Borgarleikhúsið og Kristín sýknuð af kröfu Atla Rafns í Landsrétti Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2020 15:05 Atli Rafn stefndi bæði Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur, þáverandi Borgarleikhússtjóra. vísir Landsréttur sýknaði í dag Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur fyrrverandi Borgarleikhússtjóra af kröfu Atla Rafns Sigurðssonar leikara. Héraðsdómur dæmdi stjórn leikfélagsins og Kristínu í fyrra til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá en Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður Leikfélags Reykjavíkur staðfestir að dómi héraðsdóms hafi verið snúið við í samtali við Vísi. Atli Rafn stefndi Kristínu og LR vegna uppsagnarinnar, sem hann taldi ólögmæta og byggðist á ásökunum um meinta kynferðislega áreitni hans. Hann krafðist þrettán milljóna króna í bætur vegna málsins en 5,5 milljónir voru dæmdar honum í skaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok október í fyrra. Héraðsdómur komst þá að þeirri niðurstöðu að Kristín og leikfélagið hefðu vegið að æru og persónu Atla Rafns með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. Þá komst dómurinn sérstaklega að þeirri niðurstöðu að Kristín hefði borið persónulega ábyrgð í málinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis var héraðsdómi snúið við og Kristín og leikfélagið sýknuð af öllum kröfum. Einn dómari hafi þó skilað sératkvæði. Hann hafi verið sammála meirihlutanum um að sýkna báða aðila af fjárkröfunni en telji að leikfélagið ætti að greiða Atla milljón krónur í miskabætur. Atli höfðaði einnig mál gegn Persónuvernd eftir að Borgarleikhúsið synjaði beiðni hans um upplýsingar í tengslum við kvartanirnar á hendur honum. Atli hafði betur í málinu í héraðsdómi í sumar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Borgarleikhússtjóra hefði ekki verið skylt að veita honum umbeðnar upplýsingar en sá úrskurður var felldur úr gildi með dómi héraðsdóms. Uppfært: Dómurinn hefur verið birtur á vefsíðu Landsréttar. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá en Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður Leikfélags Reykjavíkur staðfestir að dómi héraðsdóms hafi verið snúið við í samtali við Vísi. Atli Rafn stefndi Kristínu og LR vegna uppsagnarinnar, sem hann taldi ólögmæta og byggðist á ásökunum um meinta kynferðislega áreitni hans. Hann krafðist þrettán milljóna króna í bætur vegna málsins en 5,5 milljónir voru dæmdar honum í skaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok október í fyrra. Héraðsdómur komst þá að þeirri niðurstöðu að Kristín og leikfélagið hefðu vegið að æru og persónu Atla Rafns með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. Þá komst dómurinn sérstaklega að þeirri niðurstöðu að Kristín hefði borið persónulega ábyrgð í málinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis var héraðsdómi snúið við og Kristín og leikfélagið sýknuð af öllum kröfum. Einn dómari hafi þó skilað sératkvæði. Hann hafi verið sammála meirihlutanum um að sýkna báða aðila af fjárkröfunni en telji að leikfélagið ætti að greiða Atla milljón krónur í miskabætur. Atli höfðaði einnig mál gegn Persónuvernd eftir að Borgarleikhúsið synjaði beiðni hans um upplýsingar í tengslum við kvartanirnar á hendur honum. Atli hafði betur í málinu í héraðsdómi í sumar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Borgarleikhússtjóra hefði ekki verið skylt að veita honum umbeðnar upplýsingar en sá úrskurður var felldur úr gildi með dómi héraðsdóms. Uppfært: Dómurinn hefur verið birtur á vefsíðu Landsréttar.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira