Reiðir sig á hjálparsamtök svo börnin fái að borða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. desember 2020 19:00 Kolbrún Inga Carlsen er alin upp við fátækt. Sjálf segist hún vera í fátæktargildru. Hún er í hundrað prósent vinnu en peningarnir eru búnir fimmta hvers mánaðar. VÍSIR/SIGURJÓN Einstæð tveggja barna móðir sem býr við mikla fátækt kvíðir jólunum. Hún segir að þó að hún sé í fullri vinnu þá séu peningarnir búnir þann fimmta hvers mánaðar. Hún þurfi að reiða sig á hjálparsamtök til að geta gefið börnum sínum að borða. Kolbrún Inga Carlsen er 34 ára gömul tveggja barna móðir. Hún ólst sjálf upp við fátækt hjá einstæðri móðir sem er öryrki. Kolbrún er hún með gigt og hjartagalla og gat ekkert unnið um tíma. Í dag er hún í hundrað prósent vinnu og fær um 320 þúsund krónur útborgað á mánuði. Þegar hún er búin að greiða leiguna segist hún eiga eftir um hundrað þúsund krónur. Þá á hún eftir að greiða mat í skólanum fyrir strákana sína, net, tryggingar og símreikning. Þá segist hún skulda mikið þar sem hún hafi stöðugt þurft að taka lán til að eiga ofan í sig og á. „Svo er ég bara með svona lán hér og þar, yfirdrátt sem ég hef þurft að taka í gegn um tíðina, ég þurfti að að redda mér pening fyrir tryggingu fyrir íbúðinni því ég á ekkert bakland,“ segir Kolbrún Inga. Hafragrautur eða morgunkorn í kvöldmat Á hvaða degi mánaðarins er allur peningur búinn? „Svona frá fyrsta til fimmta. Ég yfirleitt næ ekki að borga alla reikninga og þá er eftir matur og lyf út mánuðinn, þannig að það er strögl,“ segir Kolbrún Inga. Oftast tekst henni að hafa heitan mat tvö kvöld í viku með hjálp hjálparsamtaka. „Við borðum mikið af pylsum, núðlur og súpur,“ segir hún og tekur dæmi um pakkanúðlur og stafasúpu. „Það er ekki matur á hverjum degi,“ segir hún. Stundum fái þau sér morgunkorn eða hafragraut í kvöldmat. Er með stanslausar áhyggjur „Ég er með stanslausar áhyggjur. Ég myndi segja að ég gráti mig í svefn svona tvisvar í viku því ég er með áhyggjur af því hvernig ég eigi að kaupa í matinn í næstu viku,“ segir Kolbrún Inga. Strákarnir hennar fái sem betur fer mat í skólanum þó hún eigi oft erfitt með að borga hann. Hún segist borga um tuttugu þúsund krónur á mánuði fyrir matinn sem þeir fá. „Tuttugu þúsund er tuttugu þúsund og fyrir það gæti ég keypt mat hingað heim í tvær vikur. Svo finnst mér að það mætti niðurgreiða tómstundir,“ segir Kolbrún Inga en hún hefur ekki átt efni á því að hafa strákana sína í tómstundum. Þessa önn greiddi mæðrastyrksnefnd fyrir þá í körfubolta. Stráknum strítt vegna fátæktarinnar Hún segir að eldri stráknum hafi verið strítt vegna ástandsins. „Hann á ekki iphone og er ekki í flottustu fötunum og hann fær ekki að fara í bíó. Þar finnur hann rosalega mikið fyrir því,“ segir Kolbrún Inga. Hann þurfi að taka lyf við ADHD og er lyfjakostnaður fjölskyldunnar um 30 þúsund krónur á mánuði. Desember alltaf erfiðastur „Hann þyrfti líka að komast til sálfræðings einu sinni til tvisvar í mánuði og það er ekki niðurgreitt,“ segir Kolbrún Inga sem hefur ekki geta sent hann til sálfræðings vegna kostnaðar. Kolbrún segir desember stressa sig mest. Þó fær hún jólamat og gjafir fyrir strákana hjá hjálparsamtökum. „Ég er í hundrað prósent vinnu og ég er að reyna allt sem ég get til að geta boðið þeim upp á betra líf en ég bara get það ekki,“ segir hún og bætir við að erfiðast sé að þurfa alltaf að segja nei við börnin sín. Félagsmál Hjálparstarf Börn og uppeldi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Kolbrún Inga Carlsen er 34 ára gömul tveggja barna móðir. Hún ólst sjálf upp við fátækt hjá einstæðri móðir sem er öryrki. Kolbrún er hún með gigt og hjartagalla og gat ekkert unnið um tíma. Í dag er hún í hundrað prósent vinnu og fær um 320 þúsund krónur útborgað á mánuði. Þegar hún er búin að greiða leiguna segist hún eiga eftir um hundrað þúsund krónur. Þá á hún eftir að greiða mat í skólanum fyrir strákana sína, net, tryggingar og símreikning. Þá segist hún skulda mikið þar sem hún hafi stöðugt þurft að taka lán til að eiga ofan í sig og á. „Svo er ég bara með svona lán hér og þar, yfirdrátt sem ég hef þurft að taka í gegn um tíðina, ég þurfti að að redda mér pening fyrir tryggingu fyrir íbúðinni því ég á ekkert bakland,“ segir Kolbrún Inga. Hafragrautur eða morgunkorn í kvöldmat Á hvaða degi mánaðarins er allur peningur búinn? „Svona frá fyrsta til fimmta. Ég yfirleitt næ ekki að borga alla reikninga og þá er eftir matur og lyf út mánuðinn, þannig að það er strögl,“ segir Kolbrún Inga. Oftast tekst henni að hafa heitan mat tvö kvöld í viku með hjálp hjálparsamtaka. „Við borðum mikið af pylsum, núðlur og súpur,“ segir hún og tekur dæmi um pakkanúðlur og stafasúpu. „Það er ekki matur á hverjum degi,“ segir hún. Stundum fái þau sér morgunkorn eða hafragraut í kvöldmat. Er með stanslausar áhyggjur „Ég er með stanslausar áhyggjur. Ég myndi segja að ég gráti mig í svefn svona tvisvar í viku því ég er með áhyggjur af því hvernig ég eigi að kaupa í matinn í næstu viku,“ segir Kolbrún Inga. Strákarnir hennar fái sem betur fer mat í skólanum þó hún eigi oft erfitt með að borga hann. Hún segist borga um tuttugu þúsund krónur á mánuði fyrir matinn sem þeir fá. „Tuttugu þúsund er tuttugu þúsund og fyrir það gæti ég keypt mat hingað heim í tvær vikur. Svo finnst mér að það mætti niðurgreiða tómstundir,“ segir Kolbrún Inga en hún hefur ekki átt efni á því að hafa strákana sína í tómstundum. Þessa önn greiddi mæðrastyrksnefnd fyrir þá í körfubolta. Stráknum strítt vegna fátæktarinnar Hún segir að eldri stráknum hafi verið strítt vegna ástandsins. „Hann á ekki iphone og er ekki í flottustu fötunum og hann fær ekki að fara í bíó. Þar finnur hann rosalega mikið fyrir því,“ segir Kolbrún Inga. Hann þurfi að taka lyf við ADHD og er lyfjakostnaður fjölskyldunnar um 30 þúsund krónur á mánuði. Desember alltaf erfiðastur „Hann þyrfti líka að komast til sálfræðings einu sinni til tvisvar í mánuði og það er ekki niðurgreitt,“ segir Kolbrún Inga sem hefur ekki geta sent hann til sálfræðings vegna kostnaðar. Kolbrún segir desember stressa sig mest. Þó fær hún jólamat og gjafir fyrir strákana hjá hjálparsamtökum. „Ég er í hundrað prósent vinnu og ég er að reyna allt sem ég get til að geta boðið þeim upp á betra líf en ég bara get það ekki,“ segir hún og bætir við að erfiðast sé að þurfa alltaf að segja nei við börnin sín.
Félagsmál Hjálparstarf Börn og uppeldi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent