Móðurmissirinn hafi engin áhrif haft á kröfu um afsögn án tafar Kolbeinn Tumi Daðason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 6. desember 2020 18:12 Sigríður Á. Andersen við setningu Alþingis í haust. Sigríður segir engan eiga ráðherrastól skilið. Hún ætli að bjóða fram krafta sína í kosningunum næsta haust og óttast ekki dóm kjósenda. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir ríkisstjórnina hafa misst fótanna í Landsréttarmálinu í fyrra og ætlað að láta það snúast um hana sem persónu. Það hafi ekki verið eitthvað sem hún hafi ætlað að sitja undir og því sagt af sér sem dómsmálaráðherra. Þetta kom fram í Víglínunni á Stöð 2 í dag, en Sigríður var þar til viðtals. Sigríður sagði af sér ráðherraembætti í mars í fyrra daginn eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara í Landsrétti hefði brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Yfirdeild dómstólsins staðfesti þá niðurstöðu á þriðjudag. Sigríður breytti lista hæfnisnefndar í tilfelli fjögurra dómara. Tillagan var samþykkt á Alþingi og hefur leitt til skaðabótamála þeirra dómara sem teknir voru af listanum. Sigríður ræddi aðdraganda afsagnar sinnar í Víglínunni. „Ég get sagt það heiðarlega að þeir fundir sem ég átti með tilteknu fólki, þeir komu mér á óvart að því leyti að mér fundust bara allir sem ég talaði við vera bara hálf hauslausir. Hafa misst einhvern veginn fótinn og koðnað einhvern veginn niður og menn voru einhvern veginn algjörlega óundirbúnir fyrir þetta,“ sagði Sigríður í dag. Það væri furðulegt. Hún segir að samstarfsfólk hennar í ríkisstjórn sem hún ræddi við hafi látið málið hlaupa með sig í gönur. „Einstakir menn ætluðu sér síðan að láta þetta snúast um mína persónu og því ætlaði ég nú ekki að sitja undir, svo sannarlega ekki.“ Krafan um afsögn bar upp á erfiðum tíma í einkalífi Sigríðar. „Ég var auðvitað í þessum aðstæðum, missti móður mína nokkrum klukkutímum áður, og menn gátu ekki einu sinni virt mér það til vorkunnar í nokkra daga. Að leyfa rykinu að setjast, það þarf oft að gera það. Lesa til dæmis þennan dóm. Fá smá greiningu.“ Hún segist ekki gera neina kröfu um ráðherrastól í ríkisstjórninni, enginn geti gert kröfu um slíkt og það hafi hún aldrei gert. Hún stefnir hraðbyri á framboð í kosningum næsta haust. Aðspurð hvort henni þætti að farið hefði verið illa með sig sagðist Sigríður ekki þekkt fyrir að fara í fórnarlambsgír. „Svona eru stjórnmálin. Þeir sem hafa ekki hrygginn í að standa í þessu eiga ekki að vera í stjórnmálum. Það sem upp úr stendur er dómur kjósenda og hann óttast ég ekki.“ Þá ræddi Sigríður Á. Andersen hvernig hún hefði þurft að hafa mikið fyrir því að „særa út þetta excel-skjal sem var svo frægt.“ Vísar hún þar til skjals þar sem umsækjendur fengu einkunnir í ákveðnum þáttum. Sigríður segist sjálf hafa þurft að slá gögnin inn í Excel og skoðað málið. Hún hefði svo bætt níu reyndum dómurum við lista hinna fimmtán og svo valið málefnanlega, meðal annars með aðstoð sérfræðinga, lokalista yfir fimmtán dómaraefni við Landsrétt. Að neðan má sjá Sigríði Á. Andersen í Víglínunni í dag. Landsréttarmálið Alþingi Víglínan Tengdar fréttir Telur yfirdeild MDE ganga of langt í gagnrýni á Hæstarétt Deildarforseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík þykir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu ganga býsna langt í gagnrýni á Hæstarétt. Það gæti farið svo að Landsréttarmálið í heild sinni verði hluti af námsefni laganema næstu áratugina því lögfræðilegu álitamálin séu fjölmörg. 3. desember 2020 13:45 Dómarakapall í Landsrétti Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar. 2. desember 2020 19:21 „Við berum okkar ábyrgð“ Þingmenn hafa streymt upp í pontu Alþingis í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að ræða Landsréttardóminn. 2. desember 2020 15:44 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Þetta kom fram í Víglínunni á Stöð 2 í dag, en Sigríður var þar til viðtals. Sigríður sagði af sér ráðherraembætti í mars í fyrra daginn eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara í Landsrétti hefði brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Yfirdeild dómstólsins staðfesti þá niðurstöðu á þriðjudag. Sigríður breytti lista hæfnisnefndar í tilfelli fjögurra dómara. Tillagan var samþykkt á Alþingi og hefur leitt til skaðabótamála þeirra dómara sem teknir voru af listanum. Sigríður ræddi aðdraganda afsagnar sinnar í Víglínunni. „Ég get sagt það heiðarlega að þeir fundir sem ég átti með tilteknu fólki, þeir komu mér á óvart að því leyti að mér fundust bara allir sem ég talaði við vera bara hálf hauslausir. Hafa misst einhvern veginn fótinn og koðnað einhvern veginn niður og menn voru einhvern veginn algjörlega óundirbúnir fyrir þetta,“ sagði Sigríður í dag. Það væri furðulegt. Hún segir að samstarfsfólk hennar í ríkisstjórn sem hún ræddi við hafi látið málið hlaupa með sig í gönur. „Einstakir menn ætluðu sér síðan að láta þetta snúast um mína persónu og því ætlaði ég nú ekki að sitja undir, svo sannarlega ekki.“ Krafan um afsögn bar upp á erfiðum tíma í einkalífi Sigríðar. „Ég var auðvitað í þessum aðstæðum, missti móður mína nokkrum klukkutímum áður, og menn gátu ekki einu sinni virt mér það til vorkunnar í nokkra daga. Að leyfa rykinu að setjast, það þarf oft að gera það. Lesa til dæmis þennan dóm. Fá smá greiningu.“ Hún segist ekki gera neina kröfu um ráðherrastól í ríkisstjórninni, enginn geti gert kröfu um slíkt og það hafi hún aldrei gert. Hún stefnir hraðbyri á framboð í kosningum næsta haust. Aðspurð hvort henni þætti að farið hefði verið illa með sig sagðist Sigríður ekki þekkt fyrir að fara í fórnarlambsgír. „Svona eru stjórnmálin. Þeir sem hafa ekki hrygginn í að standa í þessu eiga ekki að vera í stjórnmálum. Það sem upp úr stendur er dómur kjósenda og hann óttast ég ekki.“ Þá ræddi Sigríður Á. Andersen hvernig hún hefði þurft að hafa mikið fyrir því að „særa út þetta excel-skjal sem var svo frægt.“ Vísar hún þar til skjals þar sem umsækjendur fengu einkunnir í ákveðnum þáttum. Sigríður segist sjálf hafa þurft að slá gögnin inn í Excel og skoðað málið. Hún hefði svo bætt níu reyndum dómurum við lista hinna fimmtán og svo valið málefnanlega, meðal annars með aðstoð sérfræðinga, lokalista yfir fimmtán dómaraefni við Landsrétt. Að neðan má sjá Sigríði Á. Andersen í Víglínunni í dag.
Landsréttarmálið Alþingi Víglínan Tengdar fréttir Telur yfirdeild MDE ganga of langt í gagnrýni á Hæstarétt Deildarforseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík þykir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu ganga býsna langt í gagnrýni á Hæstarétt. Það gæti farið svo að Landsréttarmálið í heild sinni verði hluti af námsefni laganema næstu áratugina því lögfræðilegu álitamálin séu fjölmörg. 3. desember 2020 13:45 Dómarakapall í Landsrétti Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar. 2. desember 2020 19:21 „Við berum okkar ábyrgð“ Þingmenn hafa streymt upp í pontu Alþingis í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að ræða Landsréttardóminn. 2. desember 2020 15:44 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Telur yfirdeild MDE ganga of langt í gagnrýni á Hæstarétt Deildarforseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík þykir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu ganga býsna langt í gagnrýni á Hæstarétt. Það gæti farið svo að Landsréttarmálið í heild sinni verði hluti af námsefni laganema næstu áratugina því lögfræðilegu álitamálin séu fjölmörg. 3. desember 2020 13:45
Dómarakapall í Landsrétti Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar. 2. desember 2020 19:21
„Við berum okkar ábyrgð“ Þingmenn hafa streymt upp í pontu Alþingis í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að ræða Landsréttardóminn. 2. desember 2020 15:44