Matthías lagði upp fyrsta mark Vålerenga er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Víking á útivelli í Íslendingaslag.
Matthías lagði upp markið fyrir Aron Donnum en hann skoraði fyrra markið á 45. mínútu.
Donnum bætti við öðru marki á fjórðu mínútu síðari hálfleiks áður en Víkingar minnkuðu muninn átta mínútum fyrir leikslok. Þeir jöfnuðu svo metin á 89. mínútu.
Matthías var skipt af velli á 78. mínútu og í hans stað kom Viðar Örn Kjartansson inn á. Vålerenga er í 3. sætinu, með sex stiga forskot á Rosenborg er síðar nefnda liðið á tvo leiki eftir.
Viking er hins vegar í 6. sætinu en Axel Óskar Andrésson fór af velli á 17. mínútu. Samúel Kári Friðjónsson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu.