„Bara af því valdið er til staðar þá er því misbeitt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 21:59 Sveinn Rúnar Hauksson læknir segir að afnema þurfi lög sem heimila nauðungarvistun og lög sem heimila að gefa geðsjúkum lyf gegn þeirra vilja. Vísir/Arnar Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og stjórnarmaður í Geðhjálp til lengri tíma, segir breytingar á lögræðislögum nauðsynlegar. Fjarlægja þurfi greinar í lögunum, meðal annars þær sem heimila geðlæknum valdbeitingu gagnvart sjúklingi. Hann hafi gengið í gegnum það að vera sviptur sjálfræði fyrir löngu síðan og lítið hafi breyst í þeim efnum miðað við lýsingar félaga hans. Sveinn Rúnar settist í viðmælandasætið í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hans skoðun er að þrefalda þurfi útgjöld til geðheilbrigðismála á Íslandi svo þau fái nauðsynlegt fé miðað við aðra málaflokka á heilbrigðissviði. Meðferð fólks með geðræn vandamál þurfi að vera grundvölluð á mannréttindanálgun. „Að við komumst burt frá þessu staðnaða kerfi þar sem ofuráhersla hefur verið á lyflækningar, innilokun og þvingun gagnvart sjúklingnum.“ Mikill þyrnir í augum Sveinn Rúnar glímir sjálfur við geðhvörf og þekkir því geðræn vandamál af eigin raun. Hann hefur látið sig málaflokkinn varða lengi. Hann segir nánast ekkert ætlast til þátttöku sjúklingsins í dag. Allt eigi að lækna með lyfjum og raflosti. „Þetta er lýsingin og þetta er í grundvallaratriðum því miður nálgunin enn í dag. Það er það sem við þurfum að skoða og líta á þessi lögræðislög. Þau eru okkur mikill þyrnir í augum. Með lögræðislögunum er heimilað að svipta fólk sjálfræði ef svo ber undir.“ Viðmiðið, mörkin séu svo óskýr. „Það er talað um að ef viðkomandi er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða að útlit sé fyrir það. Eða ætla megi. Það eru nógar líkur. Til þess að viðkomandi sé handtekinn, fluttur á geðdeild, tekinn þar gjarnan föstum tökum. Það er mín eigin reynsla, að fara í gegnum það. Það hefur því miður lítið breyst í því,“ segir Sveinn Rúnar. Eigi ekki að vera hægt Hann lýsir fyrstu móttökunum þannig að hópur manna, sex til sjö, ráðist á mann, felli og svo sé sprautaður í mann stór skammtur af sterku geðlyfi. „Ég er að lýsa því sem ég gekk í gegnum sjálfur oftar en einu sinni. Hjá mér var þetta fyrir 35 árum en hjá öðrum félögum mínum er þetta það sem er að gerast í dag.“ Með sjálfræði séu öll völd einstaklins yfir sjálfum sér fjarlægð. „Þetta á ekkert að vera hægt. Það á að útiloka þetta og sáttmálin um réttindi fólks með fatlanir styður okkur í því. Við þurfum engin lög eða sáttamála. Við vitum með sjálfum okkur, okkar siðferðisvitund segir okkur að svona eigi ekki að fara með fólk.“ Ég er meinleysis grey 28. grein lögræðislaganna sé verst af þeim öllum. Hún gefi vakthafandi geðlækni leyfi til að framkalla þessa svokölluðu þvinguðu lyfjagjöf. 28. grein laganna. „Þessi grein verður bara að fara.“ Auðvitað eigi sjúklingurinn að geta sagt nei við lyfjum. „Auðvitað á lyfjagjöfin að vera í samvinnu og með fullri virðingu. Ef virðingin brestur er lítil von um bata. Þarna er þessum vakthafandi geðlækni gefið allt of mikið valda, sem spillir.“ Hann vísar til 28. greinarinnar þar sem segi að vakthafandi læknir geti aðeins tekið ákvörðun um lyfjagjöf ef hann sé sjálfum sér eða öðrum hættulegur, eða ef lífi hans og heilsu sé stefnt í voða. „Það hefur aldrei átt við um mig. Ég er meinleysis grey. Ég hef aldrei verið hættulegur sjálfum mér né öðrum. Bara af því valdið er til staðar þá er því misbeitt.“ Heilbrigðismál Víglínan Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Hann hafi gengið í gegnum það að vera sviptur sjálfræði fyrir löngu síðan og lítið hafi breyst í þeim efnum miðað við lýsingar félaga hans. Sveinn Rúnar settist í viðmælandasætið í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hans skoðun er að þrefalda þurfi útgjöld til geðheilbrigðismála á Íslandi svo þau fái nauðsynlegt fé miðað við aðra málaflokka á heilbrigðissviði. Meðferð fólks með geðræn vandamál þurfi að vera grundvölluð á mannréttindanálgun. „Að við komumst burt frá þessu staðnaða kerfi þar sem ofuráhersla hefur verið á lyflækningar, innilokun og þvingun gagnvart sjúklingnum.“ Mikill þyrnir í augum Sveinn Rúnar glímir sjálfur við geðhvörf og þekkir því geðræn vandamál af eigin raun. Hann hefur látið sig málaflokkinn varða lengi. Hann segir nánast ekkert ætlast til þátttöku sjúklingsins í dag. Allt eigi að lækna með lyfjum og raflosti. „Þetta er lýsingin og þetta er í grundvallaratriðum því miður nálgunin enn í dag. Það er það sem við þurfum að skoða og líta á þessi lögræðislög. Þau eru okkur mikill þyrnir í augum. Með lögræðislögunum er heimilað að svipta fólk sjálfræði ef svo ber undir.“ Viðmiðið, mörkin séu svo óskýr. „Það er talað um að ef viðkomandi er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða að útlit sé fyrir það. Eða ætla megi. Það eru nógar líkur. Til þess að viðkomandi sé handtekinn, fluttur á geðdeild, tekinn þar gjarnan föstum tökum. Það er mín eigin reynsla, að fara í gegnum það. Það hefur því miður lítið breyst í því,“ segir Sveinn Rúnar. Eigi ekki að vera hægt Hann lýsir fyrstu móttökunum þannig að hópur manna, sex til sjö, ráðist á mann, felli og svo sé sprautaður í mann stór skammtur af sterku geðlyfi. „Ég er að lýsa því sem ég gekk í gegnum sjálfur oftar en einu sinni. Hjá mér var þetta fyrir 35 árum en hjá öðrum félögum mínum er þetta það sem er að gerast í dag.“ Með sjálfræði séu öll völd einstaklins yfir sjálfum sér fjarlægð. „Þetta á ekkert að vera hægt. Það á að útiloka þetta og sáttmálin um réttindi fólks með fatlanir styður okkur í því. Við þurfum engin lög eða sáttamála. Við vitum með sjálfum okkur, okkar siðferðisvitund segir okkur að svona eigi ekki að fara með fólk.“ Ég er meinleysis grey 28. grein lögræðislaganna sé verst af þeim öllum. Hún gefi vakthafandi geðlækni leyfi til að framkalla þessa svokölluðu þvinguðu lyfjagjöf. 28. grein laganna. „Þessi grein verður bara að fara.“ Auðvitað eigi sjúklingurinn að geta sagt nei við lyfjum. „Auðvitað á lyfjagjöfin að vera í samvinnu og með fullri virðingu. Ef virðingin brestur er lítil von um bata. Þarna er þessum vakthafandi geðlækni gefið allt of mikið valda, sem spillir.“ Hann vísar til 28. greinarinnar þar sem segi að vakthafandi læknir geti aðeins tekið ákvörðun um lyfjagjöf ef hann sé sjálfum sér eða öðrum hættulegur, eða ef lífi hans og heilsu sé stefnt í voða. „Það hefur aldrei átt við um mig. Ég er meinleysis grey. Ég hef aldrei verið hættulegur sjálfum mér né öðrum. Bara af því valdið er til staðar þá er því misbeitt.“
Heilbrigðismál Víglínan Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira