Markmiðið að uppbyggingin hefjist sem fyrst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2020 10:32 Umrætt svæði. Mynd/Kollgáta Tillögur að breytingum á miðbæjarskipulagi Akureyrar voru kynntar í gær. Breytingarnar miða að því að uppbyggingin geti hafist sem fyrst. Tillögurnar voru kynntar á rafrænum íbúafundi í gær, sem horfa má á hér fyrir neðan. Horft er til þess að um tuttugu þúsund fermetrar af nýju húsnæði rísi á svæði sem nú er að mestu bílastæði. Um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var árið 2014. Svæðið sem breytingarnar ná til afmarkast við Glerárgötu, Kaupvangsstræti, Skipagötu, Hofsbót og Strandgötu. Á vef Akureyrarbæjar segir að markmiðið sé að nýta betur opið landrými á milli Skipagötu og Glerárgötu með nýjum húsaröðum, stækka þannig miðbæinn og bæta tengingu við höfnina og Hof með rúmgóðum austur-vestur gönguásum. Helstu breytingarnar eru þær að Glerárgata, þjóðvegur 1, verður áfram 2+2 vegur í núverandi legu, en gert er ráð fyrir þrengingu á einum stað með gönguþverun. Samkvæmt því skipulagi sem nú er í gildi átti að þrengja Glerárgötu en þar sem ekki hefur náðst samkomulag um það minnka lóðirnar og byggingareitirnir frá gildandi skipulagi. Gert er ráð fyrir að hæð þeirra bygginga sem muni rísa verðu að mestu þrjár hæðir, með inndreginni fjórðu hæð. Gerð er krafa um að á jarðhæð nýrra bygginga sem snúa að Skipagötu, Hofsbót og austur-vestur gönguásum verði lifandi starfsemi, svo sem verslanir, veitingastaðir, þjónusta og menningarstarfsemi sem stuðli að fjölbreyttu miðbæjarlífi. Þverun yfir Glerárgötu.Kollgáta. Auk þess er til að hluti Skipagötu verði einstefna til suðurs og að sama gildi um Hofsbót frá Skipagötu að Strandgötu. Þá er gert ráð fyrir nýjum og afmörkuðum hjólastíg eftir Skipagötu sem og reiðhjólastæðum og -skýlum fyrir almenning í miðbænum, auk þess sem kvöð er sett um reiðhjólageymslur í öllum nýjum byggingum innan svæðisins. Í tilkynningu frá bænum er haft eftir Hildi Jönu Gísladóttur bæjarfulltrúa og formanni stýrihóps um uppbyggingu miðbæjarsins að vonast sé til að með þessari tillögu geti uppbygging hafist hið fyrsta. Akureyri Skipulag Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Tillögurnar voru kynntar á rafrænum íbúafundi í gær, sem horfa má á hér fyrir neðan. Horft er til þess að um tuttugu þúsund fermetrar af nýju húsnæði rísi á svæði sem nú er að mestu bílastæði. Um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var árið 2014. Svæðið sem breytingarnar ná til afmarkast við Glerárgötu, Kaupvangsstræti, Skipagötu, Hofsbót og Strandgötu. Á vef Akureyrarbæjar segir að markmiðið sé að nýta betur opið landrými á milli Skipagötu og Glerárgötu með nýjum húsaröðum, stækka þannig miðbæinn og bæta tengingu við höfnina og Hof með rúmgóðum austur-vestur gönguásum. Helstu breytingarnar eru þær að Glerárgata, þjóðvegur 1, verður áfram 2+2 vegur í núverandi legu, en gert er ráð fyrir þrengingu á einum stað með gönguþverun. Samkvæmt því skipulagi sem nú er í gildi átti að þrengja Glerárgötu en þar sem ekki hefur náðst samkomulag um það minnka lóðirnar og byggingareitirnir frá gildandi skipulagi. Gert er ráð fyrir að hæð þeirra bygginga sem muni rísa verðu að mestu þrjár hæðir, með inndreginni fjórðu hæð. Gerð er krafa um að á jarðhæð nýrra bygginga sem snúa að Skipagötu, Hofsbót og austur-vestur gönguásum verði lifandi starfsemi, svo sem verslanir, veitingastaðir, þjónusta og menningarstarfsemi sem stuðli að fjölbreyttu miðbæjarlífi. Þverun yfir Glerárgötu.Kollgáta. Auk þess er til að hluti Skipagötu verði einstefna til suðurs og að sama gildi um Hofsbót frá Skipagötu að Strandgötu. Þá er gert ráð fyrir nýjum og afmörkuðum hjólastíg eftir Skipagötu sem og reiðhjólastæðum og -skýlum fyrir almenning í miðbænum, auk þess sem kvöð er sett um reiðhjólageymslur í öllum nýjum byggingum innan svæðisins. Í tilkynningu frá bænum er haft eftir Hildi Jönu Gísladóttur bæjarfulltrúa og formanni stýrihóps um uppbyggingu miðbæjarsins að vonast sé til að með þessari tillögu geti uppbygging hafist hið fyrsta.
Akureyri Skipulag Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira