Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 2. desember 2020 12:28 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það geti reynst mjög erfitt að ætla að bjóða fólki upp á val þegar kemur að því hvaða bóluefni gegn Covid-19 það fær. Vísir/Vilhelm Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. Það liggur ekki fyrir þótt Breska lyfjaeftirlitið hafi nú heimilað notkun á bóluefni Pfizer og BioNTech. Pfizer hefur sótt um markaðsleyfi fyrir bóluefninu hjá Lyfjastofnun Evrópu. Lyfjafyrirtækið Moderna hefur gert slíkt hið sama. „Þetta er bara til skoðunar úti í Evrópu og ég held að allir séu að flýta sér eins og mögulegt. Þegar það er komið sjáum við betur hvar við stöndum gagnvart Pfizer og hvað við fáum mikið af skömmtum,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann segist ekki vita hvaða bóluefni muni fyrst fá samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu, hvort það verði Pfizer eða eitthvað annað. Þá sé enn ekki hægt að nefna neina ákveðna viku eða dagsetningu varðandi það hvenær bóluesetning hefst hérlendis. Aðspurður hvort fólki muni geti valið hvaða bóluefni það fær ef nokkur bóluefni verða í boði segir Þórólfur að það geti reynst mjög erfitt að bjóða upp á slíkt val. „Nei, það getur reynst mjög erfitt vegna þess að sum af þessum bóluefnum eru mjög erfið í flutningi og erfið í geymslu. Þannig að það verður kannski bara hægt að nota þau á ákveðnum stöðum því að við getum sennilega ekki flutt þau mikið út um land og á minni staðir. Svo þurfum við líka að taka tillit til hvað rannsóknarniðurstöður á þessum bóluefnum segja, á hvernig hópum þau hafa verið rannsökuð og svo framvegis þannig að ég geri ráð fyrir því að það verði mjög erfitt að standa í þeim sporum að bjóða fólki upp á mismunandi tegundir af bóluefni,“ segir Þórólfur. Rannsóknir á bóluefnum Pfizer og Moderna gefa til kynna að þau veiti 95% vörn gegn Covid-19. Bóluefni AstraZeneca er einnig komið langt í þróun en fyrstu niðurstöður rannsókna á því gefa til kynna 70% vörn gegn Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Það liggur ekki fyrir þótt Breska lyfjaeftirlitið hafi nú heimilað notkun á bóluefni Pfizer og BioNTech. Pfizer hefur sótt um markaðsleyfi fyrir bóluefninu hjá Lyfjastofnun Evrópu. Lyfjafyrirtækið Moderna hefur gert slíkt hið sama. „Þetta er bara til skoðunar úti í Evrópu og ég held að allir séu að flýta sér eins og mögulegt. Þegar það er komið sjáum við betur hvar við stöndum gagnvart Pfizer og hvað við fáum mikið af skömmtum,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann segist ekki vita hvaða bóluefni muni fyrst fá samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu, hvort það verði Pfizer eða eitthvað annað. Þá sé enn ekki hægt að nefna neina ákveðna viku eða dagsetningu varðandi það hvenær bóluesetning hefst hérlendis. Aðspurður hvort fólki muni geti valið hvaða bóluefni það fær ef nokkur bóluefni verða í boði segir Þórólfur að það geti reynst mjög erfitt að bjóða upp á slíkt val. „Nei, það getur reynst mjög erfitt vegna þess að sum af þessum bóluefnum eru mjög erfið í flutningi og erfið í geymslu. Þannig að það verður kannski bara hægt að nota þau á ákveðnum stöðum því að við getum sennilega ekki flutt þau mikið út um land og á minni staðir. Svo þurfum við líka að taka tillit til hvað rannsóknarniðurstöður á þessum bóluefnum segja, á hvernig hópum þau hafa verið rannsökuð og svo framvegis þannig að ég geri ráð fyrir því að það verði mjög erfitt að standa í þeim sporum að bjóða fólki upp á mismunandi tegundir af bóluefni,“ segir Þórólfur. Rannsóknir á bóluefnum Pfizer og Moderna gefa til kynna að þau veiti 95% vörn gegn Covid-19. Bóluefni AstraZeneca er einnig komið langt í þróun en fyrstu niðurstöður rannsókna á því gefa til kynna 70% vörn gegn Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira