Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. desember 2020 12:10 Bankasýsla ríkisins hefur á ný mælst til þess að fjármálaráðherra hefji söluferli Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. Í bréfi sem Bankasýsla ríkisins sendi Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra var lagt til að eignarhlutur í Íslandsbanka verði auglýstur til sölu að ákjósanlegast væri að söluferlinu yrði lokið á fyrri helmingi næsta árs. Bankinn verði skráður á markað í kjölfar útboðs. Bankasýslan lagði fram sambærilega tillögu í vor en hún var dregin til baka vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Bjarni var að loknum ríkisstjórnarfundi spurður út í tillöguna en hún var rædd á fundinum. „Mér líst ágætlega á hana. Við höfum haft það svo sem á prjónunum frá því ríkisstjórnin var mynduð að draga úr eignarhlut ríkisins í fjármálakerfinu. Hann er sá mesti í Evrópu. Ekkert annað þjóðríki á jafn stóran hlut í sínu fjármálakerfi og íslenska ríkið og ég held að aðstæður hafi verið að þróast vel á þessu ári eða frá því Bankasýslan féll frá því að leggja þetta til vegna Covid faraldursins þá hefur ýmislegt gerst, íslenska hlutabréfavísitalan hefur farið upp um 50%, bankar í Evrópu hafa verið að hækka um rúmlega 30%.“ Það sé fjölmargt sem mæli með skráningu bankans á markað á þessum tímapunkti. „Ég held að það sé líka mikilvægt í öðru samhengi að ríkið dragi sig út úr þessum rekstri, bæði vegna áhættu og eins til að tryggja eðlilega samkeppni og fjölbreyttara eignarhald á íslenskum fjármálamarkaði og að lokum þá kemur það sé vel fyrir ríkissjóð við þessar aðstæður, hér er banki sem er með um hundrað og áttatíu milljarða í eigið fé.“ Hann telji að söluandvirðið sé í kringum 140 milljarða miðað við markaðsvirði annarra banka. „Það á svo sem eftir að skýrast allt saman í þessu ferli sem verður þá lagt af stað með núna.“ Aðspurður sagði Bjarni að ekki væri tímabært að úttala sig um stærð þess eignarhlutar sem hann vill selja en á fyrri stigum hafi verið horft til um fjórðungshlutar. Á lengra tímabili sjái Bjarni þó fyrir sér að ríkið losi um allan sinn hlut. „Ég held að það séu góðar líkur á að þetta geti tekist með ágætum stuðningi. Og ég held að það sé stuðningur við það líka í samfélaginu að ríkið eigi ekki að vera leiðandi eigandi að stóru fyrirtækjunum í fjármalarekstri á Íslandi.“ Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Salan á Íslandsbanka Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Í bréfi sem Bankasýsla ríkisins sendi Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra var lagt til að eignarhlutur í Íslandsbanka verði auglýstur til sölu að ákjósanlegast væri að söluferlinu yrði lokið á fyrri helmingi næsta árs. Bankinn verði skráður á markað í kjölfar útboðs. Bankasýslan lagði fram sambærilega tillögu í vor en hún var dregin til baka vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Bjarni var að loknum ríkisstjórnarfundi spurður út í tillöguna en hún var rædd á fundinum. „Mér líst ágætlega á hana. Við höfum haft það svo sem á prjónunum frá því ríkisstjórnin var mynduð að draga úr eignarhlut ríkisins í fjármálakerfinu. Hann er sá mesti í Evrópu. Ekkert annað þjóðríki á jafn stóran hlut í sínu fjármálakerfi og íslenska ríkið og ég held að aðstæður hafi verið að þróast vel á þessu ári eða frá því Bankasýslan féll frá því að leggja þetta til vegna Covid faraldursins þá hefur ýmislegt gerst, íslenska hlutabréfavísitalan hefur farið upp um 50%, bankar í Evrópu hafa verið að hækka um rúmlega 30%.“ Það sé fjölmargt sem mæli með skráningu bankans á markað á þessum tímapunkti. „Ég held að það sé líka mikilvægt í öðru samhengi að ríkið dragi sig út úr þessum rekstri, bæði vegna áhættu og eins til að tryggja eðlilega samkeppni og fjölbreyttara eignarhald á íslenskum fjármálamarkaði og að lokum þá kemur það sé vel fyrir ríkissjóð við þessar aðstæður, hér er banki sem er með um hundrað og áttatíu milljarða í eigið fé.“ Hann telji að söluandvirðið sé í kringum 140 milljarða miðað við markaðsvirði annarra banka. „Það á svo sem eftir að skýrast allt saman í þessu ferli sem verður þá lagt af stað með núna.“ Aðspurður sagði Bjarni að ekki væri tímabært að úttala sig um stærð þess eignarhlutar sem hann vill selja en á fyrri stigum hafi verið horft til um fjórðungshlutar. Á lengra tímabili sjái Bjarni þó fyrir sér að ríkið losi um allan sinn hlut. „Ég held að það séu góðar líkur á að þetta geti tekist með ágætum stuðningi. Og ég held að það sé stuðningur við það líka í samfélaginu að ríkið eigi ekki að vera leiðandi eigandi að stóru fyrirtækjunum í fjármalarekstri á Íslandi.“
Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Salan á Íslandsbanka Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira