Braut sóttvarnarreglur á EM við litla hrifningu þjálfara danska landsliðsins Anton Ingi Leifsson skrifar 7. desember 2020 17:45 Ambros Martin tók við Rússunum síðasta sumar. Sergei Bobylev/Getty Það virðast ekki allir geta farið eftir hörðum sóttvarnarreglum á EM í handbolta. EM kvenna í handbolta fer fram í Danmörku þessar vikurnar og þar gilda ansi harðar reglur. Það eru þó ekki allir sem fara eftir öllum reglunum sem settar hafa verið og það vekur kurr í öðrum liðum. Ambros Martín, þjálfari rússneska landsliðsins, braut reglurnar um helgina er hann fór úr „rauða svæðinu“ yfir í „bláa svæðið“ þar sem hann ræddi við framkvæmdastjóra rússneska sambandsins. EHF, evrópska handboltasambandið, hefur nú gefið Ambros aðvörun og tekur það skýrt fram í sinni yfirlýsingu. „EHF vill taka það fram að maður fær bara eina aðvörun. Verði reglurnar brotnar aftur þá verður viðkomandi vikið af mótinu,“ sagði EHF. Jesper Jensen håber, Ambros Martin får en kraftig advarsel for corona-brud - https://t.co/cxcOCcCYWN pic.twitter.com/qRHoep6iNC— HBOLD.dk (@HBOLDdk) December 7, 2020 Rússland hefur þar af leiðandi fengið aðvörun en einnig hefur Spánn, Serbía, Króatía og Tékkland fengið aðvörun fyrir að virða ekki reglurnar sem settar höfðu verið. Sjónvarpsstöðin TV 2 í Danmörku náði myndum af Martín er hann braut reglurnar. Danski landsliðsþjálfarinn Jesper Jensen var ekki sáttur þegar hann var spurður út í brot Ambros á reglunum. „Við erum lokuð inni og höfum ekki hitt fleiri en leikmenn og þjálfarar. Bara þessar 20 til 25 manneskjur sem búa á okkar hæð. Svo þetta er virkilega pirrandi að það séu ekki allir sem geti haldið sig innan reglanna,“ sagði hann. Hann bætti því við að hann vonaðist eftir því að Ambros myndi fá harða aðvörun. EM 2020 í handbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
EM kvenna í handbolta fer fram í Danmörku þessar vikurnar og þar gilda ansi harðar reglur. Það eru þó ekki allir sem fara eftir öllum reglunum sem settar hafa verið og það vekur kurr í öðrum liðum. Ambros Martín, þjálfari rússneska landsliðsins, braut reglurnar um helgina er hann fór úr „rauða svæðinu“ yfir í „bláa svæðið“ þar sem hann ræddi við framkvæmdastjóra rússneska sambandsins. EHF, evrópska handboltasambandið, hefur nú gefið Ambros aðvörun og tekur það skýrt fram í sinni yfirlýsingu. „EHF vill taka það fram að maður fær bara eina aðvörun. Verði reglurnar brotnar aftur þá verður viðkomandi vikið af mótinu,“ sagði EHF. Jesper Jensen håber, Ambros Martin får en kraftig advarsel for corona-brud - https://t.co/cxcOCcCYWN pic.twitter.com/qRHoep6iNC— HBOLD.dk (@HBOLDdk) December 7, 2020 Rússland hefur þar af leiðandi fengið aðvörun en einnig hefur Spánn, Serbía, Króatía og Tékkland fengið aðvörun fyrir að virða ekki reglurnar sem settar höfðu verið. Sjónvarpsstöðin TV 2 í Danmörku náði myndum af Martín er hann braut reglurnar. Danski landsliðsþjálfarinn Jesper Jensen var ekki sáttur þegar hann var spurður út í brot Ambros á reglunum. „Við erum lokuð inni og höfum ekki hitt fleiri en leikmenn og þjálfarar. Bara þessar 20 til 25 manneskjur sem búa á okkar hæð. Svo þetta er virkilega pirrandi að það séu ekki allir sem geti haldið sig innan reglanna,“ sagði hann. Hann bætti því við að hann vonaðist eftir því að Ambros myndi fá harða aðvörun.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira