Sundlaugagestir hlusti ekki eða „eru með derring“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2020 18:52 Sundlaugastarfsmenn hafa verið í miklum vandræðum við að fylgja eftir fjöldatakmörkunum í heitum pottum. Vísir/Vilhelm Nokkur hópamyndun hefur verið í sundlaugum, þó svo að þær nýti aðeins 50 prósent hámarksgetu sinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 mátti til dæmis sjá að mun fleiri voru í heitum pottum Vesturbæjarlaugar en mega vera. Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir að starfsmenn hafi átt fullt í fangi með að reyna að koma í veg fyrir slík brot. „Starfsmenn hafa verið að biðja fólk að virða tilmæli um fjöldatakmarkanir og hversu margir eru skráðir á hvern pott og hversu margir mega vera en annað hvort hlustar fólk ekki eða er með derring,“ segir Anna Kristín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að engar raðir hafi myndast fyrir utan laugina frá því að hún hafi verið opnuð á fimmtudaginn síðastliðinn en þá höfðu sundlaugar verið lokaðar frá 7. október. „Við erum í raun ekki að nýta þessi 50 prósent sem við megum vera með. Engu að síður er einhver vegin troðningur í pottum og það var nú bara núna í vikunni sem Sundhöllin þurfti að minnka við sig og mega ekki lengur taka á móti 50 prósent nýtingu þar sem var í raun troðningur í pottum.“ Hátíðirnar sem eru við það að skella á eru mikill sundtími og segir Anna að brugðist verði með því með lengri opnunartíma. „Venjulega hefur verið opið frá átt til eitt á aðfangadag og gamlársdag og það eru miklir sunddagar. Við höfum ákveðið að opna fyrr þá daga, við opnum klukkan 6:30 þá daga. Eins verða í fyrsta skipti núna allar sundlaugar opnar annan í jólum og á nýársdag en venjan hefur veri að hafa bara nokkrar opnar á þeim dögum,“ segir Anna Kristín. Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Smitrakningarteymið stendur við tölur um smit Smitrakningarteymi almannavarna stendur við tölur sínar um smit í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sem fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, greindu frá í fyrradag. 11. desember 2020 07:51 Mikil aðsókn í sund og snjalllausnir í kortunum Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins. 10. desember 2020 18:08 Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sjá meira
Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir að starfsmenn hafi átt fullt í fangi með að reyna að koma í veg fyrir slík brot. „Starfsmenn hafa verið að biðja fólk að virða tilmæli um fjöldatakmarkanir og hversu margir eru skráðir á hvern pott og hversu margir mega vera en annað hvort hlustar fólk ekki eða er með derring,“ segir Anna Kristín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að engar raðir hafi myndast fyrir utan laugina frá því að hún hafi verið opnuð á fimmtudaginn síðastliðinn en þá höfðu sundlaugar verið lokaðar frá 7. október. „Við erum í raun ekki að nýta þessi 50 prósent sem við megum vera með. Engu að síður er einhver vegin troðningur í pottum og það var nú bara núna í vikunni sem Sundhöllin þurfti að minnka við sig og mega ekki lengur taka á móti 50 prósent nýtingu þar sem var í raun troðningur í pottum.“ Hátíðirnar sem eru við það að skella á eru mikill sundtími og segir Anna að brugðist verði með því með lengri opnunartíma. „Venjulega hefur verið opið frá átt til eitt á aðfangadag og gamlársdag og það eru miklir sunddagar. Við höfum ákveðið að opna fyrr þá daga, við opnum klukkan 6:30 þá daga. Eins verða í fyrsta skipti núna allar sundlaugar opnar annan í jólum og á nýársdag en venjan hefur veri að hafa bara nokkrar opnar á þeim dögum,“ segir Anna Kristín.
Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Smitrakningarteymið stendur við tölur um smit Smitrakningarteymi almannavarna stendur við tölur sínar um smit í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sem fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, greindu frá í fyrradag. 11. desember 2020 07:51 Mikil aðsókn í sund og snjalllausnir í kortunum Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins. 10. desember 2020 18:08 Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sjá meira
Smitrakningarteymið stendur við tölur um smit Smitrakningarteymi almannavarna stendur við tölur sínar um smit í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sem fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, greindu frá í fyrradag. 11. desember 2020 07:51
Mikil aðsókn í sund og snjalllausnir í kortunum Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins. 10. desember 2020 18:08
Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11