna eiga ekki bara að þurfa að ræða þessi mál. Ég vil sjá forsvarsmenn ÍSÍ taka enn frekar undir okkar áhyggjur. ÍSÍ á ekki að vera málsvari stjórnvalda. Þau geta talað fyrir sig sjálf. ÍSÍ á að vera málsvari íþróttahreyfingarinnar og berjast með okkur af öllum þeim krafti sem þarf fyrir íþróttir í landinu. Ég veit að þau eru að gera þetta en því miður vinna sem sést ekki nóg. En ég vil fá þau enn sterkari út á við og enn sterkari rödd út á við frá ÍSÍ í þessa baráttu.“ Íslenskt íþróttafólk hefur ekki æfa eða keppa í tvo mánuði og Hannes hefur áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á iðkendur. „Ég hef það og það hefur sýnt sig í óformlegum könnunum sem og í spjalli sem ég hef átt við forráðamenn félaganna og þjálfara. Ég er líka svo heppinn að hafa getað spjallað við nokkra leikmenn. Ég finn að þetta hefur mjög mikil áhrif, bæði líkamlega og andlega. Nú er nógu mikið búið að tala um andlega heilsu okkar út á við að hálfu landlæknis, heilbrigðisráðuneytis og ríkisstjórnarinnar. Menn hafa miklar áhyggjur af henni og það hjálpar ekki til þegar fólkið okkar má ekki stunda sínar afreksíþróttir,“ sagði Hannes sem hefur áhyggjur af því að íslenskt afreksíþróttafólk geti dregist aftur úr vegna langvarandi takmarkana á íþróttastarfi. „Afreksíþróttafólkið okkar þarf að vinna með bæði andlega og líkamlega næstu mánuði og hugsanlega næstu árin í kjölfarið af þessu. Því afreksíþróttafólkið okkar sem er í samkeppni við annað afreksíþróttafólk úti í heim. Það fær áfram að æfa og getur bætt sig á meðan við förum hratt niður á við. Það er mjög vont.“ Klippa: Formaður KKÍ um forystu ÍSÍ
Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira