Sara setti naglana undir fyrir æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir keppir við íslenska veturinn þessa dagana. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir lét ekki íslenska vetrarveðrið koma í veg fyrir útiæfingu í gær. Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir er kannski vön því að vera í eyðimerkursólinni í Dúbaí á þessum tíma ársins en í staðinn er hún að púla út í kuldanum á Íslandi. Sara sagði frá og birti myndband af sér á æfingu í gær en hún var þá að draga sleða út í desemberkuldanum. „Þegar þú átt að bakka með sleða í tuttugu mínútur og býrð á Íslandi ... þá þarftu að setja nagla undir skóna þína,“ skrifaði Sara og í myndbandinu sést hún draga sleða með lóðum á út í kuldanum. Það má búast við að hún hafi þarna verið að æfa einhvers staðar á Reykjanesinu sem hún hefur verið dugleg að auglýsa að undanförnu. „Ég viðurkenni að ég var ekki spennt fyrir þessari æfingu fyrir fram en besta tilfinningin er eftir svona æfingu þegar þú klárar hana þrátt fyrir óþægindi og kulda,“ skrifaði Sara. Sara sagðist enn fremur vera komin í 1-0 á móti íslenska veðrinu. Sara Sigmundsdóttir hefur ekkert farið leynt með ást sína á sólinni og á þessum tíma ársins hefur hún tekið þátt í Dúbaí CrossFit mótinu sem fór sem 11. til 14. desember í fyrra. Sara vann mótið fyrir ári síðan en kórónuveirufaraldurinn sá til þess að mótið fór ekki fram í ár. Sara er samt á fullu að undirbúa sig fyrir komandi CrossFit tímabil þar sem stefnan er að toppa á heimsleikunum næsta haust. Hér fyrir neðan má sjá þessa færslu Söru á Instagram um útiæfinguna í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir er kannski vön því að vera í eyðimerkursólinni í Dúbaí á þessum tíma ársins en í staðinn er hún að púla út í kuldanum á Íslandi. Sara sagði frá og birti myndband af sér á æfingu í gær en hún var þá að draga sleða út í desemberkuldanum. „Þegar þú átt að bakka með sleða í tuttugu mínútur og býrð á Íslandi ... þá þarftu að setja nagla undir skóna þína,“ skrifaði Sara og í myndbandinu sést hún draga sleða með lóðum á út í kuldanum. Það má búast við að hún hafi þarna verið að æfa einhvers staðar á Reykjanesinu sem hún hefur verið dugleg að auglýsa að undanförnu. „Ég viðurkenni að ég var ekki spennt fyrir þessari æfingu fyrir fram en besta tilfinningin er eftir svona æfingu þegar þú klárar hana þrátt fyrir óþægindi og kulda,“ skrifaði Sara. Sara sagðist enn fremur vera komin í 1-0 á móti íslenska veðrinu. Sara Sigmundsdóttir hefur ekkert farið leynt með ást sína á sólinni og á þessum tíma ársins hefur hún tekið þátt í Dúbaí CrossFit mótinu sem fór sem 11. til 14. desember í fyrra. Sara vann mótið fyrir ári síðan en kórónuveirufaraldurinn sá til þess að mótið fór ekki fram í ár. Sara er samt á fullu að undirbúa sig fyrir komandi CrossFit tímabil þar sem stefnan er að toppa á heimsleikunum næsta haust. Hér fyrir neðan má sjá þessa færslu Söru á Instagram um útiæfinguna í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira