Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2020 19:21 Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins segir breytingarnar sem þingmenn sameinuðust allir um þýddu að greiðslur til öryrkja hækkuðu í samræmi við launahækkanir. Vísir/Vilhelm Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum. Önnur umræða um frumvarp félagsmálaráðherra um framfærsluuppbót og eingreiðslu til öryrkja fór fram í dag og skiluðu fulltrúar allra flokka í velferðarnefnd sameiginlegu áliti í málinu. Upphæð tekjuuppbótar er uppfærð og síðan hækkuð um 3,6 prósent og dregið úr tekjutengingum til lækkunar bóta. Halla Signý Kristjánsdóttir segir þingheim leggja höfuðáherslu á að öryrkjum berist 50 þúsund króna skattfrjáls eingreiðsla fyrir jól.Vísir/Vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir annar varamaður velferðarnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins mælti fyrir nefndaráliti fulltrúa allra flokka. Hún sagði frumvarpið tryggja öryrkjum miðað við fullar bætur 50 þúsund króna skattfrjálsa eingreiðslu og öðrum miðað við hlutfall bóta sem ekki skerði aðrar greiðslur til þeirra. „Nefndin leggur áherslu á að sérstök eingreiðsla verði greidd út tímanlega fyrir jólin. Nefndin telur brýnt að tryggja hraðan framgang málsins og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt,“ segir Halla Signý. Guðmundur Ingi Kristinsson segir vinnubrögð fulltrúa flokka í velferðarnefnd hafa verið til fyrirmyndar í þessu máli.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins fagnaði því sérstaklega að allir flokkar skyldu sameinast um afgreiðslu málsins. Batnandi mönnum væri best að lifa. „Ég vona heitt og innilega þessi vinnubrögð sem við erum búin að sýna í þessu máli, hvernig við unnum þetta mál og koma því fyrir og hvernig er verið að setja þetta fram allir í sátt og samlyndi viti á gott. Þetta þurfum við að gera oftar og við þurfum að taka höndum saman og sjá til þess líka í þessu samhengi og gera það á þann hátt að við sjáum til þess að enginn þurfi að lifa í fátækt eða sárafátækt á Íslandi,“ sagði Guðmundur Ingi. Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Fátækum neitað um réttlæti Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. 12. október 2020 09:00 Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur. 19. maí 2020 19:20 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp félagsmálaráðherra um framfærsluuppbót og eingreiðslu til öryrkja fór fram í dag og skiluðu fulltrúar allra flokka í velferðarnefnd sameiginlegu áliti í málinu. Upphæð tekjuuppbótar er uppfærð og síðan hækkuð um 3,6 prósent og dregið úr tekjutengingum til lækkunar bóta. Halla Signý Kristjánsdóttir segir þingheim leggja höfuðáherslu á að öryrkjum berist 50 þúsund króna skattfrjáls eingreiðsla fyrir jól.Vísir/Vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir annar varamaður velferðarnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins mælti fyrir nefndaráliti fulltrúa allra flokka. Hún sagði frumvarpið tryggja öryrkjum miðað við fullar bætur 50 þúsund króna skattfrjálsa eingreiðslu og öðrum miðað við hlutfall bóta sem ekki skerði aðrar greiðslur til þeirra. „Nefndin leggur áherslu á að sérstök eingreiðsla verði greidd út tímanlega fyrir jólin. Nefndin telur brýnt að tryggja hraðan framgang málsins og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt,“ segir Halla Signý. Guðmundur Ingi Kristinsson segir vinnubrögð fulltrúa flokka í velferðarnefnd hafa verið til fyrirmyndar í þessu máli.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins fagnaði því sérstaklega að allir flokkar skyldu sameinast um afgreiðslu málsins. Batnandi mönnum væri best að lifa. „Ég vona heitt og innilega þessi vinnubrögð sem við erum búin að sýna í þessu máli, hvernig við unnum þetta mál og koma því fyrir og hvernig er verið að setja þetta fram allir í sátt og samlyndi viti á gott. Þetta þurfum við að gera oftar og við þurfum að taka höndum saman og sjá til þess líka í þessu samhengi og gera það á þann hátt að við sjáum til þess að enginn þurfi að lifa í fátækt eða sárafátækt á Íslandi,“ sagði Guðmundur Ingi.
Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Fátækum neitað um réttlæti Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. 12. október 2020 09:00 Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur. 19. maí 2020 19:20 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fátækum neitað um réttlæti Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. 12. október 2020 09:00
Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur. 19. maí 2020 19:20