Skólum og verslunum lokað í Þýskalandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. desember 2020 13:00 Angela Merkel kynnti í dag hertar aðgerðir sem taka gild á miðvikudaginn í Þýskalandi. EPA/RAINER KEUENHOF Angela Merkel Þýskalandskanslari boðaði í dag verulega hertar aðgerðir í Þýskalandi vegna covid-19. Meðal annars stendur til að loka verslunum, skólum og barnadaggæslu. Nýjar reglur munu taka gildi frá og með næsta miðvikudegi að því er Deutsche Welle greinir frá. Ráðstafanirnar sem taka gildi á miðvikudag verða í gildi að minnsta kosti til 10. janúar í von um að draga úr útbreiðslu covid-19, í þessari annarri bylgju faraldursins í Evrópu. Mikið álag hefur verið á heilbrigðiskerfið í Þýskalandi líkt og víða annars staðar. Viðbúið er að hertar ráðstafanir muni hafa gríðarleg áhrif á verslunarmenn, menntakerfið og almenning allan nú í aðdraganda jólanna. Allar „ónauðsynlegar verslanir og þjónusta“ skulu vera lokaðar til 10. janúar og má þar meðal annars nefna hárgreiðslustofur sem hafa verið opnar undanfarið. Þá eru skólar hvattir til að senda nemendur heim og halda áfram kennslu um netið auk þess sem mælst er til þess að jólafríið verði lengt til 10. janúar. Leikskólum verður jafnframt lokað en foreldrum verður gert kleift að taka launað leyfi til að annast börn sín. Atvinnurekendur eru hvattir til að láta starfsfólk vinna heima og neysla áfengis á almannafæri verður óheimil. Trúarstofnunum verður heimilt að halda starfsemi gangandi og halda helgiathafnir sé öllum hreinlætis- og sóttvarnareglum fylgt en fjöldasöngur verður ekki heimilaður. Ríki þýska sambandsríkisins hafa ennþá hug á að slaka á reglum milli 24. og 26. desember svo nánasta fjölskylda geti varið jólunum saman. Hvert heimili má í þessa þrjá daga bjóða allt að fjórum fullorðnum frá öðrum heimilum í heimsókn en aðeins úr nánustu fjölskyldu. Börn undir fjórtán ára aldri teljast ekki með. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Ráðstafanirnar sem taka gildi á miðvikudag verða í gildi að minnsta kosti til 10. janúar í von um að draga úr útbreiðslu covid-19, í þessari annarri bylgju faraldursins í Evrópu. Mikið álag hefur verið á heilbrigðiskerfið í Þýskalandi líkt og víða annars staðar. Viðbúið er að hertar ráðstafanir muni hafa gríðarleg áhrif á verslunarmenn, menntakerfið og almenning allan nú í aðdraganda jólanna. Allar „ónauðsynlegar verslanir og þjónusta“ skulu vera lokaðar til 10. janúar og má þar meðal annars nefna hárgreiðslustofur sem hafa verið opnar undanfarið. Þá eru skólar hvattir til að senda nemendur heim og halda áfram kennslu um netið auk þess sem mælst er til þess að jólafríið verði lengt til 10. janúar. Leikskólum verður jafnframt lokað en foreldrum verður gert kleift að taka launað leyfi til að annast börn sín. Atvinnurekendur eru hvattir til að láta starfsfólk vinna heima og neysla áfengis á almannafæri verður óheimil. Trúarstofnunum verður heimilt að halda starfsemi gangandi og halda helgiathafnir sé öllum hreinlætis- og sóttvarnareglum fylgt en fjöldasöngur verður ekki heimilaður. Ríki þýska sambandsríkisins hafa ennþá hug á að slaka á reglum milli 24. og 26. desember svo nánasta fjölskylda geti varið jólunum saman. Hvert heimili má í þessa þrjá daga bjóða allt að fjórum fullorðnum frá öðrum heimilum í heimsókn en aðeins úr nánustu fjölskyldu. Börn undir fjórtán ára aldri teljast ekki með.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira