Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. desember 2020 18:07 Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og Evrópumeistari með Lyon, hefur tjáð sig um hvað fór fram í Ungverjalandi og umfjöllun í kringum málið. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. Eftir 1-0 sigurinn mun Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, hafa farið yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn liðsins. Í kjölfarið spruttu upp allskyns sögur um hvað hefði farið fram er liðið fagnaði sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Jón Þór sagði af sér í kjölfarið og nú hefur Sara Björk birti tvær færslur á Twitter-síðu sinni vegna málsins. Önnur ber heitið „Fyrir mína hönd“ og hin „Fyrir hönd leikmanna.“ Í færslunni sem ber heitið „Fyrir mína hönd“ segist Sara Björk vilja svara fyrir þau ummæli sem hafa átt sér stað í fjölmiðlum að hún hafi haft áhrif á ákvörðun varðandi starf Jóns Þórs sem landsliðsþjálfara. „Ég sem leikmaður Íslands og sem manneskja get ekki setið á mér og horft upp á fjölmiðla fjalla um ósannar fullyrðingar um mig persónulega án þess að svara fyrir mig,“ segir í færslu Söru Bjarkar. Þá er hún ósátt með alhæfingar í fjölmiðlum og segir ósannar fullyrðingar búa til ímynd af henni sem er einfaldlega röng. „Ég vil því taka það fram að sem leikmaður hef ég alltaf sett mér það að í liði eru allir jafnir. Sama hvaða hlutverk fólk fær að þá erum við öll í sama liðinu og hvorki ég né neinn annar hefur meira atkvæðavægi en aðrir í liðinu,“ bætti Sara Björk við. Þá sagði hún að KSÍ sæi alfarið um að ákveða hver væri landsliðsþjálfari. „… snýst málið um að brotið var á leikmönnum liðsins og ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum og hugsa um hag þeirra og hópsins sem heild. KSÍ hefur tekið ákvörðun. Hér með er ég búin að tjá mig um þeta mál.“ Fyrir mína hönd pic.twitter.com/XK9Abjk01y— Sara Björk (@sarabjork18) December 9, 2020 Sara Björk segir hegðun Jóns Þórs hafa verið óásættanlega gagnvart hluta hópsins að loknum sigrinum gegn Ungverjalandi. „Þar átti hann persónuleg samtöl við leikmenn um önnur mál en fótbolta sem hafa valdið trúnaðarbresti milli hans og leikmanna liðsins,“ segir Sara Björk í síðara tístinu. Landsliðsfyrirliðinn tekur fram að KSÍ ráði hver gegni starfi landsliðsþjálfara og er ósátt með uppspuna fjölmiðla varðandi það hvort ákveðnir leikmenn myndu ekki gefa kost á sér ef Jón Þór hefði haldið áfram sem þjálfari. „Slík umræða hefur aldrei átt sér stað innan leikmannahópsins og mótmælir hópurinn slíkum fréttaflutningi harðlega. Leikmönnum finnst sorglegt að umfjöllun um framtíð Jóns Þórs sé farin að færast yfir í vangaveltur um áhrif leikmanna liðsins á niðurstöðu málsins.“ Sara Björk segir leikmenn bera fullt traust til KSÍ varðandi úrlausn málsins. Að lokum segir hún hópinn mjög ánægðan með að hafa náð markmiði sínu að komast á EM 2022. „Það eina sem við hugsum um núna er að undirbúa okkur sem allra best fyrir komandi keppni. Við erum mjög einbeittar í undirbúningi fyrir verkefni og við ætlum að gera landsmenn stolfa af okkur í Englandi,“ sagði Sara Björk að lokum. Fyrir hönd leikmanna pic.twitter.com/Hul639QJm2— Sara Björk (@sarabjork18) December 9, 2020 Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum í kringum málið en Vísir tók saman það helsta fyrr í dag. Þá var einnig farið yfir hvaða þjálfarar koma til greina sem arftaki Jón Þórs með íslenska kvennalandsliðið. Fótbolti EM 2021 í Englandi KSÍ Tengdar fréttir Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30 Segja að KSÍ sé búið að ákveða að reka Jón Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ku hafa ákveðið að segja Jóni Þór Haukssyni upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta. 7. desember 2020 14:46 Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04 Segir að starfslokin hafi alfarið verið milli KSÍ og Jóns Þórs og engin pressa hafi verið frá leikmönnum Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um starfslok Jóns Þórs Haukssonar sem er hættur með kvennalandsliðið í fótbolta. Hann neitaði því að leikmenn liðsins hefðu sett pressu á KSÍ að skipta um landsliðsþjálfara. 8. desember 2020 16:59 „Vissi ekki að kvenfyrirlitning, karlremba og vanvirðing kæmust saman í eitt tíst“ Heitar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum hjá þeim sem hafa tekið til varna fyrir Jón Þór Hauksson, fráfarandi þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. 9. desember 2020 16:26 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Eftir 1-0 sigurinn mun Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, hafa farið yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn liðsins. Í kjölfarið spruttu upp allskyns sögur um hvað hefði farið fram er liðið fagnaði sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Jón Þór sagði af sér í kjölfarið og nú hefur Sara Björk birti tvær færslur á Twitter-síðu sinni vegna málsins. Önnur ber heitið „Fyrir mína hönd“ og hin „Fyrir hönd leikmanna.“ Í færslunni sem ber heitið „Fyrir mína hönd“ segist Sara Björk vilja svara fyrir þau ummæli sem hafa átt sér stað í fjölmiðlum að hún hafi haft áhrif á ákvörðun varðandi starf Jóns Þórs sem landsliðsþjálfara. „Ég sem leikmaður Íslands og sem manneskja get ekki setið á mér og horft upp á fjölmiðla fjalla um ósannar fullyrðingar um mig persónulega án þess að svara fyrir mig,“ segir í færslu Söru Bjarkar. Þá er hún ósátt með alhæfingar í fjölmiðlum og segir ósannar fullyrðingar búa til ímynd af henni sem er einfaldlega röng. „Ég vil því taka það fram að sem leikmaður hef ég alltaf sett mér það að í liði eru allir jafnir. Sama hvaða hlutverk fólk fær að þá erum við öll í sama liðinu og hvorki ég né neinn annar hefur meira atkvæðavægi en aðrir í liðinu,“ bætti Sara Björk við. Þá sagði hún að KSÍ sæi alfarið um að ákveða hver væri landsliðsþjálfari. „… snýst málið um að brotið var á leikmönnum liðsins og ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum og hugsa um hag þeirra og hópsins sem heild. KSÍ hefur tekið ákvörðun. Hér með er ég búin að tjá mig um þeta mál.“ Fyrir mína hönd pic.twitter.com/XK9Abjk01y— Sara Björk (@sarabjork18) December 9, 2020 Sara Björk segir hegðun Jóns Þórs hafa verið óásættanlega gagnvart hluta hópsins að loknum sigrinum gegn Ungverjalandi. „Þar átti hann persónuleg samtöl við leikmenn um önnur mál en fótbolta sem hafa valdið trúnaðarbresti milli hans og leikmanna liðsins,“ segir Sara Björk í síðara tístinu. Landsliðsfyrirliðinn tekur fram að KSÍ ráði hver gegni starfi landsliðsþjálfara og er ósátt með uppspuna fjölmiðla varðandi það hvort ákveðnir leikmenn myndu ekki gefa kost á sér ef Jón Þór hefði haldið áfram sem þjálfari. „Slík umræða hefur aldrei átt sér stað innan leikmannahópsins og mótmælir hópurinn slíkum fréttaflutningi harðlega. Leikmönnum finnst sorglegt að umfjöllun um framtíð Jóns Þórs sé farin að færast yfir í vangaveltur um áhrif leikmanna liðsins á niðurstöðu málsins.“ Sara Björk segir leikmenn bera fullt traust til KSÍ varðandi úrlausn málsins. Að lokum segir hún hópinn mjög ánægðan með að hafa náð markmiði sínu að komast á EM 2022. „Það eina sem við hugsum um núna er að undirbúa okkur sem allra best fyrir komandi keppni. Við erum mjög einbeittar í undirbúningi fyrir verkefni og við ætlum að gera landsmenn stolfa af okkur í Englandi,“ sagði Sara Björk að lokum. Fyrir hönd leikmanna pic.twitter.com/Hul639QJm2— Sara Björk (@sarabjork18) December 9, 2020 Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum í kringum málið en Vísir tók saman það helsta fyrr í dag. Þá var einnig farið yfir hvaða þjálfarar koma til greina sem arftaki Jón Þórs með íslenska kvennalandsliðið.
Fótbolti EM 2021 í Englandi KSÍ Tengdar fréttir Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30 Segja að KSÍ sé búið að ákveða að reka Jón Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ku hafa ákveðið að segja Jóni Þór Haukssyni upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta. 7. desember 2020 14:46 Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04 Segir að starfslokin hafi alfarið verið milli KSÍ og Jóns Þórs og engin pressa hafi verið frá leikmönnum Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um starfslok Jóns Þórs Haukssonar sem er hættur með kvennalandsliðið í fótbolta. Hann neitaði því að leikmenn liðsins hefðu sett pressu á KSÍ að skipta um landsliðsþjálfara. 8. desember 2020 16:59 „Vissi ekki að kvenfyrirlitning, karlremba og vanvirðing kæmust saman í eitt tíst“ Heitar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum hjá þeim sem hafa tekið til varna fyrir Jón Þór Hauksson, fráfarandi þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. 9. desember 2020 16:26 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51
Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05
Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30
Segja að KSÍ sé búið að ákveða að reka Jón Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ku hafa ákveðið að segja Jóni Þór Haukssyni upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta. 7. desember 2020 14:46
Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04
Segir að starfslokin hafi alfarið verið milli KSÍ og Jóns Þórs og engin pressa hafi verið frá leikmönnum Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um starfslok Jóns Þórs Haukssonar sem er hættur með kvennalandsliðið í fótbolta. Hann neitaði því að leikmenn liðsins hefðu sett pressu á KSÍ að skipta um landsliðsþjálfara. 8. desember 2020 16:59
„Vissi ekki að kvenfyrirlitning, karlremba og vanvirðing kæmust saman í eitt tíst“ Heitar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum hjá þeim sem hafa tekið til varna fyrir Jón Þór Hauksson, fráfarandi þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. 9. desember 2020 16:26
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn