Meiðyrðamál smálánarisa gegn Neytendasamtökunum fyrir dómstóla Sylvía Hall skrifar 18. desember 2020 08:26 Öll félögin sem veita smálán í gegnum netþjónustu eru ekki lengur skráð hér á landi heldur í Danmörku. VÍSIR/HAFSTEINN Munnlegur málflutningur í meiðyrðamáli smálánafyrirtækisins eCommerce gegn Breka Karlssyni og Neytendasamtökunum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau ummæli sem deilt er um voru sett fram í tölvupóstsamskiptum og alls fjögur talsins. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag þar sem rætt er við Ingvar Smára Birgisson, lögmann eCommerce. Hann segir meiðyrði ekki bundin við það að þau séu sett fram á vef- eða fjölmiðlum, heldur geti einnig verið um meiðyrði að ræða þegar ritað er í lokuðum hópum á Facebook, spjallrásum eða tölvupósti. Af hálfu eCommerce er þess krafist að ummælin verði dæmd dauð og ómerk. Þá fer fyrirtækið fram á skaðabætur upp á aðra milljón króna og birtingu leiðréttingar á ummælunum. Neytendasamtökin hafa gagnstefnt eCommerce í málinu og krafist einnar milljónar króna vegna ofgreidds kostnaðar, en samtökin fengu kröfuna framselda frá einstaklingi sem taldi sig hafa ofgreitt. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Vilhelm Umsvifamikið á smálánamarkaði Smálánafyrirtækið eCommerce bauð upp á smálán í gegnum fyrirtækin 1909, Hraðpeninga, Kredia, Múla og Smálán. Málefni eCommerce voru töluvert til umfjöllunar í fjölmiðlum sumarið 2019 eftir að Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, sagðist ekki geta ráðlagt neytendum að stunda viðskipti við fyrirtækið. Hafði hún efasemdir um að lántökukostnaður viðskiptavina yrði innan löglegra marka, en fyrirtækið hafði þá lækkað vexti niður í hæstu leyfilegu vexti. Í ágúst á síðasta ári úrskurðaði Neytendastofa svo að fyrirtækið hefði brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán með innheimtu kostnaðar af neytendalánum sem nam hærri árlegri hlutfallstölu kostnaðar en 50% að viðbættum stýrivöxtum. Þá hafi upplýsingagjöf í eyðublaði sem fylgdi lánum og lánssamningum verið ófullnægjandi. Fyrirtækið mótmæli úrskurðinum og sagðist ósammála því að íslensk lög myndu gilda um smálánasamninga. Var því ákveðið að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunarnefndar neytendamála. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti svo úrskurð Neytendastofu í vor. Smálán Neytendur Dómsmál Tengdar fréttir Ætla að vaða í CreditInfo og smálánafyrirtæki Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin ætla í sameiningu að uppræta smálánastarfsemi. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ þar sem fram kemur að stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð og aðstoða þolendur. 7. febrúar 2020 10:55 Smálánarisinn stofnar enn eitt lánafyrirækið hér á landi Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. 12. nóvember 2019 11:24 Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. 27. ágúst 2019 12:30 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu í dag þar sem rætt er við Ingvar Smára Birgisson, lögmann eCommerce. Hann segir meiðyrði ekki bundin við það að þau séu sett fram á vef- eða fjölmiðlum, heldur geti einnig verið um meiðyrði að ræða þegar ritað er í lokuðum hópum á Facebook, spjallrásum eða tölvupósti. Af hálfu eCommerce er þess krafist að ummælin verði dæmd dauð og ómerk. Þá fer fyrirtækið fram á skaðabætur upp á aðra milljón króna og birtingu leiðréttingar á ummælunum. Neytendasamtökin hafa gagnstefnt eCommerce í málinu og krafist einnar milljónar króna vegna ofgreidds kostnaðar, en samtökin fengu kröfuna framselda frá einstaklingi sem taldi sig hafa ofgreitt. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Vilhelm Umsvifamikið á smálánamarkaði Smálánafyrirtækið eCommerce bauð upp á smálán í gegnum fyrirtækin 1909, Hraðpeninga, Kredia, Múla og Smálán. Málefni eCommerce voru töluvert til umfjöllunar í fjölmiðlum sumarið 2019 eftir að Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, sagðist ekki geta ráðlagt neytendum að stunda viðskipti við fyrirtækið. Hafði hún efasemdir um að lántökukostnaður viðskiptavina yrði innan löglegra marka, en fyrirtækið hafði þá lækkað vexti niður í hæstu leyfilegu vexti. Í ágúst á síðasta ári úrskurðaði Neytendastofa svo að fyrirtækið hefði brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán með innheimtu kostnaðar af neytendalánum sem nam hærri árlegri hlutfallstölu kostnaðar en 50% að viðbættum stýrivöxtum. Þá hafi upplýsingagjöf í eyðublaði sem fylgdi lánum og lánssamningum verið ófullnægjandi. Fyrirtækið mótmæli úrskurðinum og sagðist ósammála því að íslensk lög myndu gilda um smálánasamninga. Var því ákveðið að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunarnefndar neytendamála. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti svo úrskurð Neytendastofu í vor.
Smálán Neytendur Dómsmál Tengdar fréttir Ætla að vaða í CreditInfo og smálánafyrirtæki Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin ætla í sameiningu að uppræta smálánastarfsemi. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ þar sem fram kemur að stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð og aðstoða þolendur. 7. febrúar 2020 10:55 Smálánarisinn stofnar enn eitt lánafyrirækið hér á landi Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. 12. nóvember 2019 11:24 Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. 27. ágúst 2019 12:30 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Ætla að vaða í CreditInfo og smálánafyrirtæki Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin ætla í sameiningu að uppræta smálánastarfsemi. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ þar sem fram kemur að stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð og aðstoða þolendur. 7. febrúar 2020 10:55
Smálánarisinn stofnar enn eitt lánafyrirækið hér á landi Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. 12. nóvember 2019 11:24
Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. 27. ágúst 2019 12:30