Helena Ólafs um mál Jóns Þórs: Fyrst og fremst sorglegt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2020 19:46 Helena Ólafs ræddi við Rikka G um stöðu Jóns Þórs Haukssonar, landsliðsþjálfara kvenna. Stöð 2 Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Pepsi Max Markanna á Stöð 2 Sport, sem og fyrrum leikmaður og þjálfari íslenska landsliðsins, segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins í dag fyrst og fremst sorglega. Helena ræddi við Sportpakka Stöðvar 2 um stöðuna sem er komin upp hjá A-landsliði kvenna en það stefnir í að Jón Þor Hauksson verði látinn fara, skömmu eftir að hafa tryggt liðinu sæti á EM. Ísland vann 1-0 sigur gegn Ungverjum ytra og tryggði sér þar með sæti á EM í Englandi sumarið 2022. Jón Þór ku hafa farið yfir strikið í fagnaðarlátunum þar sem áfengi var við hönd og látið orð falla sem sæma ekki þjálfara. Er talið að leikmenn séu ekki lengur á hans bandi og staða hans sem landsliðsþjálfara hangir á bláþræði. Helena Ólafsdóttir er þáttastjórnandi Pepsi Max Markanna á Stöð 2 Sport, fyrrum leikmaður og þjálfari íslenska landsliðsins. „Í fyrsta lagi langar mig að segja að þetta er voðalega sorglegt mál, þegar liðið er komið í lokakeppni og við séum í rauninni að ræða þetta. Svona miðað við nýjustu fréttir í dag, að leikmenn ætli kannski ekki að gefa kost á sér í framhaldinu ef hann er við stjórn þá held ég að málið sé orðið svolítið þungt,“ sagði Helena um stöðuna. Hefði Jón Þór átt að segja af sér sjálfur? „Mögulega er það staðan. Það er erfitt að spá og spekúlera, við höfum heyrt ýmislegt og sögur breytast. Kannski er það þægilegra stundum - til að losna hreinlega við umtalið – að hætta bara sjálfur. Þetta er fyrst og fremst sorglegt en að sama skapi fróðlegt hvernig verður tekið á því.“ Getur Jón Þór náð „klefanum“ á sitt band að nýju? „Ég held að það fari alfarið eftir því hvað var sagt og hvernig það fór fram. Eins og ég segi, það er erfitt að geta í eyðurnar. Ef ekki er búið að skemma það mikið myndi ég telja að það væri möguleiki en þetta er erfitt, það er Covid og erfitt að hitta fólk.“ „Ég hreinlega veit það ekki, þetta snýst svo mikið um traust og skilning á milli manna. Vonandi er hægt að græða einhver sár. Svo verður bara KSÍ að meta þetta. Það var starfsmaður á þeirra vegum með í ferðinni og þau hafa þetta rétt, það er alveg öruggt.“ „Þetta er ekki skemmtilegt mál,“ sagði Helena að endingu. Klippa: Helena: Fyrst og fremst sorglegt Fótbolti Sportpakkinn KSÍ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Segja að KSÍ sé búið að ákveða að reka Jón Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ku hafa ákveðið að segja Jóni Þór Haukssyni upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta. 7. desember 2020 14:46 Segja grænt ljós á drykkju í Búdapest algjöra undantekningu Ekki er venjan að áfengi sé leyfilegt í ferðum íslensku fótboltalandsliðanna. Gerð var undantekning eftir að kvennalandsliðið tryggði sér sæti á EM í síðustu viku. 7. desember 2020 12:42 Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30 Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21 Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Helena ræddi við Sportpakka Stöðvar 2 um stöðuna sem er komin upp hjá A-landsliði kvenna en það stefnir í að Jón Þor Hauksson verði látinn fara, skömmu eftir að hafa tryggt liðinu sæti á EM. Ísland vann 1-0 sigur gegn Ungverjum ytra og tryggði sér þar með sæti á EM í Englandi sumarið 2022. Jón Þór ku hafa farið yfir strikið í fagnaðarlátunum þar sem áfengi var við hönd og látið orð falla sem sæma ekki þjálfara. Er talið að leikmenn séu ekki lengur á hans bandi og staða hans sem landsliðsþjálfara hangir á bláþræði. Helena Ólafsdóttir er þáttastjórnandi Pepsi Max Markanna á Stöð 2 Sport, fyrrum leikmaður og þjálfari íslenska landsliðsins. „Í fyrsta lagi langar mig að segja að þetta er voðalega sorglegt mál, þegar liðið er komið í lokakeppni og við séum í rauninni að ræða þetta. Svona miðað við nýjustu fréttir í dag, að leikmenn ætli kannski ekki að gefa kost á sér í framhaldinu ef hann er við stjórn þá held ég að málið sé orðið svolítið þungt,“ sagði Helena um stöðuna. Hefði Jón Þór átt að segja af sér sjálfur? „Mögulega er það staðan. Það er erfitt að spá og spekúlera, við höfum heyrt ýmislegt og sögur breytast. Kannski er það þægilegra stundum - til að losna hreinlega við umtalið – að hætta bara sjálfur. Þetta er fyrst og fremst sorglegt en að sama skapi fróðlegt hvernig verður tekið á því.“ Getur Jón Þór náð „klefanum“ á sitt band að nýju? „Ég held að það fari alfarið eftir því hvað var sagt og hvernig það fór fram. Eins og ég segi, það er erfitt að geta í eyðurnar. Ef ekki er búið að skemma það mikið myndi ég telja að það væri möguleiki en þetta er erfitt, það er Covid og erfitt að hitta fólk.“ „Ég hreinlega veit það ekki, þetta snýst svo mikið um traust og skilning á milli manna. Vonandi er hægt að græða einhver sár. Svo verður bara KSÍ að meta þetta. Það var starfsmaður á þeirra vegum með í ferðinni og þau hafa þetta rétt, það er alveg öruggt.“ „Þetta er ekki skemmtilegt mál,“ sagði Helena að endingu. Klippa: Helena: Fyrst og fremst sorglegt
Fótbolti Sportpakkinn KSÍ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Segja að KSÍ sé búið að ákveða að reka Jón Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ku hafa ákveðið að segja Jóni Þór Haukssyni upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta. 7. desember 2020 14:46 Segja grænt ljós á drykkju í Búdapest algjöra undantekningu Ekki er venjan að áfengi sé leyfilegt í ferðum íslensku fótboltalandsliðanna. Gerð var undantekning eftir að kvennalandsliðið tryggði sér sæti á EM í síðustu viku. 7. desember 2020 12:42 Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30 Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21 Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Segja að KSÍ sé búið að ákveða að reka Jón Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ku hafa ákveðið að segja Jóni Þór Haukssyni upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta. 7. desember 2020 14:46
Segja grænt ljós á drykkju í Búdapest algjöra undantekningu Ekki er venjan að áfengi sé leyfilegt í ferðum íslensku fótboltalandsliðanna. Gerð var undantekning eftir að kvennalandsliðið tryggði sér sæti á EM í síðustu viku. 7. desember 2020 12:42
Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30
Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21
Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05
Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti