Neymar: Mín heitasta ósk er að spila aftur með Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 10:01 Lionel Messi og Neyma voru frábærir saman hjá Barcelona liðinu. Getty/Elsa Neymar sýndi snilli sína á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi en eftir leikinn vildi hann tala um góðan vin sinn í Barcelona liðinu. Brasilíumaðurinn Neymar afgreiddi Manchester United með tveimur mörkum í Meistaradeildinni í gærkvöldi en eftir leik fór hann að tala um Lionel Messi. Brasilíumaðurinn Neymar og Argentínumaðurinn Lionel Messi áttu góðan tíma saman hjá Barcelona en Neymar ákvað síðan að stökkva á peninga í París. Hlutirnir hafa ekki gengið alveg nógu vel síðan hjá Paris Saint Germain og fyrir vikið hefur Neymar verið að reyna finna leiðir til að komast aftur til Barcelona eða betur sagt aftur til Lionel Messi. Neymar expresses his desire to play with Messi again pic.twitter.com/7gPich5u7T— ESPN FC (@ESPNFC) December 3, 2020 Í sumar gæti komið upp ný staða þegar Messi rennur út á samningi hjá Barcelona og það gefur félögum eins og Paris Saint Germain tækifæri til að bjóða honum gull og græna skóga. Það myndi líka gleðja Neymar mikið. „Mín heitasta ósk er að spila aftur með Messi og fá tækifæri til að njóta þess að vera aftur með honum inn á vellinum,“ sagði Neymar eftir 3-1 sigur Barcelona á Manchester United í gær. „Hann má spila mína stöðu því ég myndi alveg sætta mig við það. Ég vil bara spila með honum á næsta tímabili því við verðum að gera það þá,“ sagði Neymar. Það er ekkert skrýtið að Neymar setji pressu á næsta tímabil því Messi er náttúrulega ekkert að verða yngri. Neymar to ESPN: What I want most is to play with Lionel Messi again. For sure we have to play together next year! . #ucl pic.twitter.com/bmqficIYHw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 2, 2020 Þessi orð Neymar munu líka ýta undir sögusagnirnar um að Messi sé að koma til Parísar. Messi vildi yfirgefa Barcelona eftir 8-2 tap á móti Bayern München í Meistaradeildinni í haust og þá leit út um tíma að hann væri að fara til Manchester City. Barcelona náði að loka það og freistar þess örugglega að halda sínum besta leikmanni í sögunni. Áhugi Manchester City virðist líka hafa minnka ef marka má fréttir í erlendum miðlum. Messi mun ekki ræða nýjan samning við Barcelona fyrr en eftir að nýr forseti er kosinn 24. janúar. Á þeim tíma er Messi líka kominn með leyfi til að ræða við önnur félög eins og Paris Saint Germain eða Manchester City. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar afgreiddi Manchester United með tveimur mörkum í Meistaradeildinni í gærkvöldi en eftir leik fór hann að tala um Lionel Messi. Brasilíumaðurinn Neymar og Argentínumaðurinn Lionel Messi áttu góðan tíma saman hjá Barcelona en Neymar ákvað síðan að stökkva á peninga í París. Hlutirnir hafa ekki gengið alveg nógu vel síðan hjá Paris Saint Germain og fyrir vikið hefur Neymar verið að reyna finna leiðir til að komast aftur til Barcelona eða betur sagt aftur til Lionel Messi. Neymar expresses his desire to play with Messi again pic.twitter.com/7gPich5u7T— ESPN FC (@ESPNFC) December 3, 2020 Í sumar gæti komið upp ný staða þegar Messi rennur út á samningi hjá Barcelona og það gefur félögum eins og Paris Saint Germain tækifæri til að bjóða honum gull og græna skóga. Það myndi líka gleðja Neymar mikið. „Mín heitasta ósk er að spila aftur með Messi og fá tækifæri til að njóta þess að vera aftur með honum inn á vellinum,“ sagði Neymar eftir 3-1 sigur Barcelona á Manchester United í gær. „Hann má spila mína stöðu því ég myndi alveg sætta mig við það. Ég vil bara spila með honum á næsta tímabili því við verðum að gera það þá,“ sagði Neymar. Það er ekkert skrýtið að Neymar setji pressu á næsta tímabil því Messi er náttúrulega ekkert að verða yngri. Neymar to ESPN: What I want most is to play with Lionel Messi again. For sure we have to play together next year! . #ucl pic.twitter.com/bmqficIYHw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 2, 2020 Þessi orð Neymar munu líka ýta undir sögusagnirnar um að Messi sé að koma til Parísar. Messi vildi yfirgefa Barcelona eftir 8-2 tap á móti Bayern München í Meistaradeildinni í haust og þá leit út um tíma að hann væri að fara til Manchester City. Barcelona náði að loka það og freistar þess örugglega að halda sínum besta leikmanni í sögunni. Áhugi Manchester City virðist líka hafa minnka ef marka má fréttir í erlendum miðlum. Messi mun ekki ræða nýjan samning við Barcelona fyrr en eftir að nýr forseti er kosinn 24. janúar. Á þeim tíma er Messi líka kominn með leyfi til að ræða við önnur félög eins og Paris Saint Germain eða Manchester City.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sjá meira