Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. desember 2020 14:05 Fram endaði í 3. sæti Lengjudeildar karla er Íslandsmótinu í knattspyrnu var hætt. Fram.is Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. „Byggist sú ákvörðun á heimild í lögum KSÍ að vísa megi málum til dómstóls ÍSÍ ef það snertir íþróttahreyfinguna í heild sinni,“ segir í yfirlýsingu Fram sem finna má á vef félagsins. Framarar telja svo að ef dómstólar íþróttahreyfingarinnar standi ekki undir hlutverkum sínum – það er að reyna leysa úr málum – þá varði það alla íþróttahreyfinguna. Fram telur að ítrekaðar tilraunir KSÍ til að fá málinu vísað frá sýni veikleika sambandsins og mátt þess til að taka á eigin ágreiningsmálum. Skorar Fram á KSÍ að „hafa dug til að fá efnislega niðurstöðu í málinu en ekki krefjast frávísunar eins og sambandið hefur reynt til þessa.“ Kæran snýr að ákvörðun KSÍ og telur Fram að Leiknir Reykjavík hafi ekkert unnið sér til saka. Fram telur að dómstólar hafi átt að hafa samband við Leikni eða önnur félög fyrst KSÍ telur málið varða hagsmuni Leiknis. Heimild til þess er skýr í lögunum. Fram nefnir að lagður hafi verið efnisdómur á KR á meðan máli Fram var einfaldlega vísað frá. „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð,“ segir í tilkynningunni. Knattspyrnudeild Fram vill einnig vekja athygli á því að Áfrýjunardómstóllinn féllst ekki á frávísun málsins og taldi að taka ætti það upp til efnislegrar meðferðar. Þegar málið fór aftur fyrir dómstólinn var því vístað frá, aðeins viku síðar. „Af hálfu Fram er því haldið fram að dómstólinn sé bundinn við þá niðurstöðu að málið skuli fá efnislega meðferð.“ Tilkynning Fram í heild sinni Megin styrkur íþróttahreyfingarinnar snýst um að íþróttahreyfingin leysi sjálf úr ágreiningsmálum sem upp koma. Dómstólar íþróttahreyfingarinnar eiga að leggja sig fram við að leysa úr málum í stað þess að reyna að vísa þeim frá með þeim hætti að engin efnisleg niðurstaða fæst. Þegar dómstólar standa ekki undir því hlutverki þá varðar það alla íþróttahreyfinguna. Ítrekaðar tilraunir dómstóla KSÍ til að vísa málinu frá sýnir veikleika KSÍ og mátt til að taka á eigin ágreiningsmálum. Því mun það ekki koma á óvart að stjórn KSÍ reyni að koma í veg fyrir að dómstóll ÍSÍ leysi úr ágreiningsefninu. Þar á bæ vita menn að ákvörðunin var ólögmæt að miða við markatölu við niðurröðun og þora ekki að horfast í augu við þá staðreynd. Skorað er á KSÍ að hafa dug til fá efnislega niðurstöðu í málinu en ekki krefjast frávísunar eins og sambandið hefur reynt til þessa. Dómstóll KSÍ vísaði máli Fram frá dómi á þeirri forsendu að ákvörðun KSI varðaði hagsmuni Leiknis því hefði Leiknir átt að vera hinn kærði aðili. Kæran snýst um ákvörðun KSÍ og Leiknir hafði ekkert sér til saka unnið en að vera raðað af KSÍ númer 2 í töfluröð í í 1. deild. Í lögum KSÍ stendur að dómstólnum sé heimilt að kanna afstöðu þeirra sem hagsmuna eiga að gæta við úrlausn mála. Tilgangurinn er að tryggja það að þeir sem geta haft hagsmuni af niðurstöðunni sé gert aðvart og þeir geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Af hverju var ekki haft samband við Leikni af dómstólnum og þá hugsanlega önnur félög ef þetta var svona stórt atriði og heimild til þess í lögum skýr. Sama dag og máli Fram var vísað frá var lagður efnisdómur á kæru KR á hendur KSÍ. Það mál varðaði flest öll lið í úrvalsdeild og í raun allar deildarkeppnir. Af hverju fékk það mál efnisdóm þó það varðaði hagsmuni flest allra félaga og þau voru ekki tilgreindir sem gagnaðilar í máli KR. KSÍ getur ekki komið þannig fram við félagsmenn sína að mismunandi sjónarmið gildi eftir því hver á í hlut eða eftir því hvort erfiðara er að komast að niðurstöðu í einu máli frekar en hinu. Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð. Þá er vakin athygli á því að máli þessu var fyrst vísað frá af aga- og úrskurðarnefnd. Áfrýjunardómstólinn féllst ekki á frávísun og taldi málið hæft til efnislegrar meðferðar. Þegar málið fer síðan aftur til Áfrýjunardómstólsins þá er málinu vísað frá. Hér var sami dómstóll sem hafði vikunni áður talið málið hæft til efnismeðferðar taldi það ekki gilda rúmri viku síðar. Af hálfu Fram er því haldið fram að dómstólinn sé bundinn við þá niðurstöðu að málið skuli fá efnislega meðferð. Mál þetta hefur leitt okkur í sannleika um að úrlausn ágrreiningsmála innan KSÍ er í molum. Það hlýtur að vera markmið að við getum leyst úr okkar eigin málum sjálf og KSÍ sé ekki svo hrætt við endurskoðun eigin ákvarðana að farið er í lögfræðileiki við að reyna að vísa málum frá. Mál þetta varpar ljósi á að lög og reglugerðir sambandsins og innri dómstólaskipan KSÍ er mjög ábótavant sem þarfnast verulegrar endurskoðunar. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Fram KSÍ Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
„Byggist sú ákvörðun á heimild í lögum KSÍ að vísa megi málum til dómstóls ÍSÍ ef það snertir íþróttahreyfinguna í heild sinni,“ segir í yfirlýsingu Fram sem finna má á vef félagsins. Framarar telja svo að ef dómstólar íþróttahreyfingarinnar standi ekki undir hlutverkum sínum – það er að reyna leysa úr málum – þá varði það alla íþróttahreyfinguna. Fram telur að ítrekaðar tilraunir KSÍ til að fá málinu vísað frá sýni veikleika sambandsins og mátt þess til að taka á eigin ágreiningsmálum. Skorar Fram á KSÍ að „hafa dug til að fá efnislega niðurstöðu í málinu en ekki krefjast frávísunar eins og sambandið hefur reynt til þessa.“ Kæran snýr að ákvörðun KSÍ og telur Fram að Leiknir Reykjavík hafi ekkert unnið sér til saka. Fram telur að dómstólar hafi átt að hafa samband við Leikni eða önnur félög fyrst KSÍ telur málið varða hagsmuni Leiknis. Heimild til þess er skýr í lögunum. Fram nefnir að lagður hafi verið efnisdómur á KR á meðan máli Fram var einfaldlega vísað frá. „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð,“ segir í tilkynningunni. Knattspyrnudeild Fram vill einnig vekja athygli á því að Áfrýjunardómstóllinn féllst ekki á frávísun málsins og taldi að taka ætti það upp til efnislegrar meðferðar. Þegar málið fór aftur fyrir dómstólinn var því vístað frá, aðeins viku síðar. „Af hálfu Fram er því haldið fram að dómstólinn sé bundinn við þá niðurstöðu að málið skuli fá efnislega meðferð.“ Tilkynning Fram í heild sinni Megin styrkur íþróttahreyfingarinnar snýst um að íþróttahreyfingin leysi sjálf úr ágreiningsmálum sem upp koma. Dómstólar íþróttahreyfingarinnar eiga að leggja sig fram við að leysa úr málum í stað þess að reyna að vísa þeim frá með þeim hætti að engin efnisleg niðurstaða fæst. Þegar dómstólar standa ekki undir því hlutverki þá varðar það alla íþróttahreyfinguna. Ítrekaðar tilraunir dómstóla KSÍ til að vísa málinu frá sýnir veikleika KSÍ og mátt til að taka á eigin ágreiningsmálum. Því mun það ekki koma á óvart að stjórn KSÍ reyni að koma í veg fyrir að dómstóll ÍSÍ leysi úr ágreiningsefninu. Þar á bæ vita menn að ákvörðunin var ólögmæt að miða við markatölu við niðurröðun og þora ekki að horfast í augu við þá staðreynd. Skorað er á KSÍ að hafa dug til fá efnislega niðurstöðu í málinu en ekki krefjast frávísunar eins og sambandið hefur reynt til þessa. Dómstóll KSÍ vísaði máli Fram frá dómi á þeirri forsendu að ákvörðun KSI varðaði hagsmuni Leiknis því hefði Leiknir átt að vera hinn kærði aðili. Kæran snýst um ákvörðun KSÍ og Leiknir hafði ekkert sér til saka unnið en að vera raðað af KSÍ númer 2 í töfluröð í í 1. deild. Í lögum KSÍ stendur að dómstólnum sé heimilt að kanna afstöðu þeirra sem hagsmuna eiga að gæta við úrlausn mála. Tilgangurinn er að tryggja það að þeir sem geta haft hagsmuni af niðurstöðunni sé gert aðvart og þeir geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Af hverju var ekki haft samband við Leikni af dómstólnum og þá hugsanlega önnur félög ef þetta var svona stórt atriði og heimild til þess í lögum skýr. Sama dag og máli Fram var vísað frá var lagður efnisdómur á kæru KR á hendur KSÍ. Það mál varðaði flest öll lið í úrvalsdeild og í raun allar deildarkeppnir. Af hverju fékk það mál efnisdóm þó það varðaði hagsmuni flest allra félaga og þau voru ekki tilgreindir sem gagnaðilar í máli KR. KSÍ getur ekki komið þannig fram við félagsmenn sína að mismunandi sjónarmið gildi eftir því hver á í hlut eða eftir því hvort erfiðara er að komast að niðurstöðu í einu máli frekar en hinu. Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð. Þá er vakin athygli á því að máli þessu var fyrst vísað frá af aga- og úrskurðarnefnd. Áfrýjunardómstólinn féllst ekki á frávísun og taldi málið hæft til efnislegrar meðferðar. Þegar málið fer síðan aftur til Áfrýjunardómstólsins þá er málinu vísað frá. Hér var sami dómstóll sem hafði vikunni áður talið málið hæft til efnismeðferðar taldi það ekki gilda rúmri viku síðar. Af hálfu Fram er því haldið fram að dómstólinn sé bundinn við þá niðurstöðu að málið skuli fá efnislega meðferð. Mál þetta hefur leitt okkur í sannleika um að úrlausn ágrreiningsmála innan KSÍ er í molum. Það hlýtur að vera markmið að við getum leyst úr okkar eigin málum sjálf og KSÍ sé ekki svo hrætt við endurskoðun eigin ákvarðana að farið er í lögfræðileiki við að reyna að vísa málum frá. Mál þetta varpar ljósi á að lög og reglugerðir sambandsins og innri dómstólaskipan KSÍ er mjög ábótavant sem þarfnast verulegrar endurskoðunar.
Megin styrkur íþróttahreyfingarinnar snýst um að íþróttahreyfingin leysi sjálf úr ágreiningsmálum sem upp koma. Dómstólar íþróttahreyfingarinnar eiga að leggja sig fram við að leysa úr málum í stað þess að reyna að vísa þeim frá með þeim hætti að engin efnisleg niðurstaða fæst. Þegar dómstólar standa ekki undir því hlutverki þá varðar það alla íþróttahreyfinguna. Ítrekaðar tilraunir dómstóla KSÍ til að vísa málinu frá sýnir veikleika KSÍ og mátt til að taka á eigin ágreiningsmálum. Því mun það ekki koma á óvart að stjórn KSÍ reyni að koma í veg fyrir að dómstóll ÍSÍ leysi úr ágreiningsefninu. Þar á bæ vita menn að ákvörðunin var ólögmæt að miða við markatölu við niðurröðun og þora ekki að horfast í augu við þá staðreynd. Skorað er á KSÍ að hafa dug til fá efnislega niðurstöðu í málinu en ekki krefjast frávísunar eins og sambandið hefur reynt til þessa. Dómstóll KSÍ vísaði máli Fram frá dómi á þeirri forsendu að ákvörðun KSI varðaði hagsmuni Leiknis því hefði Leiknir átt að vera hinn kærði aðili. Kæran snýst um ákvörðun KSÍ og Leiknir hafði ekkert sér til saka unnið en að vera raðað af KSÍ númer 2 í töfluröð í í 1. deild. Í lögum KSÍ stendur að dómstólnum sé heimilt að kanna afstöðu þeirra sem hagsmuna eiga að gæta við úrlausn mála. Tilgangurinn er að tryggja það að þeir sem geta haft hagsmuni af niðurstöðunni sé gert aðvart og þeir geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Af hverju var ekki haft samband við Leikni af dómstólnum og þá hugsanlega önnur félög ef þetta var svona stórt atriði og heimild til þess í lögum skýr. Sama dag og máli Fram var vísað frá var lagður efnisdómur á kæru KR á hendur KSÍ. Það mál varðaði flest öll lið í úrvalsdeild og í raun allar deildarkeppnir. Af hverju fékk það mál efnisdóm þó það varðaði hagsmuni flest allra félaga og þau voru ekki tilgreindir sem gagnaðilar í máli KR. KSÍ getur ekki komið þannig fram við félagsmenn sína að mismunandi sjónarmið gildi eftir því hver á í hlut eða eftir því hvort erfiðara er að komast að niðurstöðu í einu máli frekar en hinu. Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð. Þá er vakin athygli á því að máli þessu var fyrst vísað frá af aga- og úrskurðarnefnd. Áfrýjunardómstólinn féllst ekki á frávísun og taldi málið hæft til efnislegrar meðferðar. Þegar málið fer síðan aftur til Áfrýjunardómstólsins þá er málinu vísað frá. Hér var sami dómstóll sem hafði vikunni áður talið málið hæft til efnismeðferðar taldi það ekki gilda rúmri viku síðar. Af hálfu Fram er því haldið fram að dómstólinn sé bundinn við þá niðurstöðu að málið skuli fá efnislega meðferð. Mál þetta hefur leitt okkur í sannleika um að úrlausn ágrreiningsmála innan KSÍ er í molum. Það hlýtur að vera markmið að við getum leyst úr okkar eigin málum sjálf og KSÍ sé ekki svo hrætt við endurskoðun eigin ákvarðana að farið er í lögfræðileiki við að reyna að vísa málum frá. Mál þetta varpar ljósi á að lög og reglugerðir sambandsins og innri dómstólaskipan KSÍ er mjög ábótavant sem þarfnast verulegrar endurskoðunar.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Fram KSÍ Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira