Segir best að varast dellur og tískustrauma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2020 14:00 Þórarinn Ævarsson segist vera með bíladellu á háu stigi. Hann gefur Íslendingum þau peningaráð að forðast tískustrauma og dellur. Vísir/Gulli Þórarinn Ævarsson segir pítsuna hafa verið mikinn áhrifavald í sínu lífi og að hún hafi verið órjúfanlegur hluti af starfsævi hans; fyrst hjá Dominos, síðan Ikea og nú hjá Spaðanum, pítsustað sem Þórarinn stofnaði árið 2019. „Það er pítsunni að þakka að ég, bakarinn, áttaði mig á því að ég hefði nef fyrir viðskiptum.“ Þórarinn var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Leitin að peningunum þar sem rætt er um fjármál einstaklinga. Þórarinn segir pítsuna vekja allt önnur hughrif en annar skyndibiti þar sem ameríska pizzan sé matarmeiri en sú ítalska. Því geti fleiri en einn deilt henni. „Eins getur hún alltaf endurnýjað sig. Þegar ég byrjaði í þessum bransa voru sveppir aðalmálið. Í dag er staðan önnur og ný álegg eins og döðlur komnar ofan á pítsur landsmanna. Pítsan er dáð og keypt af öllum aldurshópum. Eldri borgarar eru sem dæmi mikilvægur viðskiptahópur á Spaðanum,“ segir Þórarinn. Hann bætir við að hann hafi ekki verið sáttur að hætta hjá Dominos á sínum tíma. Því tók hann pítsuna upp og fór að selja pítsudeig hjá IKEA. Deigið hafi fljótt orðið söluhæsta varan í allri búðinni. Sósíalistaforinginn Gunnar Smári innblástur Spaðans Þórarinn er hægri maður í pólitík og því er nokkuð skondið að hugmyndin að Spaðanum hafi kviknað út frá Gunnari Smára Egilssyni, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands. Hann greindi frá því á sínum tíma þegar hann lét dóttur sína fá tvö þúsund krónur til að kaupa pítsu. Dóttirin fór að hlæja. Gulli og Heimir í Bítinu á Bylgjunni fréttu af þessu og höfðu þá samband við Þórarinn og vildu vita hvort þetta gengi upp, að hægt væri að framleiða og selja pítsu á slíku verði. Þórarinn fór að reikna og sá strax að álagningin væri mikil og að hægt væri að lækka verðin á pítsunni um þúsund krónur. Í framhaldinu hafi hann farið á fullt í að opna Spaðann. Pálmi og Ingvar fyrirmyndir Þórarinn segist hafa tileinkað sér tvær fyrirmyndir þegar kemur að viðskiptum. Ingvar Kamprad, stofnanda IKEA, og Pálma Jónsson sem gjarnan er kenndur við Hagkaup. Pálmi stofnaði IKEA á Íslandi. Hann segir bæði Pálma og Ingvar hafa haft tvö leiðarljós við rekstur fyrirtækja sinna, að hugsa vel um rekstur fyrirtækisins og gera vel við almenning. Þessi hugsun hafi einkennt allan ferill Þórarins. Pálmi Jónsson í Hagkaup var í Helgarpóstinum árið 1987 nefndur guðfaðir Kringlunnar. Verslunarmiðstöðin opnaði það ár og var Pálmi að sjálfsögðu mættur. Hagkaup hefur verið með verslun í Kringlunni frá fyrsta degi.Helgarpósturinn Þórarinn segist engan áhuga hafa á að vera ríkasti maðurinn í götunni en vill geta ferðast, veitt í góðum ám með vinum og borðað góðan mat. Bíladella á háu stigi „Verstu ákvarðirnar tengjast nær allar bílum en ég er með mikla bíladellu og finnst gaman að eiga óvenjulega bíla. Gallinn við slíka bíla er að það er oft erfiðara að selja þá aftur,“ segir Þórarinn sem keyrir í dag á tíu ára gömlum jeppa og segist stefna að fjárhagslegu sjálfstæði. Hann segir reynsluna hafa kennt sér að tískan geti verið dýr. Besta sparnaðarráðið til Íslendinga sé að varast dellur og tískustrauma. Þannig sé skynsamlegra að kaupa frekar ódýra eldhúsinnréttingu í IKEA og geta skipt út hurðum og borðplötum eftir tíu ár þegar þessi tiltekna gerð innréttingar sé komin úr tísku. Þórarinn segist elska að elda mat og bendir á að það sé alltaf ódýrara að elda en að kaupa tilbúinn mat. Þá mælir hann með að hundsa dagsetningar á matvælum, það sé alveg nóg af lykta af mat og bragða. Hlaðvarpið Leitin að peningunum er framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Neytendur Leitin að peningunum Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
„Það er pítsunni að þakka að ég, bakarinn, áttaði mig á því að ég hefði nef fyrir viðskiptum.“ Þórarinn var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Leitin að peningunum þar sem rætt er um fjármál einstaklinga. Þórarinn segir pítsuna vekja allt önnur hughrif en annar skyndibiti þar sem ameríska pizzan sé matarmeiri en sú ítalska. Því geti fleiri en einn deilt henni. „Eins getur hún alltaf endurnýjað sig. Þegar ég byrjaði í þessum bransa voru sveppir aðalmálið. Í dag er staðan önnur og ný álegg eins og döðlur komnar ofan á pítsur landsmanna. Pítsan er dáð og keypt af öllum aldurshópum. Eldri borgarar eru sem dæmi mikilvægur viðskiptahópur á Spaðanum,“ segir Þórarinn. Hann bætir við að hann hafi ekki verið sáttur að hætta hjá Dominos á sínum tíma. Því tók hann pítsuna upp og fór að selja pítsudeig hjá IKEA. Deigið hafi fljótt orðið söluhæsta varan í allri búðinni. Sósíalistaforinginn Gunnar Smári innblástur Spaðans Þórarinn er hægri maður í pólitík og því er nokkuð skondið að hugmyndin að Spaðanum hafi kviknað út frá Gunnari Smára Egilssyni, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands. Hann greindi frá því á sínum tíma þegar hann lét dóttur sína fá tvö þúsund krónur til að kaupa pítsu. Dóttirin fór að hlæja. Gulli og Heimir í Bítinu á Bylgjunni fréttu af þessu og höfðu þá samband við Þórarinn og vildu vita hvort þetta gengi upp, að hægt væri að framleiða og selja pítsu á slíku verði. Þórarinn fór að reikna og sá strax að álagningin væri mikil og að hægt væri að lækka verðin á pítsunni um þúsund krónur. Í framhaldinu hafi hann farið á fullt í að opna Spaðann. Pálmi og Ingvar fyrirmyndir Þórarinn segist hafa tileinkað sér tvær fyrirmyndir þegar kemur að viðskiptum. Ingvar Kamprad, stofnanda IKEA, og Pálma Jónsson sem gjarnan er kenndur við Hagkaup. Pálmi stofnaði IKEA á Íslandi. Hann segir bæði Pálma og Ingvar hafa haft tvö leiðarljós við rekstur fyrirtækja sinna, að hugsa vel um rekstur fyrirtækisins og gera vel við almenning. Þessi hugsun hafi einkennt allan ferill Þórarins. Pálmi Jónsson í Hagkaup var í Helgarpóstinum árið 1987 nefndur guðfaðir Kringlunnar. Verslunarmiðstöðin opnaði það ár og var Pálmi að sjálfsögðu mættur. Hagkaup hefur verið með verslun í Kringlunni frá fyrsta degi.Helgarpósturinn Þórarinn segist engan áhuga hafa á að vera ríkasti maðurinn í götunni en vill geta ferðast, veitt í góðum ám með vinum og borðað góðan mat. Bíladella á háu stigi „Verstu ákvarðirnar tengjast nær allar bílum en ég er með mikla bíladellu og finnst gaman að eiga óvenjulega bíla. Gallinn við slíka bíla er að það er oft erfiðara að selja þá aftur,“ segir Þórarinn sem keyrir í dag á tíu ára gömlum jeppa og segist stefna að fjárhagslegu sjálfstæði. Hann segir reynsluna hafa kennt sér að tískan geti verið dýr. Besta sparnaðarráðið til Íslendinga sé að varast dellur og tískustrauma. Þannig sé skynsamlegra að kaupa frekar ódýra eldhúsinnréttingu í IKEA og geta skipt út hurðum og borðplötum eftir tíu ár þegar þessi tiltekna gerð innréttingar sé komin úr tísku. Þórarinn segist elska að elda mat og bendir á að það sé alltaf ódýrara að elda en að kaupa tilbúinn mat. Þá mælir hann með að hundsa dagsetningar á matvælum, það sé alveg nóg af lykta af mat og bragða. Hlaðvarpið Leitin að peningunum er framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.
Neytendur Leitin að peningunum Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira