„Við berum okkar ábyrgð“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. desember 2020 15:44 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þingmenn hafa streymt upp í pontu Alþingis í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að ræða Landsréttardóminn. „Kannski var gærdagurinn bara býsna góður dagur fyrir íslenska þjóð því hann markar vonandi endalok pólitískra ráðninga dómara á Íslandi,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar. „Niðurstaða Mannréttindadómstólsins staðfestir að brot dómsmálaráðherra var alvarlegt og gróf undan grundvallarréttindum um réttláta málsmeðferð. Nú dugar pólitískum öflum ekki lengur að borga bara umsækjendum sem gengið er fram hjá bætur, úr samneyslunni, á meðan hinir þóknanlegu sitja áfram,“ sagði Logi og spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra hvort hún hefði áhyggjur af orðspori Íslands vegna málsins. Katrín sagðist áhyggjulaus. „Ég hef engar áhyggjur af því. Það sem skiptir máli er hvernig við bregðumst við slíkum dómi, hvaða lærdóma við drögum af honum og ég tel að það geti verið ýmsir lærdómar,“ sagði hún og ítrekaði að þáverandi dómsmálaráðherra Sigríður Andersen hefði þegar axlað pólitíska ábyrgð á málinu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/stefán Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fór yfir ábyrgð sína á málinu. „Viðreisn var í stjórn á þessum tíma og við berum okkar ábyrgð,“ sagði hún. „Við vildum tryggja jafnréttissjónarmið þegar nýtt dómstig tæki til starfa. Sú nálgun á hins vegar ekkert skylt með lögbrotum og blekkingum dómsmálaráðherrans fyrrverandi,“ sagði Þorgerður. „Það kunna eflaust að vera ákveðin tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn en sjónarmið um jafnrétti; Það eru málefnaleg sjónarmið. Og allir sem vilja, sjá að afstaða um kynjajafnrétti leiddi ekki til þess að 17 dómarar, allir með tölu, sögðu dómsmálaráðherra hafa brotið lög,“ sagði Þorgerður og vísaði þar til einróma niðurstöðu sautján dómara Mannréttindadómstólsins. Alþingi Landsréttarmálið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Kannski var gærdagurinn bara býsna góður dagur fyrir íslenska þjóð því hann markar vonandi endalok pólitískra ráðninga dómara á Íslandi,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar. „Niðurstaða Mannréttindadómstólsins staðfestir að brot dómsmálaráðherra var alvarlegt og gróf undan grundvallarréttindum um réttláta málsmeðferð. Nú dugar pólitískum öflum ekki lengur að borga bara umsækjendum sem gengið er fram hjá bætur, úr samneyslunni, á meðan hinir þóknanlegu sitja áfram,“ sagði Logi og spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra hvort hún hefði áhyggjur af orðspori Íslands vegna málsins. Katrín sagðist áhyggjulaus. „Ég hef engar áhyggjur af því. Það sem skiptir máli er hvernig við bregðumst við slíkum dómi, hvaða lærdóma við drögum af honum og ég tel að það geti verið ýmsir lærdómar,“ sagði hún og ítrekaði að þáverandi dómsmálaráðherra Sigríður Andersen hefði þegar axlað pólitíska ábyrgð á málinu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/stefán Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fór yfir ábyrgð sína á málinu. „Viðreisn var í stjórn á þessum tíma og við berum okkar ábyrgð,“ sagði hún. „Við vildum tryggja jafnréttissjónarmið þegar nýtt dómstig tæki til starfa. Sú nálgun á hins vegar ekkert skylt með lögbrotum og blekkingum dómsmálaráðherrans fyrrverandi,“ sagði Þorgerður. „Það kunna eflaust að vera ákveðin tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn en sjónarmið um jafnrétti; Það eru málefnaleg sjónarmið. Og allir sem vilja, sjá að afstaða um kynjajafnrétti leiddi ekki til þess að 17 dómarar, allir með tölu, sögðu dómsmálaráðherra hafa brotið lög,“ sagði Þorgerður og vísaði þar til einróma niðurstöðu sautján dómara Mannréttindadómstólsins.
Alþingi Landsréttarmálið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira