Sérfræðingar meta stöðuna í birtingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2020 09:06 Skriðan á föstudag skildi eftir sig mikla eyðileggingu á Seyðisfirði. Vísir/Egill Rýmingar eru enn í gildi á Seyðisfirði vegna hættu á aurskriðum og 276 íbúar bíða þess að snúa heim. Allt virðist hafa verið með kyrrum kjörum á svæðinu í nótt, að sögn ofanflóðasérfræðings, og úrkoma hefur verið lítil síðasta sólarhring. Staðan verður metin þegar líða tekur á daginn. Magni Hreinn Jónsson ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að staðan á Seyðisfirði sé, að því er hann best veit, óbreytt síðan í gær. Ofanflóðasérfræðingar haldi áfram vettvangsvinnu í birtingu. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við Vísi að fundað verði um stöðuna í dag. 581 íbúum Seyðisfjarðar var gert að yfirgefa heimili sín á föstudag eftir að stór skriða féll á bæinn síðdegis. 305 íbúar fengu að snúa aftur heim í gær. Jóhann segir að enn sé of snemmt að segja til um það hvort allir, eða hluti, þeirra 276 sem eftir eru fái að fara heim í dag. Ekki náðist í Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón á Austurlandi við vinnslu fréttarinnar en hann segir í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að þetta skýrist í dag. Þá sé hugsanlegt að fólk fái að fara inn á svæðið í fylgd björgunarsveita í dag. Fram kom í tilkynningu frá almannavörnum í gærkvöldi að enn væri hætta á skriðuföllum á ákveðnum svæðum og þau verði því áfram rýmd. Fljótlega verði opnuð þjónustumiðstöð almannavarna fyrir íbúa á Seyðisfirði. Þá áréttar aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi í tilkynningu í morgun að allir gæti að sóttvörnum í kringum þá umferð og vinnu sem stendur yfir á Seyðisfirði og á Egilsstöðum. Mikilvægt sé að allir noti grímu, gæti að fjarlægðarmörkum og handþvotti. Einnig er áréttuð sú krafa sóttvarnayfirvalda að enginn komi til aðstoðar á Seyðisfjörð án þess að hafa verið skimaður fyrir kórónuveirunni. Veður hefur verið milt á Seyðisfirði í nótt og í morgun, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar. Lítil sem engin úrkoma hefur mælst; engin í nótt en örlítil í morgun. Þá er spáð þurru veðri á Austfjörðum í dag en slyddu eða rigningu seint í nótt. Úrkomulítið síðdegis á morgun og vægt frost. Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Tengdar fréttir Þjónustumiðstöð almannavarna verður opnuð á Seyðisfirði Almannavarnir munu fljótlega opna þjónustumiðstöð fyrir íbúa á Seyðisfirði. Verkefni slíkrar miðstöðvar felst meðal annars í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og þá sem hættan hefur haft önnur bein áhrif á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 20. desember 2020 20:52 Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunarsveitarbíl „Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“ 20. desember 2020 16:25 Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. 20. desember 2020 14:55 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Magni Hreinn Jónsson ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að staðan á Seyðisfirði sé, að því er hann best veit, óbreytt síðan í gær. Ofanflóðasérfræðingar haldi áfram vettvangsvinnu í birtingu. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við Vísi að fundað verði um stöðuna í dag. 581 íbúum Seyðisfjarðar var gert að yfirgefa heimili sín á föstudag eftir að stór skriða féll á bæinn síðdegis. 305 íbúar fengu að snúa aftur heim í gær. Jóhann segir að enn sé of snemmt að segja til um það hvort allir, eða hluti, þeirra 276 sem eftir eru fái að fara heim í dag. Ekki náðist í Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón á Austurlandi við vinnslu fréttarinnar en hann segir í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að þetta skýrist í dag. Þá sé hugsanlegt að fólk fái að fara inn á svæðið í fylgd björgunarsveita í dag. Fram kom í tilkynningu frá almannavörnum í gærkvöldi að enn væri hætta á skriðuföllum á ákveðnum svæðum og þau verði því áfram rýmd. Fljótlega verði opnuð þjónustumiðstöð almannavarna fyrir íbúa á Seyðisfirði. Þá áréttar aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi í tilkynningu í morgun að allir gæti að sóttvörnum í kringum þá umferð og vinnu sem stendur yfir á Seyðisfirði og á Egilsstöðum. Mikilvægt sé að allir noti grímu, gæti að fjarlægðarmörkum og handþvotti. Einnig er áréttuð sú krafa sóttvarnayfirvalda að enginn komi til aðstoðar á Seyðisfjörð án þess að hafa verið skimaður fyrir kórónuveirunni. Veður hefur verið milt á Seyðisfirði í nótt og í morgun, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar. Lítil sem engin úrkoma hefur mælst; engin í nótt en örlítil í morgun. Þá er spáð þurru veðri á Austfjörðum í dag en slyddu eða rigningu seint í nótt. Úrkomulítið síðdegis á morgun og vægt frost.
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Tengdar fréttir Þjónustumiðstöð almannavarna verður opnuð á Seyðisfirði Almannavarnir munu fljótlega opna þjónustumiðstöð fyrir íbúa á Seyðisfirði. Verkefni slíkrar miðstöðvar felst meðal annars í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og þá sem hættan hefur haft önnur bein áhrif á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 20. desember 2020 20:52 Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunarsveitarbíl „Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“ 20. desember 2020 16:25 Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. 20. desember 2020 14:55 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Þjónustumiðstöð almannavarna verður opnuð á Seyðisfirði Almannavarnir munu fljótlega opna þjónustumiðstöð fyrir íbúa á Seyðisfirði. Verkefni slíkrar miðstöðvar felst meðal annars í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og þá sem hættan hefur haft önnur bein áhrif á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 20. desember 2020 20:52
Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunarsveitarbíl „Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“ 20. desember 2020 16:25
Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. 20. desember 2020 14:55