Höfða mál gegn Facebook og vilja slíta Instagram og WhatsApp frá fyrirtækinu Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2020 09:11 AP/Jeff Chiu Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) og yfirvöld 48 ríkja og héraða hafa höfðað mál gegn Facebook og saka fyrirtækið um brot á samkeppnislögum. Forsvarsmenn Facebook eru sakaðir um að hafa misnotað yfirráðandi markaðsstöðu fyrirtækisins til að berja niður alla samkeppni og fara fram á að fyrirtækið selji samfélagsmiðilinn Instagram og skilaboðaþjónustuna WhatsApp. Um er að ræða tvær lögsóknir. Eina á vegum FTC, sem stýrt er af Repúblikana, og eina á vegum ríkjanna, en sú lögsókn er leidd af dómsmálaráðherra New York og hún er Demókrati. Letita James, dómsmálaráðherra New York, sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að verið væri að senda Facebook og öðrum fyrirtækjum skilaboð um að viðleitni þeirra til að draga úr samkeppni og nýsköpun yrði ekki liðin. Í lögsóknunum segir að markaðsstaða fyrirtækisins hafi komið niður á valmöguleikum notenda og skaðað friðhelgi þeirra. Ráðamenn í Washington DC hafa að mestu látið Facebook og aðra tæknirisa Bandaríkjanna afskiptalausa um árabil. Það er að breytast og hefur í raun breyst. Nú vilja meðlimir beggja flokka í Bandaríkjunum og ráðamenn í Evrópu sömuleiðis koma böndum á þessi fyrirtæki. Í umfjöllun AP fréttaveitunnar segir að litlar líkur séu á því að þessi þrýstingur gegn Facebook, Google, Amazon og Apple muni hætta á næstunni. Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur til að mynda sagt að skoða ætti af alvöru að skipta þessum fyrirtækjum í smærri hluta. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði sambærilegt mál gegn Google í síðasta mánuði. Facebook segir yfirlýsingar yfirvalda vera afbökun á sögunni og að til standi að refsa vel heppnuðum fyrirtækjum. Þá tók lögmaður fyrirtækisins fram í gærkvöldi að FTC hefði samþykkt kaup Facebook á bæði Instagram og WhatsApp á árum áður. Facebook er stærsti samfélagsmiðill heims með um 2,7 milljarða notenda á heimsvísu. Það notar persónuupplýsingar notenda til að beina auglýsingum að þeim og er auglýsingasala lang stærsta tekjulind fyrirtækisins. Í fyrra þénaði Facebook rúmlega 70 milljarða dala á sölu auglýsinga. Bandaríkin Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Um er að ræða tvær lögsóknir. Eina á vegum FTC, sem stýrt er af Repúblikana, og eina á vegum ríkjanna, en sú lögsókn er leidd af dómsmálaráðherra New York og hún er Demókrati. Letita James, dómsmálaráðherra New York, sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að verið væri að senda Facebook og öðrum fyrirtækjum skilaboð um að viðleitni þeirra til að draga úr samkeppni og nýsköpun yrði ekki liðin. Í lögsóknunum segir að markaðsstaða fyrirtækisins hafi komið niður á valmöguleikum notenda og skaðað friðhelgi þeirra. Ráðamenn í Washington DC hafa að mestu látið Facebook og aðra tæknirisa Bandaríkjanna afskiptalausa um árabil. Það er að breytast og hefur í raun breyst. Nú vilja meðlimir beggja flokka í Bandaríkjunum og ráðamenn í Evrópu sömuleiðis koma böndum á þessi fyrirtæki. Í umfjöllun AP fréttaveitunnar segir að litlar líkur séu á því að þessi þrýstingur gegn Facebook, Google, Amazon og Apple muni hætta á næstunni. Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur til að mynda sagt að skoða ætti af alvöru að skipta þessum fyrirtækjum í smærri hluta. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði sambærilegt mál gegn Google í síðasta mánuði. Facebook segir yfirlýsingar yfirvalda vera afbökun á sögunni og að til standi að refsa vel heppnuðum fyrirtækjum. Þá tók lögmaður fyrirtækisins fram í gærkvöldi að FTC hefði samþykkt kaup Facebook á bæði Instagram og WhatsApp á árum áður. Facebook er stærsti samfélagsmiðill heims með um 2,7 milljarða notenda á heimsvísu. Það notar persónuupplýsingar notenda til að beina auglýsingum að þeim og er auglýsingasala lang stærsta tekjulind fyrirtækisins. Í fyrra þénaði Facebook rúmlega 70 milljarða dala á sölu auglýsinga.
Bandaríkin Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira