Hallbera: Hélt mögulega að þetta væri búið Anton Ingi Leifsson skrifar 21. desember 2020 09:30 Hallbera í leik gegn Svíum á Laugardalsvelli í undankeppni EM. vísir/vilhelm Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir er spennt fyrir því að leika í atvinnumennsku á nýjan leik. Vinstri bakvörðurinn segir jafn framt að umræðan í kringum íslenska kvennalandsliðið á dögunum hafi verið óvægin. Hallbera samdi við AIK í Stokkhólmi þar sem hún mun leika á næstu leiktíð en Hallbera hefur áður leikið í Svíþjóð. Hún er spennt fyrir því að fara aftur til Svíþjóðar en AIK er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni. „Ég þarf að búa mig undir það að þetta verður aðeins öðruvísi barátta en undanfarin ár þar sem ég hef verið í toppbaráttunni,“ sagði Hallbera í Sportpakkanum í gærkvöldi. Hallbera er á leið út í nám og þurfti því að finna sér lið í Stokkhólmi, sem tókst. Hún segir að í fyrsta skipti hafi fótboltinn verið í öðru sæti. „Þetta er eiginlega fyrsta ákvörðunin sem ég tek með fótboltann sem: Þetta reddast. Ég varð að finna mér lið í Stokkhólmi og sem betur fer voru einhverjir sem vildu fá mig. Það er ekkert sjálfgefið að hlaupa út í atvinnumennsku 34 ára gömul.“ Evrópumótinu kvenna, sem átti að fara fram á næsta ári, var frestað um eitt ár og fyrst um sinn hélt Hallbera þá að landsliðsferlinum hjá sér væri mögulega lokið. „Ég viðurkenni að fyrst þegar þessu móti var frestað þá hélt ég að þetta væri mögulega bara búið. Líkaminn er í góðu standi og ég er að halda í við hraða og annað. Meðan það er þannig þá finnst mér ég eiga fullt erindi í þetta enn þá.“ „Það er búið að vera rót á ýmsu tengdu landsliðinu og ég held að það sé öllu til góðs að þessu móti sé frestað.“ Jón Þór Hauksson lét af störfum sem landsliðsþjálfari á dögunum eftir atvik sem átti sér stað í fögnuði íslenska liðsins í Ungverjalandi. Hallbera sagði umræðuna óvægna. „Það var mikið af sögum og útskýringum sem voru ekki réttar. Það er erfitt að fylgjast með umræðu þegar hún er óvægin; bæði gagnvart þjálfaranum og leikmönnum.“ „Mér finnst umhugsunarefni að oft er ágætt að anda inn og út áður en maður tjáir sig um einhver svona málefni,“ sagði Hallbera. Klippa: Hallbera Guðný Gísladóttir er spennt fyrir nýjum áskorunum Íslenski boltinn Valur KSÍ Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira
Hallbera samdi við AIK í Stokkhólmi þar sem hún mun leika á næstu leiktíð en Hallbera hefur áður leikið í Svíþjóð. Hún er spennt fyrir því að fara aftur til Svíþjóðar en AIK er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni. „Ég þarf að búa mig undir það að þetta verður aðeins öðruvísi barátta en undanfarin ár þar sem ég hef verið í toppbaráttunni,“ sagði Hallbera í Sportpakkanum í gærkvöldi. Hallbera er á leið út í nám og þurfti því að finna sér lið í Stokkhólmi, sem tókst. Hún segir að í fyrsta skipti hafi fótboltinn verið í öðru sæti. „Þetta er eiginlega fyrsta ákvörðunin sem ég tek með fótboltann sem: Þetta reddast. Ég varð að finna mér lið í Stokkhólmi og sem betur fer voru einhverjir sem vildu fá mig. Það er ekkert sjálfgefið að hlaupa út í atvinnumennsku 34 ára gömul.“ Evrópumótinu kvenna, sem átti að fara fram á næsta ári, var frestað um eitt ár og fyrst um sinn hélt Hallbera þá að landsliðsferlinum hjá sér væri mögulega lokið. „Ég viðurkenni að fyrst þegar þessu móti var frestað þá hélt ég að þetta væri mögulega bara búið. Líkaminn er í góðu standi og ég er að halda í við hraða og annað. Meðan það er þannig þá finnst mér ég eiga fullt erindi í þetta enn þá.“ „Það er búið að vera rót á ýmsu tengdu landsliðinu og ég held að það sé öllu til góðs að þessu móti sé frestað.“ Jón Þór Hauksson lét af störfum sem landsliðsþjálfari á dögunum eftir atvik sem átti sér stað í fögnuði íslenska liðsins í Ungverjalandi. Hallbera sagði umræðuna óvægna. „Það var mikið af sögum og útskýringum sem voru ekki réttar. Það er erfitt að fylgjast með umræðu þegar hún er óvægin; bæði gagnvart þjálfaranum og leikmönnum.“ „Mér finnst umhugsunarefni að oft er ágætt að anda inn og út áður en maður tjáir sig um einhver svona málefni,“ sagði Hallbera. Klippa: Hallbera Guðný Gísladóttir er spennt fyrir nýjum áskorunum
Íslenski boltinn Valur KSÍ Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira