Sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en heldur ökuréttindum fyrir mistök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2020 16:31 Síðan slysið varð hefur Reykjanesbraut verið tvöfölduð. Vísir/Egill Landsréttur staðfesti í dag dóm yfir karlmanni fyrir manndráp af gáleysi í október 2018. Var hann sakfelldur fyrir að hafa ekið bíl sínum yfir á rangan vegarhelming á Reykjanesbraut í Hafnarfirði með þeim afleiðingum að árekstur varð við bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Farþegi í bíl mannsins lést í árekstrinum. Hann þarf að greiða ökumanni hins bílsins 600 þúsund krónur í miskabætur. Lögreglu barst tilkynning á sjötta tímanum að morgni 28. október. Árekstur jepplings og fólksbíls varð á Reykjanesbraut til móts við verslun Bónus í Vallahverfinu. Fram kom í fréttum á þeim tíma að hinn látni hefði verið erlendur ferðamaður. Ákærði sagðist við lögreglu á vettvangi hafa sofnað við aksturinn og ekki vaknað fyrr en áreksturinn varð. Hann vildi ekki staðfesta þá frásögn sína fyrir dómi. Þar kom fram að sannað þótti, með ljósmyndum og skýrslu tæknideildar, að hann hefði ekið bíl sínum yfir á rangan vegarhelming. Hélt ökuréttindum Var hann sakfelldur fyrir að hafa ekið bílnum án nægilegrar varúðar og þannig á sig kominn að vera ekki fær um að stjórna ökutækinu örugglega með þeim afleiðingum að ökutækið fór á rangan vegarhelming. Þar lenti það í árekstri með þeim afleiðingum að einn lést. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi ökumanninn í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og svipti ökuréttindum í hálft ár. Landsréttur staðfesti refsinguna en þar sem ríkissaksóknari vék hvergi að kröfu um sviptingu ökuréttar fyrir Landsrétti eða rökstuðningi fyrir þeirri kröfu þótti dómnum ekki ástæða til að svipta hann ökurétti. Reykjanesbrautin var á þessum tíma með eina akrein í hvora átt en síðan hefur Reykjanesbraut verið tvöfölduð. Dómsmál Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Sjá meira
Farþegi í bíl mannsins lést í árekstrinum. Hann þarf að greiða ökumanni hins bílsins 600 þúsund krónur í miskabætur. Lögreglu barst tilkynning á sjötta tímanum að morgni 28. október. Árekstur jepplings og fólksbíls varð á Reykjanesbraut til móts við verslun Bónus í Vallahverfinu. Fram kom í fréttum á þeim tíma að hinn látni hefði verið erlendur ferðamaður. Ákærði sagðist við lögreglu á vettvangi hafa sofnað við aksturinn og ekki vaknað fyrr en áreksturinn varð. Hann vildi ekki staðfesta þá frásögn sína fyrir dómi. Þar kom fram að sannað þótti, með ljósmyndum og skýrslu tæknideildar, að hann hefði ekið bíl sínum yfir á rangan vegarhelming. Hélt ökuréttindum Var hann sakfelldur fyrir að hafa ekið bílnum án nægilegrar varúðar og þannig á sig kominn að vera ekki fær um að stjórna ökutækinu örugglega með þeim afleiðingum að ökutækið fór á rangan vegarhelming. Þar lenti það í árekstri með þeim afleiðingum að einn lést. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi ökumanninn í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og svipti ökuréttindum í hálft ár. Landsréttur staðfesti refsinguna en þar sem ríkissaksóknari vék hvergi að kröfu um sviptingu ökuréttar fyrir Landsrétti eða rökstuðningi fyrir þeirri kröfu þótti dómnum ekki ástæða til að svipta hann ökurétti. Reykjanesbrautin var á þessum tíma með eina akrein í hvora átt en síðan hefur Reykjanesbraut verið tvöfölduð.
Dómsmál Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Sjá meira