„Mér líður betur núna en klukkan átta í morgun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2020 10:50 Frá vettvangi í morgun. Þvottahúsið er staðsett í Freyjunesi sem er að finna í norðanverðum bænum. Vísir/Tryggvi Páll Preben Pétursson, sem rekur Grand þvott á Akureyri, þar sem eldur kom upp í morgun, segir að það hafi aðeins liðið um sjö til átta mínútur frá því að öryggiskerfi gerði viðvart um eld í húsnæðinu og þangað til búið var að slökkva eldinn. Tilkynning um að eldur væri laus í þvottahúsinu barst um klukkan átta í morgun og var slökkviliðið á Akureyri kallað út. Eldurinn kviknaði í um tvö þúsund fermetra iðnaðarhúsi þar sem ýmisleg starfsemi er, en þvottahúsið Grand þvottur er fyrirferðarmest. Slökkvistarf gekk hins vegar mjög greiðlega. „Mér líður betur núna en klukkan átta en í morgun,“ segir Preben í samtali við Vísi. Hann segir að eldurinn hafi kviknað í iðnaðartölvu sem stýri gufukatli. Um hjartað í þvottahúsinu sé að ræða. Segist Preben hafa fengið þær upplýsingar að töluverður eldur hafi verið í iðnaðartölvunni. Öryggiskerfi fór í gang og gerði mönnum viðvart um eldinn. Frá vettvangi í morgunVísir/Tryggvi Páll „Öryggiskerfið bjargaði því að ekki fór verr,“ segir Preben. Viðbrögð öryggisvarðar, starfsmanna sem mættir voru til vinnu og skjótt viðbragð slökkviliðsins virðast því hafa afstýrt miklu tjóni, auk þeirrar staðreyndar að eldurinn kom upp í um tólf fermetra eldvarnarhólfi, sem kom í veg fyrir að eldurinn bærist um húsið. Aðspurður um tjón segir Preben að það sé líklega ekki verulegt, en þó eitthvað. Guðs mildi sé þó að engin slys hafi orðið á fólki. Reiknar hann þó með að geta komið starfseminni aftur í gang í dag að einhverju leyti en þegar Vísir náði tali af honum var hann á fullu að vinna í því. Slökkvilið Akureyri Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Tilkynning um að eldur væri laus í þvottahúsinu barst um klukkan átta í morgun og var slökkviliðið á Akureyri kallað út. Eldurinn kviknaði í um tvö þúsund fermetra iðnaðarhúsi þar sem ýmisleg starfsemi er, en þvottahúsið Grand þvottur er fyrirferðarmest. Slökkvistarf gekk hins vegar mjög greiðlega. „Mér líður betur núna en klukkan átta en í morgun,“ segir Preben í samtali við Vísi. Hann segir að eldurinn hafi kviknað í iðnaðartölvu sem stýri gufukatli. Um hjartað í þvottahúsinu sé að ræða. Segist Preben hafa fengið þær upplýsingar að töluverður eldur hafi verið í iðnaðartölvunni. Öryggiskerfi fór í gang og gerði mönnum viðvart um eldinn. Frá vettvangi í morgunVísir/Tryggvi Páll „Öryggiskerfið bjargaði því að ekki fór verr,“ segir Preben. Viðbrögð öryggisvarðar, starfsmanna sem mættir voru til vinnu og skjótt viðbragð slökkviliðsins virðast því hafa afstýrt miklu tjóni, auk þeirrar staðreyndar að eldurinn kom upp í um tólf fermetra eldvarnarhólfi, sem kom í veg fyrir að eldurinn bærist um húsið. Aðspurður um tjón segir Preben að það sé líklega ekki verulegt, en þó eitthvað. Guðs mildi sé þó að engin slys hafi orðið á fólki. Reiknar hann þó með að geta komið starfseminni aftur í gang í dag að einhverju leyti en þegar Vísir náði tali af honum var hann á fullu að vinna í því.
Slökkvilið Akureyri Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira