Lenda alltaf undir á útivelli en vinna samt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. desember 2020 15:30 Þessir tveir sáu til þess að Man United vann sinn tíunda útileik í röð i ensku úrvalsdeildinni í gær. EPA-EFE/Laurence Griffiths Sigur Manchester United á Sheffield United í gærkvöld var tíundi sigur liðsins á útivelli í röð í ensku úrvalsdeildinni. Á þessu tímabili hefur liðið alltaf lent undir á útivelli en samt tekist að knýja fram sigur. Eins og vanalega lenti Manchester United undir er liðið mætti Sheffield United á Bramall Lane í Sheffield í gærkvöld. Man Utd hefur nú leikið alls sex leiki á útivelli í ensku úrvalsdeildinni, alltaf lent undir og alltaf unnið. Á því var engin breyting í gær. Eftir að David McGoldrick kom heimamönnum yfir svöruðu gestirnir með þremur mörkum. Tvö frá Marcus Rashford og eitt frá Anthony Martial. McGoldrick skoraði reyndar aftur undir lok leiks en leiknum lauk með 3-2 sigri Man Utd. Var þetta tíundi útisigur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í röð, sem er met. Sex hafa komið á þessari leiktíð en fjórir á þeirri síðustu. Þá hélt Man Utd þrívegis hreinu, eitthvað sem hefur ekki enn gerst á þessari leiktíð. 10 - Manchester United are the fourth side in English top-flight history to record 10 consecutive away league wins, after Spurs (10 between April & October 1960), Chelsea (11 between April & December 2008) and Manchester City (11 between May & December 2017). Marching. pic.twitter.com/KErNCybCN3— OptaJoe (@OptaJoe) December 17, 2020 Þó svo að Ole Gunnar Solskjær geti huggað sig við það að hans menn komi alltaf til baka þá er varnarleikur liðsins í heild mikið áhyggjuefni og hefur það svo sannarlega kostað liðið í Meistaradeild Evrópu sem og á heimavelli sínum Old Trafford. Hefur liðið til að mynda fengið á sig 22 mörk í aðeins 12 deildarleikjum. Þá hefur spænski markvörðurinn David De Gea fengið mikla gagnrýni í vetur en kollegi hans Dean Henderson stóð milli stanganna í gær. Mistök hans gáfu Sheffield forystuna en síðara markið kom eftir hornspyrnu, þriðja útileikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni. Að því sögðu er Man Utd í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, fimm stigum minna en topplið Liverpool. Lærisveinar Solskjær eiga hins vegar leik til góða á öll liðin fyrir ofan sig í töflunni. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Martraðarbyrjun varð United ekki að falli Manchester United vann mikilvægan sigur á botnliði Sheffield United, 3-2, á útivelli í kvöld er liðin mættust á Bramall Lane í Sheffield. 17. desember 2020 21:56 Solskjær segir Henderson hafa staðist prófið með glæsibrag þrátt fyrir mistökin Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði markverðinum Dean Henderson eftir sigurinn á Sheffield United, 2-3, þrátt fyrir að mistök hans í fyrra marki heimamanna. 18. desember 2020 08:31 Solskjær um brottrekstur Bilic: „Vonandi fara fleiri að hugsa til langs tíma“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er vonsvikinn yfir því að sjá Slaven Bilic missa starfið hjá WBA en Bilic fékk reisupassann í gær. 17. desember 2020 23:00 Guardiola sagðist ekki þjálfa tæklingar en Solskjær virðist ekki þjálfa varnarleik Pep Guardiola sagði á sínu fyrsta ári hjá Manchester City að hann þjálfaði ekki tæklingar. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa tekið þetta skrefi lengra og einfaldlega sleppt því að þjálfa varnarleik yfir höfuð. 9. desember 2020 17:45 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira
Eins og vanalega lenti Manchester United undir er liðið mætti Sheffield United á Bramall Lane í Sheffield í gærkvöld. Man Utd hefur nú leikið alls sex leiki á útivelli í ensku úrvalsdeildinni, alltaf lent undir og alltaf unnið. Á því var engin breyting í gær. Eftir að David McGoldrick kom heimamönnum yfir svöruðu gestirnir með þremur mörkum. Tvö frá Marcus Rashford og eitt frá Anthony Martial. McGoldrick skoraði reyndar aftur undir lok leiks en leiknum lauk með 3-2 sigri Man Utd. Var þetta tíundi útisigur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í röð, sem er met. Sex hafa komið á þessari leiktíð en fjórir á þeirri síðustu. Þá hélt Man Utd þrívegis hreinu, eitthvað sem hefur ekki enn gerst á þessari leiktíð. 10 - Manchester United are the fourth side in English top-flight history to record 10 consecutive away league wins, after Spurs (10 between April & October 1960), Chelsea (11 between April & December 2008) and Manchester City (11 between May & December 2017). Marching. pic.twitter.com/KErNCybCN3— OptaJoe (@OptaJoe) December 17, 2020 Þó svo að Ole Gunnar Solskjær geti huggað sig við það að hans menn komi alltaf til baka þá er varnarleikur liðsins í heild mikið áhyggjuefni og hefur það svo sannarlega kostað liðið í Meistaradeild Evrópu sem og á heimavelli sínum Old Trafford. Hefur liðið til að mynda fengið á sig 22 mörk í aðeins 12 deildarleikjum. Þá hefur spænski markvörðurinn David De Gea fengið mikla gagnrýni í vetur en kollegi hans Dean Henderson stóð milli stanganna í gær. Mistök hans gáfu Sheffield forystuna en síðara markið kom eftir hornspyrnu, þriðja útileikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni. Að því sögðu er Man Utd í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, fimm stigum minna en topplið Liverpool. Lærisveinar Solskjær eiga hins vegar leik til góða á öll liðin fyrir ofan sig í töflunni.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Martraðarbyrjun varð United ekki að falli Manchester United vann mikilvægan sigur á botnliði Sheffield United, 3-2, á útivelli í kvöld er liðin mættust á Bramall Lane í Sheffield. 17. desember 2020 21:56 Solskjær segir Henderson hafa staðist prófið með glæsibrag þrátt fyrir mistökin Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði markverðinum Dean Henderson eftir sigurinn á Sheffield United, 2-3, þrátt fyrir að mistök hans í fyrra marki heimamanna. 18. desember 2020 08:31 Solskjær um brottrekstur Bilic: „Vonandi fara fleiri að hugsa til langs tíma“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er vonsvikinn yfir því að sjá Slaven Bilic missa starfið hjá WBA en Bilic fékk reisupassann í gær. 17. desember 2020 23:00 Guardiola sagðist ekki þjálfa tæklingar en Solskjær virðist ekki þjálfa varnarleik Pep Guardiola sagði á sínu fyrsta ári hjá Manchester City að hann þjálfaði ekki tæklingar. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa tekið þetta skrefi lengra og einfaldlega sleppt því að þjálfa varnarleik yfir höfuð. 9. desember 2020 17:45 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira
Martraðarbyrjun varð United ekki að falli Manchester United vann mikilvægan sigur á botnliði Sheffield United, 3-2, á útivelli í kvöld er liðin mættust á Bramall Lane í Sheffield. 17. desember 2020 21:56
Solskjær segir Henderson hafa staðist prófið með glæsibrag þrátt fyrir mistökin Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði markverðinum Dean Henderson eftir sigurinn á Sheffield United, 2-3, þrátt fyrir að mistök hans í fyrra marki heimamanna. 18. desember 2020 08:31
Solskjær um brottrekstur Bilic: „Vonandi fara fleiri að hugsa til langs tíma“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er vonsvikinn yfir því að sjá Slaven Bilic missa starfið hjá WBA en Bilic fékk reisupassann í gær. 17. desember 2020 23:00
Guardiola sagðist ekki þjálfa tæklingar en Solskjær virðist ekki þjálfa varnarleik Pep Guardiola sagði á sínu fyrsta ári hjá Manchester City að hann þjálfaði ekki tæklingar. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa tekið þetta skrefi lengra og einfaldlega sleppt því að þjálfa varnarleik yfir höfuð. 9. desember 2020 17:45