Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2020 11:01 Sara Björk í leik gegn Juventus í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrr í þessari viku. Giuseppe Cottini/Getty Images Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. Sara Björk uppfyllti langþráðan draum þegar hún varð Evrópumeistari með Lyon nú í haust. Þar mætti hún sínu fyrrum liði Wolfsburg og skoraði Sara Björk skoraði eitt af þremur mörkum Lyon í 3-1 sigri. Sara Björk hefur átt góðu gengi að fagna en Wolfsburg varð þýskur meistari áður en hún flutti sig um set til Frakklands. Lyon tapaði nokkuð óvænt fyrir Paris Saint-Germain í frönsku deildinni og er í 2. sæti deildarinnar sem stendur, stigi á eftir PSG þegar bæði lið hafa leikið tíu leiki. Þá er Sara Björk fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á sínu fjórða Evrópumóti í röð með 1-0 sigri á Ungverjalandi ytra fyrir ekki svo löngu síðan. Þá sló hún leikjamet íslenska kvennalandsliðið á árinu en Sara hefur nú leikið alls 136 leiki A-landsleiki fyrir Íslands hönd. The 100 best female footballers in the world 2020: Nos 100-11. In collaboration with @OffsideRulePod https://t.co/QPZMSen7rD pic.twitter.com/YB1YE6tzDT— Guardian sport (@guardian_sport) December 10, 2020 Guardian velur ár hvert bestu knattspyrnukonur í heimi og sem stendur er búið birta allt nema efstu tíu leikmenn listans. Sara Björk er þar í 24. sæti eins og áður segir. „Gunnarsdóttir átti enn eitt frábært árið, með áhugaverðum snúning að þessu sinni. Eftir að yfirgefa Wolfsburg um mitt sumar og fara til Lyon þá mætti hún sínu fyrrum félagi í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem var frestað vegna kórónufaraldursins. Ekki nóg emð að mæta sínu fyrrum félagi þá gerði hún gott betur og skoraði gegn þeim einnig,“ segir í umsögn Guardian um Söru Björk. „Fáir miðjumenn eru klókari en hún á vellinum. Fáir leikmenn búa yfir jafn góðum leikskilning og Sara Björk eða þá hæfileika hennar til að stjórna miðjuspili og staðsetja sig rétt til að brjóta upp sóknir andstæðinganna. Þessir eiginleikar þýða að Sara Björk situr að venju ofarlega á listanum,“ sagði einnig í umsögn miðilsins um landsliðsfyrirliða Íslands. Ekki er langt síðan miðillinn FourFourTwo birti svipaðan lista og þar var Sara meðal tuttgu efstu leikmanna listans. Fótbolti Franski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara og stöllur í fínum málum eftir síðari hálfleikinn í Tórínó Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon eru í fínum málum eftir 3-2 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. desember 2020 15:54 Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31 Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ 1. desember 2020 21:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Sjá meira
Sara Björk uppfyllti langþráðan draum þegar hún varð Evrópumeistari með Lyon nú í haust. Þar mætti hún sínu fyrrum liði Wolfsburg og skoraði Sara Björk skoraði eitt af þremur mörkum Lyon í 3-1 sigri. Sara Björk hefur átt góðu gengi að fagna en Wolfsburg varð þýskur meistari áður en hún flutti sig um set til Frakklands. Lyon tapaði nokkuð óvænt fyrir Paris Saint-Germain í frönsku deildinni og er í 2. sæti deildarinnar sem stendur, stigi á eftir PSG þegar bæði lið hafa leikið tíu leiki. Þá er Sara Björk fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á sínu fjórða Evrópumóti í röð með 1-0 sigri á Ungverjalandi ytra fyrir ekki svo löngu síðan. Þá sló hún leikjamet íslenska kvennalandsliðið á árinu en Sara hefur nú leikið alls 136 leiki A-landsleiki fyrir Íslands hönd. The 100 best female footballers in the world 2020: Nos 100-11. In collaboration with @OffsideRulePod https://t.co/QPZMSen7rD pic.twitter.com/YB1YE6tzDT— Guardian sport (@guardian_sport) December 10, 2020 Guardian velur ár hvert bestu knattspyrnukonur í heimi og sem stendur er búið birta allt nema efstu tíu leikmenn listans. Sara Björk er þar í 24. sæti eins og áður segir. „Gunnarsdóttir átti enn eitt frábært árið, með áhugaverðum snúning að þessu sinni. Eftir að yfirgefa Wolfsburg um mitt sumar og fara til Lyon þá mætti hún sínu fyrrum félagi í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem var frestað vegna kórónufaraldursins. Ekki nóg emð að mæta sínu fyrrum félagi þá gerði hún gott betur og skoraði gegn þeim einnig,“ segir í umsögn Guardian um Söru Björk. „Fáir miðjumenn eru klókari en hún á vellinum. Fáir leikmenn búa yfir jafn góðum leikskilning og Sara Björk eða þá hæfileika hennar til að stjórna miðjuspili og staðsetja sig rétt til að brjóta upp sóknir andstæðinganna. Þessir eiginleikar þýða að Sara Björk situr að venju ofarlega á listanum,“ sagði einnig í umsögn miðilsins um landsliðsfyrirliða Íslands. Ekki er langt síðan miðillinn FourFourTwo birti svipaðan lista og þar var Sara meðal tuttgu efstu leikmanna listans.
Fótbolti Franski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara og stöllur í fínum málum eftir síðari hálfleikinn í Tórínó Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon eru í fínum málum eftir 3-2 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. desember 2020 15:54 Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31 Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ 1. desember 2020 21:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Sjá meira
Sara og stöllur í fínum málum eftir síðari hálfleikinn í Tórínó Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon eru í fínum málum eftir 3-2 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. desember 2020 15:54
Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31
Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ 1. desember 2020 21:30
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti