Porto gagnrýndi Man City, Pep og Bernardo Silva eftir leik liðanna í vikunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 14:01 Pep Guardiola gefur Bernardo Silva leiðbeiningar í leik liðsins gegn Porto á þriðjudag. Jose Manuel Alvarez/Getty Images Það verður seint sagt að Porto og Manchester City séu vinafélög. Portúgalska liðið gaf það út að Bernardo Silva væri „sekur um kynþáttaníð“ fyrir leik liðanna í vikunni í Meistaradeild Evrópu. Þá skaut portúgalska félagið hart að Pep Guardiola, þjálfara Man City, og samstarfsmönnum hans ásamt því að láta Fernandinho fá það óþvegið. Porto virðast hafa gleymt því að árið 2012 voru stuðningsmenn þeirra dæmdir sekir fyrir um kynþáttaníð í garð Mario Balotelli, þáverandi leikmanns City. Fyrir 0-0 jafntefli liðanna á Estádio do Dragão-vellinum í Portúgal á þriðjudag kastaðist í kekki milli liðanna á nýjan leik. Í fréttabréfi Porto fyrir leik sagði til að mynda að Bernardo Silva – portúgalskur landsliðsmaður – væri „mótherji Porto sem væri þekktur fyrir að hafa verið dæmdur sekur um kynþáttaníð.“ Silva fékk eins leiks bann á síðasta ári fyrir að birta mynd af Benjamin Mendy, samherja sínum hjá Man City, ásamt umdeildu merki spænska sælgætisframleiðandans Conguitos á Twitter-síðu sinni. Í úrskurði hlutlausrar nefndar á vegum enska knattspyrnusambandsins sagði að hvorki kynþáttaníð né fordómar hefðu legið að baki birtingu hennar. This one felt so good!! pic.twitter.com/YrErJXUNub— Bernardo Silva (@BernardoCSilva) October 21, 2020 Eftir fyrri leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar – sem City vann - ásakaði Sergio Conceição, þjálfari Porto, kollega sinn hjá Man City, Pep Guardiola, sem og allt starfslið hans um að áreita fjórða dómara leiksins. Eitthvað sem Guardiola neitaði. Þá sagði Conceição að títtnefndur Silva væri barnalegur fyrir að tíst sem hann birti eftir áðurnefndan sigurleik. „Ég væri líka ósáttur ef ég gæti ekki unnið leiki með liðið og fjármagnið sem hann hefur,“ sagði Conceição um Pep eftir leik liðanna á þriðjudag. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Porto bregst illa við í aðstæðum sem þessum. Að þessu sinni eru þetta illa ígrunduð gagnrýni á einstaka leikmenn okkar sem og þjálfara, eitthvað sem við teljum ekki eigast við stoð að styðjast, “ sagði talsmaður City um málið. Strange reading the statement from Porto the game looked comfortable to me. Annoying part is the racism claim. No racism should be ignored and trying to deflect isn t going to work. Clearly selective memory, I m sure them receiving a fine for targeting Mario in 2012 just a memory pic.twitter.com/geHT8PBova— Joleon Lescott (@JoleonLescott) December 2, 2020 City er sem stendur á toppi C-riðils með 13 stig á meðan Porto er með 10 í 2. sæti. Bæði lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Þá skaut portúgalska félagið hart að Pep Guardiola, þjálfara Man City, og samstarfsmönnum hans ásamt því að láta Fernandinho fá það óþvegið. Porto virðast hafa gleymt því að árið 2012 voru stuðningsmenn þeirra dæmdir sekir fyrir um kynþáttaníð í garð Mario Balotelli, þáverandi leikmanns City. Fyrir 0-0 jafntefli liðanna á Estádio do Dragão-vellinum í Portúgal á þriðjudag kastaðist í kekki milli liðanna á nýjan leik. Í fréttabréfi Porto fyrir leik sagði til að mynda að Bernardo Silva – portúgalskur landsliðsmaður – væri „mótherji Porto sem væri þekktur fyrir að hafa verið dæmdur sekur um kynþáttaníð.“ Silva fékk eins leiks bann á síðasta ári fyrir að birta mynd af Benjamin Mendy, samherja sínum hjá Man City, ásamt umdeildu merki spænska sælgætisframleiðandans Conguitos á Twitter-síðu sinni. Í úrskurði hlutlausrar nefndar á vegum enska knattspyrnusambandsins sagði að hvorki kynþáttaníð né fordómar hefðu legið að baki birtingu hennar. This one felt so good!! pic.twitter.com/YrErJXUNub— Bernardo Silva (@BernardoCSilva) October 21, 2020 Eftir fyrri leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar – sem City vann - ásakaði Sergio Conceição, þjálfari Porto, kollega sinn hjá Man City, Pep Guardiola, sem og allt starfslið hans um að áreita fjórða dómara leiksins. Eitthvað sem Guardiola neitaði. Þá sagði Conceição að títtnefndur Silva væri barnalegur fyrir að tíst sem hann birti eftir áðurnefndan sigurleik. „Ég væri líka ósáttur ef ég gæti ekki unnið leiki með liðið og fjármagnið sem hann hefur,“ sagði Conceição um Pep eftir leik liðanna á þriðjudag. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Porto bregst illa við í aðstæðum sem þessum. Að þessu sinni eru þetta illa ígrunduð gagnrýni á einstaka leikmenn okkar sem og þjálfara, eitthvað sem við teljum ekki eigast við stoð að styðjast, “ sagði talsmaður City um málið. Strange reading the statement from Porto the game looked comfortable to me. Annoying part is the racism claim. No racism should be ignored and trying to deflect isn t going to work. Clearly selective memory, I m sure them receiving a fine for targeting Mario in 2012 just a memory pic.twitter.com/geHT8PBova— Joleon Lescott (@JoleonLescott) December 2, 2020 City er sem stendur á toppi C-riðils með 13 stig á meðan Porto er með 10 í 2. sæti. Bæði lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira