Deila um tölur snýst raunverulega um umfang og forgangsröðun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2020 11:45 Málið virðist ekki snúast um hvað torgið kostaði, heldur heildarumfang verksins og forgangsröðun. Framkvæmdakostnaður Reykjavíkurborgar vegna Óðinstorgs nam 60,6 milljónum króna samkvæmt svari fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar en heildarkostnaður framkvæmda á torginu og í nágrenni var 474 milljónir króna. Samþykktar fjárheimildir til verksins nema 505 milljónum króna. Það voru borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sem spurðust fyrir um kostnaðinn en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sá sig tilneyddan til að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum eftir að Vigdís Hauksdóttir, umræddur áheyrnarfulltrúi, hélt því fram á sama vettvangi að kostnaður Reykavíkurborgar vegna „torg hins himneska Dags“ hefði verið nær hálfur milljarður króna. Dagur greindi frá því að kostnaður við torgið sjálft hefði raunar verið um 60 milljónir og að torgið væri ekki sitt, heldur ætti heiðurinn að hugmyndinni Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona „í því sem þá hét Miðborgarstjórn.“ Borgin og borgarbúar geta að mínu mati verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs. Tek eftir því að Vigdís Hauksdóttir og...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, December 10, 2020 Um hvað snýst málið? Málið virðist að hluta hártog þar sem aðilar eru að vísa í nákvæmlega sömu tölurnar. Það er rétt að kostnaður við Óðinstorg nam, samkvæmt svarinu sem lagt var fram á fundi borgarráðs í gær, sannarlega 60 milljónum króna. Hins vegar virðist umkvörtunarefnið ekki nákvæmar tölur heldur heildarumfang verksins. Þannig vill Vigdís meina að „aðilar hafi verið blekktir“ þegar verkið var kynnt. Á þeim tíma hefði öll áhersla verið lögð á Óðinstorg og Týsgötu að hluta en á endanum hafi miklu stærra svæði verið undir. Þá gagnrýna borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins forgangsröðun verkefnisins umfram önnur brýnni mál. Torg hins himneska Dags/Óðistorg ;-) Verðmiðinn er kominn hér er bókun mín í málinu "Flott og dýrt skal það vera á...Posted by Vigdís Hauksdóttir on Thursday, December 10, 2020 Lagnaframkvæmdirnar dýrastar Í svörum borgarmeirihlutans er vissulega gengist við því að verkið hafi verið umfangsmeira en svo að snúast bara um Óðinstorg og Týsgötu. Þar segir að framkvæmdasvæðið hafi náð til Skólavörðustígs, Óðinsgötu, Spítalastígs, Týsgötu, Lokastígs, Freyjutorg, Freyjugötu, Bjargarstígs og Óðinsgötu við Freyjutorg. Þá bendir meirihlutinn á að stærstur hluti kostnaðarins sé til komin vegna meira en 100 ára gamalla lagna undir svæðinu, sem hafi verið löngu komnar á tíma og stefnt að því frá hruni að skipta um. Borgarbúar geta verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs, segir Dagur. Fundargerð borgarráðs 10. desember. Tengd skjöl Framkvaemdakostnadur_vid_Odinstorg_og_nagrenniPDF406KBSækja skjal Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira
Samþykktar fjárheimildir til verksins nema 505 milljónum króna. Það voru borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sem spurðust fyrir um kostnaðinn en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sá sig tilneyddan til að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum eftir að Vigdís Hauksdóttir, umræddur áheyrnarfulltrúi, hélt því fram á sama vettvangi að kostnaður Reykavíkurborgar vegna „torg hins himneska Dags“ hefði verið nær hálfur milljarður króna. Dagur greindi frá því að kostnaður við torgið sjálft hefði raunar verið um 60 milljónir og að torgið væri ekki sitt, heldur ætti heiðurinn að hugmyndinni Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona „í því sem þá hét Miðborgarstjórn.“ Borgin og borgarbúar geta að mínu mati verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs. Tek eftir því að Vigdís Hauksdóttir og...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, December 10, 2020 Um hvað snýst málið? Málið virðist að hluta hártog þar sem aðilar eru að vísa í nákvæmlega sömu tölurnar. Það er rétt að kostnaður við Óðinstorg nam, samkvæmt svarinu sem lagt var fram á fundi borgarráðs í gær, sannarlega 60 milljónum króna. Hins vegar virðist umkvörtunarefnið ekki nákvæmar tölur heldur heildarumfang verksins. Þannig vill Vigdís meina að „aðilar hafi verið blekktir“ þegar verkið var kynnt. Á þeim tíma hefði öll áhersla verið lögð á Óðinstorg og Týsgötu að hluta en á endanum hafi miklu stærra svæði verið undir. Þá gagnrýna borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins forgangsröðun verkefnisins umfram önnur brýnni mál. Torg hins himneska Dags/Óðistorg ;-) Verðmiðinn er kominn hér er bókun mín í málinu "Flott og dýrt skal það vera á...Posted by Vigdís Hauksdóttir on Thursday, December 10, 2020 Lagnaframkvæmdirnar dýrastar Í svörum borgarmeirihlutans er vissulega gengist við því að verkið hafi verið umfangsmeira en svo að snúast bara um Óðinstorg og Týsgötu. Þar segir að framkvæmdasvæðið hafi náð til Skólavörðustígs, Óðinsgötu, Spítalastígs, Týsgötu, Lokastígs, Freyjutorg, Freyjugötu, Bjargarstígs og Óðinsgötu við Freyjutorg. Þá bendir meirihlutinn á að stærstur hluti kostnaðarins sé til komin vegna meira en 100 ára gamalla lagna undir svæðinu, sem hafi verið löngu komnar á tíma og stefnt að því frá hruni að skipta um. Borgarbúar geta verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs, segir Dagur. Fundargerð borgarráðs 10. desember. Tengd skjöl Framkvaemdakostnadur_vid_Odinstorg_og_nagrenniPDF406KBSækja skjal
Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira