Guðný fær nýjan þjálfara eftir aðeins einn leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2020 14:01 „Gudny“ er komin með nýjan þjálfara hjá Napoli eftir að hafa leikið aðeins einn leik með liðinu. Napoli Napoli, lið Guðnýjar Árnadóttur í ítölsku úrvalsdeildinni, hefur ákveðið að skipta um þjálfara. Ákvörðunin kemur í kjölfar fyrsta leiks Guðnýjar með liðinu. Guðný Árnadóttir gekk nýverið í raðir AC Milan á Ítalíu frá Val. Mílanó-liðið ákvað þó að lána Guðnýju til Napoli út þetta tímabil en bæði lið leika í ítölsku úrvalsdeildinni. Guðný lék sinn fyrsta leik fyrir Napoli er liðið tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Hellas Verona. Guðný lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar. Nú degi eftir hennar fyrsta leik hefur verið staðfest að Napoli hafi ákveðið að láta Geppino Marino – þjálfara liðsins – fara. Il Napoli Femminile rende noto di aver sollevato dall incarico il tecnico Giuseppe Marino. Nelle prossime ore verrà ufficializzato il nome del nuovo allenatore del Napoli Femminile. https://t.co/zSub2mDPV9— Napoli Femminile (@NapoliFemminile) December 14, 2020 Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum ku Alessandro Pistolesi vera arftaki hans og gæti hann jafnvel skrifað undir hjá Napoli í dag. Hann er gríðarlega reyndur þjálfari og stýrði kvennaliði Empoli í 36 ár hvorki meira né minna. Hann hætti þar fyrr á þessu ári eftir að hafa stýrt liðinu frá árinu 1986. Marino hafði stýrt Napoli upp um tvær deildir á tveimur árum en gengið til þessa í ítölsku úrvalsdeildinni hefur ekki verið gott. Liðið er með aðeins eitt stig eftir tíu leiki. Þá hefur liðið aðeins skorað sex mörk en fengið á sig tuttugu. Það er því ljóst að það verður nóg að gera hjá Guðnýju út þetta tímabil. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Guðný Árnadóttir gekk nýverið í raðir AC Milan á Ítalíu frá Val. Mílanó-liðið ákvað þó að lána Guðnýju til Napoli út þetta tímabil en bæði lið leika í ítölsku úrvalsdeildinni. Guðný lék sinn fyrsta leik fyrir Napoli er liðið tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Hellas Verona. Guðný lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar. Nú degi eftir hennar fyrsta leik hefur verið staðfest að Napoli hafi ákveðið að láta Geppino Marino – þjálfara liðsins – fara. Il Napoli Femminile rende noto di aver sollevato dall incarico il tecnico Giuseppe Marino. Nelle prossime ore verrà ufficializzato il nome del nuovo allenatore del Napoli Femminile. https://t.co/zSub2mDPV9— Napoli Femminile (@NapoliFemminile) December 14, 2020 Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum ku Alessandro Pistolesi vera arftaki hans og gæti hann jafnvel skrifað undir hjá Napoli í dag. Hann er gríðarlega reyndur þjálfari og stýrði kvennaliði Empoli í 36 ár hvorki meira né minna. Hann hætti þar fyrr á þessu ári eftir að hafa stýrt liðinu frá árinu 1986. Marino hafði stýrt Napoli upp um tvær deildir á tveimur árum en gengið til þessa í ítölsku úrvalsdeildinni hefur ekki verið gott. Liðið er með aðeins eitt stig eftir tíu leiki. Þá hefur liðið aðeins skorað sex mörk en fengið á sig tuttugu. Það er því ljóst að það verður nóg að gera hjá Guðnýju út þetta tímabil.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira