Má greiða 6,7 milljóna skuld með 149 stólum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2020 14:12 Umræddir stólar sem eitt sinn prýddu Skelfiskmarkaðinn. Björn Árnason Bitter ehf., rekstraraðila verslunarinnar Parka, er heimilt að greiða andvirði 6,7 milljóna króna skuldar, sem rekja má til stólakaupa Skelfiskmarkaðarins, með því að skila umræddum stólum til þrotabús veitingastaðarins. Þetta er niðurstaða Landsréttar í máli sem hófst þegar Bitter ehf. og þrotabúið tókust á um stólana sem fjarlægðir voru úr húsnæði Skelfiskmarkaðarins eftir að veitingastaðnum var lokað í mars á síðasta ári. Forsaga málsins er sú að fyrir opnun Skelfiskmarkaðarins sumarið 2018 keyptu forsvarsmenn hans margvíslegan búnað af Parka, þar á meðal 151 stól að andvirði 13,5 milljóna. Eftir að Skelfiskmarkaðinum var lokað höfðu forsvarsmenn verslunarinnar samband við eigenda húsnæðisins þar sem Skelfiskmarkaðurinn var til húsa. Hleypti hann starfsmönnum Parka inn og sóttu þeir 149 af 151 stól. Gefinn var út kreditreikningur til Skelfiskmarkaðrins þar sem kom fram að stólarnir væru teknir til baka með fimmtíu prósent afföllum vegna slita og notkunar. Var verðmæti stólanna því 6,7 milljónir. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að Bitter ehf. bæri að greiða þrotabúinu 6,7 milljónir vegna málsins, þar sem um ólögmæta og riftanlega ráðstöfun hafi verið um að ræða. Bitter ehf, áfrýjaði málinu hins vegar til Landsréttar þar sem félagið fór fram á verða sýknað í málinu, en til vara félagið yrði sýknað af fjárkröfunni og að viðurkennd yrði að félaginu væri heimilt að skila stólunum 149. Stólarnir í fínu lagi Landsréttur féllst á þá niðurstöðu héraðsdóms að um riftanlega ráðstöfun hafi verið að ræða, þannig að forsvarsmönnum Skelfiskmarkaðarins hafi ekki verið heimilt að greiða skuld sína við Bitter ehf. með því að afhenda stólana 149. Sem fyrr segir krafðist Bitter ehf. þess til vara að mega greiða skuldina með því að afhenda stólana. Dómkvaddur matsmaður hafði komist að þeirri niðurstöðu í málinu að stólarnir væru enn í fínu lagi í vörslu verslunarinnar, og að virði þeirra væri sambærilegt þeirri fjárkröfu sem upp væri í málinu. Í dómi Landsréttar segir að þessu mati hafi ekki verið hnekkt og því væri Bitter ehf. heimilt að greiða skuldina með því að skila stólunum, enda hafi virði þeirra ekki rýrnað óhæfilega mikið. Að auki þarf að Bitter ehf. að greiða þrotabúinu 1,6 milljónir í málskostnað vegna málsins. Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. 4. febrúar 2020 14:24 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar í máli sem hófst þegar Bitter ehf. og þrotabúið tókust á um stólana sem fjarlægðir voru úr húsnæði Skelfiskmarkaðarins eftir að veitingastaðnum var lokað í mars á síðasta ári. Forsaga málsins er sú að fyrir opnun Skelfiskmarkaðarins sumarið 2018 keyptu forsvarsmenn hans margvíslegan búnað af Parka, þar á meðal 151 stól að andvirði 13,5 milljóna. Eftir að Skelfiskmarkaðinum var lokað höfðu forsvarsmenn verslunarinnar samband við eigenda húsnæðisins þar sem Skelfiskmarkaðurinn var til húsa. Hleypti hann starfsmönnum Parka inn og sóttu þeir 149 af 151 stól. Gefinn var út kreditreikningur til Skelfiskmarkaðrins þar sem kom fram að stólarnir væru teknir til baka með fimmtíu prósent afföllum vegna slita og notkunar. Var verðmæti stólanna því 6,7 milljónir. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að Bitter ehf. bæri að greiða þrotabúinu 6,7 milljónir vegna málsins, þar sem um ólögmæta og riftanlega ráðstöfun hafi verið um að ræða. Bitter ehf, áfrýjaði málinu hins vegar til Landsréttar þar sem félagið fór fram á verða sýknað í málinu, en til vara félagið yrði sýknað af fjárkröfunni og að viðurkennd yrði að félaginu væri heimilt að skila stólunum 149. Stólarnir í fínu lagi Landsréttur féllst á þá niðurstöðu héraðsdóms að um riftanlega ráðstöfun hafi verið að ræða, þannig að forsvarsmönnum Skelfiskmarkaðarins hafi ekki verið heimilt að greiða skuld sína við Bitter ehf. með því að afhenda stólana 149. Sem fyrr segir krafðist Bitter ehf. þess til vara að mega greiða skuldina með því að afhenda stólana. Dómkvaddur matsmaður hafði komist að þeirri niðurstöðu í málinu að stólarnir væru enn í fínu lagi í vörslu verslunarinnar, og að virði þeirra væri sambærilegt þeirri fjárkröfu sem upp væri í málinu. Í dómi Landsréttar segir að þessu mati hafi ekki verið hnekkt og því væri Bitter ehf. heimilt að greiða skuldina með því að skila stólunum, enda hafi virði þeirra ekki rýrnað óhæfilega mikið. Að auki þarf að Bitter ehf. að greiða þrotabúinu 1,6 milljónir í málskostnað vegna málsins.
Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. 4. febrúar 2020 14:24 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. 4. febrúar 2020 14:24
Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31