Spilafíkn er alvarlegur vandi meðal fólks með þroskahömlun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2020 20:31 Fólk með þroskahömlun eyðir oft síðustu krónunum af örorkulífeyrinum í spilakassa. Andlega ástandið sem fylgir spilafíkn hefur þó mestu og verstu áhrifin. vísir/vilhelm Allmargir úr hópi fólks með þroskahömlun eiga við spilafíkn að stríða og eyða oft síðustu aurunum af örorkulífeyrinum í spilakassa. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp segir skorta fræðslu og sérhæfða fíknimeðferð fyrir hópinn. Í Kompás er fjallað um spilafíkn og þar segir Þorvarður Karl Þorvarðarson sína sögu. Hann býr í íbúðarkjarna og fer gjarnan með sambýlingi sínum í spilasal í Hamraborginni. Í þættinum lýsir hann hvernig þeir félagarnir breytast í uppvakninga í spilasalnum. „Við heyrum ekkert, sjáum ekkert,“ segir hann. Friðrik Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp, segir allmarga skjólstæðinga samtakanna glíma við spilafíkn og að hún sé þeim mjög erfið. „Menn þurfa ekki að tapa mjög miklu af örorkulífeyrinum sínum til að það sé orðið mjög sárt. Svo er það annað að það virðist ekki vera til nein hjálp eða aðstoð sem er sérstaklega sniðin að þessum hópi.“ Friðrik segir skorta fræðslu og meðferð við spilafíkn fyrir fólk með þroskahömlun.vísir/egill Þorvarður lýsir því í þættinum að sárast þykir honum að hafa logið og stolið af sínum nánustu. Friðrik kannast við slík dæmi. „Ég þekki líka dæmi um að menn selja eigur sínar til að ná sér í lausafé til að halda áfram að reyna að vinna þanna stóra.“ Örvæntingin eftir spilapeningum geti þannig leitt fólk á mjög vondar brautir. Fyrr á árinu fjallaði Kompás um konur með þroskahömlun sem hafa leiðst út í vændi. Sú sem sagði sögu sína í þættinum leiddist út í vændi til að fjármagna spilafíkn sína. Friðrik segir fíknina geta byrjað vegna einmanaleika, fólk leiti í spilasalina sem sé ekki með gott félagslegt bakland. Ljósin heilli og vonin um að hitta fólk sé sterk. Þorvarður segir sögu sína í Kompás. Hann hefur glímt við spilafíkn frá tíu ára aldri.vísir/vilhelm Margir sem eru með þroskahömlun eru með fjárhaldsmann sem skammtar þeim vikupening með þeirra samráði. Þannig sé reynt að koma í veg fyrir að öll mánaðarhýran klárist á fyrsta degi mánaðar. Það sé ágæt vörn. „Svo þarf bara að fræða fólk um að það fari enginn þarna inn til að græða. Það liggur alveg í augum uppi að þessir staðir eru ekki fjárhagsaðstoð við fátæka öryrkja. Þeir eru til að ná af þeim peningunum,“ segir Friðrik. Kompás Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52 „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Í Kompás er fjallað um spilafíkn og þar segir Þorvarður Karl Þorvarðarson sína sögu. Hann býr í íbúðarkjarna og fer gjarnan með sambýlingi sínum í spilasal í Hamraborginni. Í þættinum lýsir hann hvernig þeir félagarnir breytast í uppvakninga í spilasalnum. „Við heyrum ekkert, sjáum ekkert,“ segir hann. Friðrik Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp, segir allmarga skjólstæðinga samtakanna glíma við spilafíkn og að hún sé þeim mjög erfið. „Menn þurfa ekki að tapa mjög miklu af örorkulífeyrinum sínum til að það sé orðið mjög sárt. Svo er það annað að það virðist ekki vera til nein hjálp eða aðstoð sem er sérstaklega sniðin að þessum hópi.“ Friðrik segir skorta fræðslu og meðferð við spilafíkn fyrir fólk með þroskahömlun.vísir/egill Þorvarður lýsir því í þættinum að sárast þykir honum að hafa logið og stolið af sínum nánustu. Friðrik kannast við slík dæmi. „Ég þekki líka dæmi um að menn selja eigur sínar til að ná sér í lausafé til að halda áfram að reyna að vinna þanna stóra.“ Örvæntingin eftir spilapeningum geti þannig leitt fólk á mjög vondar brautir. Fyrr á árinu fjallaði Kompás um konur með þroskahömlun sem hafa leiðst út í vændi. Sú sem sagði sögu sína í þættinum leiddist út í vændi til að fjármagna spilafíkn sína. Friðrik segir fíknina geta byrjað vegna einmanaleika, fólk leiti í spilasalina sem sé ekki með gott félagslegt bakland. Ljósin heilli og vonin um að hitta fólk sé sterk. Þorvarður segir sögu sína í Kompás. Hann hefur glímt við spilafíkn frá tíu ára aldri.vísir/vilhelm Margir sem eru með þroskahömlun eru með fjárhaldsmann sem skammtar þeim vikupening með þeirra samráði. Þannig sé reynt að koma í veg fyrir að öll mánaðarhýran klárist á fyrsta degi mánaðar. Það sé ágæt vörn. „Svo þarf bara að fræða fólk um að það fari enginn þarna inn til að græða. Það liggur alveg í augum uppi að þessir staðir eru ekki fjárhagsaðstoð við fátæka öryrkja. Þeir eru til að ná af þeim peningunum,“ segir Friðrik.
Kompás Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52 „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
„Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01
Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52
„Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30