Skoraði á lögregluþjóna að koma og mæta örlögunum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2020 18:06 Þann 11. desember voru lögregluþjónar kallaðir til heimahúss á Akureyri þar sem tilkynnt hafði verið um mikil öskur og læti. Maður þar hótaði að skjóta lögregluþjóna og veittist að þeim með hnífi. Vísir/Tryggvi Páll Landsréttur hefur staðfest dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra um að maður sem sagður er hafa brotið margsinnis á skilyrðum reynslulausnar sinnar eigi að klára afplánun sína. Alls 497 daga. Þann 11. desember voru lögregluþjónar kallaðir til heimahúss á Akureyri þar sem tilkynnt hafði verið um mikil öskur og læti. Þegar lögregluþjóna bar að garði var þar kona sem sagði manninn hafa ráðist á sig, tekið hana kverkataki og kýlt hana tvisvar sinnum. Þá átti hann einnig að hafa ógnað henni með hnífum. Maðurinn kom sömuleiðis út úr íbúðinni, samkvæmt því sem fram kemur í dómi héraðsdóms, og hótaði meðal annars að skera lögregluþjónana á háls. Hann sagðist vera vopnaður og skoraði á lögreglumennina. Þá var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til ásamt samningamanni sem átti að ræða við manninn og fá hann til að gefa sig fram í góðu. Í samtölum við hann hótaði maðurinn ítrekað að drepa lögreglumenn sem reyndu að handtaka hann og skoraði á þá að koma inn í íbúðina og mæta endalokunum. Maðurinn á einnig að hafa sagt að hann hefði áður skotið á manneskju og haft gaman af. hann sagðist vera með afsagað haglabyssu og skotfæri. Auk þess hótaði maðurinn að kveikja í húsinu. Sjá einnig: Mikill viðbúnaður sérsveitar og lögreglu á Akureyri Maðurinn var að endingu yfirbugaður með höggboltabyssu og piparúða en hann mætti þeim lögregluþjónum sem fóru inn í íbúðina með stórum búrhníf. Á sjúkrahúsinu hélt maðurinn áfram uppteknum hætti og hótaði að myrða lögregluþjóna og það gerði hann einnig eftir að hann var fluttur í fangageymslur þar sem hann hafði sofið. Manninum var sleppt á reynslulausn í maí vegna fyrri brota og átti hann eftir 497 daga afplánun eftir. Hann mun nú þurfa að afplána þá daga. Í dómnum segir einnig að maðurinn hafi fjórum sinnum verið skráður kærður í lögreglukerfið frá því honum hafi verið sleppt úr fangelsi í maí. Það hafi verið fyrir ýmis brot eins og líkamsárás, hótanir, fjársvik, fíkniefnalagabrot, brot á lyfjalögum, heimilisofbeldi og hótanir, vopnalagabrot og ofbeldi gagnvart opinberum starfsmönnum. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þegar lögregluþjóna bar að garði var þar kona sem sagði manninn hafa ráðist á sig, tekið hana kverkataki og kýlt hana tvisvar sinnum. Þá átti hann einnig að hafa ógnað henni með hnífum. Maðurinn kom sömuleiðis út úr íbúðinni, samkvæmt því sem fram kemur í dómi héraðsdóms, og hótaði meðal annars að skera lögregluþjónana á háls. Hann sagðist vera vopnaður og skoraði á lögreglumennina. Þá var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til ásamt samningamanni sem átti að ræða við manninn og fá hann til að gefa sig fram í góðu. Í samtölum við hann hótaði maðurinn ítrekað að drepa lögreglumenn sem reyndu að handtaka hann og skoraði á þá að koma inn í íbúðina og mæta endalokunum. Maðurinn á einnig að hafa sagt að hann hefði áður skotið á manneskju og haft gaman af. hann sagðist vera með afsagað haglabyssu og skotfæri. Auk þess hótaði maðurinn að kveikja í húsinu. Sjá einnig: Mikill viðbúnaður sérsveitar og lögreglu á Akureyri Maðurinn var að endingu yfirbugaður með höggboltabyssu og piparúða en hann mætti þeim lögregluþjónum sem fóru inn í íbúðina með stórum búrhníf. Á sjúkrahúsinu hélt maðurinn áfram uppteknum hætti og hótaði að myrða lögregluþjóna og það gerði hann einnig eftir að hann var fluttur í fangageymslur þar sem hann hafði sofið. Manninum var sleppt á reynslulausn í maí vegna fyrri brota og átti hann eftir 497 daga afplánun eftir. Hann mun nú þurfa að afplána þá daga. Í dómnum segir einnig að maðurinn hafi fjórum sinnum verið skráður kærður í lögreglukerfið frá því honum hafi verið sleppt úr fangelsi í maí. Það hafi verið fyrir ýmis brot eins og líkamsárás, hótanir, fjársvik, fíkniefnalagabrot, brot á lyfjalögum, heimilisofbeldi og hótanir, vopnalagabrot og ofbeldi gagnvart opinberum starfsmönnum.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent