Bólusetning á Íslandi hefst öðru hvoru megin við áramót Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. desember 2020 20:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. Vísir/Einar Árnason Ekki er útilokað að bólusetning gegn covid-19 hefjist hér á landi fyrir áramót að sögn heilbrigðisráðherra. Fyrstu skammtar bóluefnisins fari í umferð einhvern daginn í kringum áramótin. Hún segir að forgangsröðun verði ekki endilega með þeim hætti að fyrsti forgangshópurinn verði allur bólusettur fyrst og svo verði byrjað að bólusetja þann næsta. „Þetta eru sex fyrirtæki sem að við erum í viðræðum við, eða það er Evrópusambandið sem er í þessum viðræðum og við síðan í gegnum Svía fyrir okkur. Og þetta hefur gengið mjög vel,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Fylgja þurfi ákveðnu ferli áður en bólusetning hefst sem kalli á að fyrst verði gengið frá samningum og gefin út leyfi áður en hægt verður að koma bóluefni í dreifingu og hefja bólusetningu. „Fyrir þennan fyrsta hluta frá Pfizer þá erum við í raun og veru komin með í hendi, núna í lok mánaðarins, rúmlega 21 þúsund skammta sem þýðir bóluefni fyrir 10.600 manns þannig að við getum byrjað, það verður svona öðru hvoru megin við áramótin sem við getum byrjað að bólusetja,“ sagði Svandís. „Við gerum ráð fyrir að ná samningum við sex aðila, nú er búið að undirrita við tvo og gerum ráð fyrir að undirrita við þann þriðja í næstu viku,“ sagði Svandís. Hver og einn þarf að fá bólusetningu tvisvar sinnum með tveggja til þriggja vikna millibili. Búist er við að markaðsleyfi fyrir bóluefnið verði samþykkt í Evrópu eigi síðar en þann 29. desember. Þegar það er í höfn segir Svandís að það verði forgangsmál hjá Lyfjastofnun að afgreiða það leyfi sem til þarf svo að unnt verði að hefja bólusetningu hér á landi. „Við getum tæknilega byrjað á næstu klukkustundum eftir að það liggur fyrir af því að það er búið að skipuleggja bæði dreifingu á efninu um allt land og búið að skipuleggja hvernig því verður háttað að framkvæma bólusetninguna. Við gætum tæknilega bólusett mjög marga á dag þannig að það verður aldrei hindrun,“ segir Svandís. Það er heilbrigðisstofnun í hverjum landshluta ber ábyrgð á skipulagningu bólusetningar. Verið er að byggja upp tölvukerfi sem á að vera tilbúið til prufukeyrslu 15. desember. Svandís segir að skipulagið við framkvæmd bólusetningar verði eflaust ekki ólíkt því sem notast er við í kosningum. Á höfuðborgarsvæðinu mun bólusetning til að mynda fara fram í tilteknum grunnskólum og íþróttahúsum. Sá fyrsti fái blómvönd Svandís hyggur að fljótlega eftir að leyfi er í höfn verði hægt að bólusetja fyrsta einstaklinginn á Íslandi. „Mér fyndist nú alveg full ástæða til þess að viðkomandi fengi blómvönd bara svona eins og þau sem fóru síðustu [greiddu] ferðina í gegnum Hvalfjarðargöngin eða fyrstu ferðina yfir einhverja brú eða eitthvað slíkt,“ segir Svandís létt í bragði. „Af því þetta markar í rauninni heilmikil tímamót, þetta er í rauninni nýr kafli í baráttunni við covid-19.“ Hún segir að forgangsröðun verði ekki endilega þannig að fyrsti forgangshópurinn verði kláraður fyrst og svo verði byrjað að bólusetja þann næsta. Sóttvarnalæknir hafi ákveðinn sveigjanleika hvað þetta varðar. „Mér fyndist líklegast að það yrði byrjað á framlínustarfsfólki og öldruðum íbúum hjúkrunarheimila. Og það auðvitað snýst um allt landið, en þegar við erum að tala um framlínustarfsfólk gagnvart covid, þá eru það oft þau sem eru að vinna á covid-göngudeild, í snertingu við covid-sjúklinga, á gjörgæslu og svo framvegis,“ segir Svandís. Þetta sé fólkið sem sé í fyrstu tveimur til þremur forgangshópunum samkvæmt fyrirliggjandi reglugerð. Forgangsröðun í bólusetningu muni þó fara fram skipulega en ekki tilviljanakennt. Bólusetningar Víglínan Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
„Þetta eru sex fyrirtæki sem að við erum í viðræðum við, eða það er Evrópusambandið sem er í þessum viðræðum og við síðan í gegnum Svía fyrir okkur. Og þetta hefur gengið mjög vel,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Fylgja þurfi ákveðnu ferli áður en bólusetning hefst sem kalli á að fyrst verði gengið frá samningum og gefin út leyfi áður en hægt verður að koma bóluefni í dreifingu og hefja bólusetningu. „Fyrir þennan fyrsta hluta frá Pfizer þá erum við í raun og veru komin með í hendi, núna í lok mánaðarins, rúmlega 21 þúsund skammta sem þýðir bóluefni fyrir 10.600 manns þannig að við getum byrjað, það verður svona öðru hvoru megin við áramótin sem við getum byrjað að bólusetja,“ sagði Svandís. „Við gerum ráð fyrir að ná samningum við sex aðila, nú er búið að undirrita við tvo og gerum ráð fyrir að undirrita við þann þriðja í næstu viku,“ sagði Svandís. Hver og einn þarf að fá bólusetningu tvisvar sinnum með tveggja til þriggja vikna millibili. Búist er við að markaðsleyfi fyrir bóluefnið verði samþykkt í Evrópu eigi síðar en þann 29. desember. Þegar það er í höfn segir Svandís að það verði forgangsmál hjá Lyfjastofnun að afgreiða það leyfi sem til þarf svo að unnt verði að hefja bólusetningu hér á landi. „Við getum tæknilega byrjað á næstu klukkustundum eftir að það liggur fyrir af því að það er búið að skipuleggja bæði dreifingu á efninu um allt land og búið að skipuleggja hvernig því verður háttað að framkvæma bólusetninguna. Við gætum tæknilega bólusett mjög marga á dag þannig að það verður aldrei hindrun,“ segir Svandís. Það er heilbrigðisstofnun í hverjum landshluta ber ábyrgð á skipulagningu bólusetningar. Verið er að byggja upp tölvukerfi sem á að vera tilbúið til prufukeyrslu 15. desember. Svandís segir að skipulagið við framkvæmd bólusetningar verði eflaust ekki ólíkt því sem notast er við í kosningum. Á höfuðborgarsvæðinu mun bólusetning til að mynda fara fram í tilteknum grunnskólum og íþróttahúsum. Sá fyrsti fái blómvönd Svandís hyggur að fljótlega eftir að leyfi er í höfn verði hægt að bólusetja fyrsta einstaklinginn á Íslandi. „Mér fyndist nú alveg full ástæða til þess að viðkomandi fengi blómvönd bara svona eins og þau sem fóru síðustu [greiddu] ferðina í gegnum Hvalfjarðargöngin eða fyrstu ferðina yfir einhverja brú eða eitthvað slíkt,“ segir Svandís létt í bragði. „Af því þetta markar í rauninni heilmikil tímamót, þetta er í rauninni nýr kafli í baráttunni við covid-19.“ Hún segir að forgangsröðun verði ekki endilega þannig að fyrsti forgangshópurinn verði kláraður fyrst og svo verði byrjað að bólusetja þann næsta. Sóttvarnalæknir hafi ákveðinn sveigjanleika hvað þetta varðar. „Mér fyndist líklegast að það yrði byrjað á framlínustarfsfólki og öldruðum íbúum hjúkrunarheimila. Og það auðvitað snýst um allt landið, en þegar við erum að tala um framlínustarfsfólk gagnvart covid, þá eru það oft þau sem eru að vinna á covid-göngudeild, í snertingu við covid-sjúklinga, á gjörgæslu og svo framvegis,“ segir Svandís. Þetta sé fólkið sem sé í fyrstu tveimur til þremur forgangshópunum samkvæmt fyrirliggjandi reglugerð. Forgangsröðun í bólusetningu muni þó fara fram skipulega en ekki tilviljanakennt.
Bólusetningar Víglínan Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira