Aldrei fundið svona kulda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. desember 2020 21:01 Íbúi á Hvanneyri segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum kulda og nú en þar hefur hitastig mælst lægst mínus 16,8 gráður í dag. Talsverðu kuldakasti var spáð nú um helgina og finna landsmenn nú flestir fyrir því. Mesta frost sem mælst hefur á landinu í dag var á Dyngjujökli þar sem veðurstöð Veðurstofunnar mældi mínus 23,8 gráður. Töluverður kuldi hefur verið á Hvanneyri í dag og segist íbúi þar aldrei hafa fundið fyrir viðlíka kulda. „Úff þetta er eins og að búa í Rússlandi eða á Norðurpólnum. Maður fer varla út og ég finn bara bifhárin frjósa þegar ég labba út þannig við pössum okkur að vera sem minnst úti og ef við vogum okkur að opna hurðina þá erum við mjög fljótt beðin um að loka henni aftur því það kemur svo rosalega kalt inn,“ sagði Aldís Arna Tryggvadóttir, íbúi á Hvanneyri. Kalt en fallegt Hefur þú fundið fyrir svona kulda áður? „Aldrei nokkurn tíman. Þetta er það allra kaldasta en það er líka um leið alveg rosalega fallegt úti,“ segir Aldís Arna og sýnir frá umhverfinu líkt og sjá má í myndskeiðinu. Aldís Arna segir einungis hægt að vera utandyra í stutta stund áður en kuldinn verður óbærilegur. „Þrjár mínútur,“ segir Aldís og skellir upp úr og bætir því við að sjö mínútna útivera væri nærri lagi. Í höfuðborginni hefur einnig verið kalt og voru borgarbúar beðnir um að spara heita vatnið um helgina. Samkvæmt tilkynningu frá Veitum hefur vel gengið að veita heitu varni en þar sem álag verður áfram mikið á hitaveituna fram á sunnudagskvöld er fólk hvatt til að fara sparlega með heita vatnið. Aldís hvetur fólk til að hafa það huggulegt innandyra í frostinu. „Hita kakó, baka kökur, skreyta og gera allt sem maður getur inni með krökkunum. Setja góða jólatónlist á, syngja og tralla,“ segir Aldís. Veður Borgarbyggð Tengdar fréttir Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. 5. desember 2020 14:00 Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Talsverðu kuldakasti var spáð nú um helgina og finna landsmenn nú flestir fyrir því. Mesta frost sem mælst hefur á landinu í dag var á Dyngjujökli þar sem veðurstöð Veðurstofunnar mældi mínus 23,8 gráður. Töluverður kuldi hefur verið á Hvanneyri í dag og segist íbúi þar aldrei hafa fundið fyrir viðlíka kulda. „Úff þetta er eins og að búa í Rússlandi eða á Norðurpólnum. Maður fer varla út og ég finn bara bifhárin frjósa þegar ég labba út þannig við pössum okkur að vera sem minnst úti og ef við vogum okkur að opna hurðina þá erum við mjög fljótt beðin um að loka henni aftur því það kemur svo rosalega kalt inn,“ sagði Aldís Arna Tryggvadóttir, íbúi á Hvanneyri. Kalt en fallegt Hefur þú fundið fyrir svona kulda áður? „Aldrei nokkurn tíman. Þetta er það allra kaldasta en það er líka um leið alveg rosalega fallegt úti,“ segir Aldís Arna og sýnir frá umhverfinu líkt og sjá má í myndskeiðinu. Aldís Arna segir einungis hægt að vera utandyra í stutta stund áður en kuldinn verður óbærilegur. „Þrjár mínútur,“ segir Aldís og skellir upp úr og bætir því við að sjö mínútna útivera væri nærri lagi. Í höfuðborginni hefur einnig verið kalt og voru borgarbúar beðnir um að spara heita vatnið um helgina. Samkvæmt tilkynningu frá Veitum hefur vel gengið að veita heitu varni en þar sem álag verður áfram mikið á hitaveituna fram á sunnudagskvöld er fólk hvatt til að fara sparlega með heita vatnið. Aldís hvetur fólk til að hafa það huggulegt innandyra í frostinu. „Hita kakó, baka kökur, skreyta og gera allt sem maður getur inni með krökkunum. Setja góða jólatónlist á, syngja og tralla,“ segir Aldís.
Veður Borgarbyggð Tengdar fréttir Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. 5. desember 2020 14:00 Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. 5. desember 2020 14:00
Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39