Hertar aðgerðir í Póllandi og stefnt á að bólusetja alla fullorðna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2020 21:18 Adam Niedzielski, heilbrigðisráðherra Póllands. EPA-EFE/Marcin Obara Yfirvöld í Póllandi kynntu í dag hertar sóttvarnaaðgerðir sem taka munu gildi þann 28. desember og gilda til 17. janúar. Öllum hótelum, skíðasvæðum og verslunarmiðstöðvum verður lokað í aðgerðunum. Adam Niedzielski, heilbrigðisráðherra landsins, kynnti aðgerðirnar í dag en gert er ráð fyrir að 40 milljarðar pólskra zloty, sem samsvarar um 1.408 milljörðum íslenskra króna, fari í stuðning til fyrirtækja sem þurfa að loka. Heilbrigðiskerfi Póllands hefur átt í miklum erfiðleikum við að takast á við aðra bylgju kórónuveirufaraldursins og hafa daglegar greiningar aukist gífurlega. Þegar mest lét í nóvember greindust 27 þúsund á einum sólarhringi. Niedzielski varaði fólk við því að mikil hætta væri á þriðju bylgju eftir áramót og biðlaði hann til Pólverja að gæta vel að sóttvörnum. Þó að von væri á bóluefni þýddi það ekki að hægt væri að slaka á. Aðgerðirnar munu ekki taka gildi fyrr en eftir jólahátíðirnar en útgöngubann verður á gamlárskvöld frá klukkan 7 að kvöldi og gildir það til 6 að morgni á nýársdag. Niedzielski sagði að það væri gert til að koma í veg fyrir hópamyndanir um áramótin og bætti hann við að allir þeir sem koma munu til landsins frá og með 28. desember þurfi að fara í tíu daga sóttkví. Pólsk yfirvöld gera ráð fyrir því að fyrstu skammtar bóluefnis við veirunni berist til landsins í lok desember. Stefnt er að því að bólusetja alla fullorðna í landinu, sem eru um 30 milljón manns, og hafa átta þúsund bólusetningarstöðvar verið settar upp um landið allt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Tengdar fréttir Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. 24. október 2020 08:12 Metfjöldi skráðra smita í Póllandi fjórða daginn í röð Alls greindust rúmlega 21.600 með kórónuveirusmit í Póllandi í gær og var því um ræða fjórða metdaginn í röð í landinu. 30. október 2020 14:06 Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Sjá meira
Adam Niedzielski, heilbrigðisráðherra landsins, kynnti aðgerðirnar í dag en gert er ráð fyrir að 40 milljarðar pólskra zloty, sem samsvarar um 1.408 milljörðum íslenskra króna, fari í stuðning til fyrirtækja sem þurfa að loka. Heilbrigðiskerfi Póllands hefur átt í miklum erfiðleikum við að takast á við aðra bylgju kórónuveirufaraldursins og hafa daglegar greiningar aukist gífurlega. Þegar mest lét í nóvember greindust 27 þúsund á einum sólarhringi. Niedzielski varaði fólk við því að mikil hætta væri á þriðju bylgju eftir áramót og biðlaði hann til Pólverja að gæta vel að sóttvörnum. Þó að von væri á bóluefni þýddi það ekki að hægt væri að slaka á. Aðgerðirnar munu ekki taka gildi fyrr en eftir jólahátíðirnar en útgöngubann verður á gamlárskvöld frá klukkan 7 að kvöldi og gildir það til 6 að morgni á nýársdag. Niedzielski sagði að það væri gert til að koma í veg fyrir hópamyndanir um áramótin og bætti hann við að allir þeir sem koma munu til landsins frá og með 28. desember þurfi að fara í tíu daga sóttkví. Pólsk yfirvöld gera ráð fyrir því að fyrstu skammtar bóluefnis við veirunni berist til landsins í lok desember. Stefnt er að því að bólusetja alla fullorðna í landinu, sem eru um 30 milljón manns, og hafa átta þúsund bólusetningarstöðvar verið settar upp um landið allt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Tengdar fréttir Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. 24. október 2020 08:12 Metfjöldi skráðra smita í Póllandi fjórða daginn í röð Alls greindust rúmlega 21.600 með kórónuveirusmit í Póllandi í gær og var því um ræða fjórða metdaginn í röð í landinu. 30. október 2020 14:06 Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Sjá meira
Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. 24. október 2020 08:12
Metfjöldi skráðra smita í Póllandi fjórða daginn í röð Alls greindust rúmlega 21.600 með kórónuveirusmit í Póllandi í gær og var því um ræða fjórða metdaginn í röð í landinu. 30. október 2020 14:06
Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59