Vinur Mo Salah segir hann ósáttan og heldur að Liverpool selji hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 09:16 Mohamed Salah skoraði þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum sem færðu Liverpool fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. AP/Peter Powell Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og Mohamed Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar. Egyptinn er samt ekki ánægður hjá Liverpool ef marka má orð vinar hans. Liverpool gæti selt Mohamed Salah á næstunni ef marka má fréttir erlendri miðla en Egyptinn hefur lengi verið orðaður við stórlið Real Madrid og Barcelona. Salah hefur oft áður verið orðaður við spænsku liðin en nú þykir óánægja hans hjá Liverpool ýta enn frekar undir þennan orðróm. Það er viðtal við vin hans sem hefur vakið talsverða athygli. Mohamed Aboutrika, fyrrum liðsfélagi Mohamed Salah í egypska landsliðinu og vinur hans, ræddi mál Salah í viðtali við beIN Sport. 'I called Salah about his situation at Liverpool and he is upset. I know that Salah is not happy in Liverpool, he told me the reasons why he is not happy.'https://t.co/u2vtuDWjvR— SPORTbible (@sportbible) December 21, 2020 Samkvæmt Mohamed Aboutrika þá er Salah óánægður í Liverpool þessa stundina þrátt fyrir gott gengi liðsins og að hann sé markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar með þrettán mörk. „Ég hringdi í Salah og ræddi við hann um stöðu hans hjá Liverpool. Hann er ósáttur en það mun samt ekki hafa nein áhrif á frammistöðu hans inn á vellinum,“ sagði Mohamed Aboutrika við beIN Sport. „Ég veit að Salah er ekki ánægður hjá Liverpool. Hann sagði mér ástæðurnar fyrir því en þær eru leyndarmál og ég má ekki tala um þær opinberlega. Ein af ástæðunum sem gerðu Salah reiðann var samt sú staðreynd að hann fékk ekki fyrirliðabandið á móti Midtjylland,“ sagði Aboutrika. Surely not Mohamed Salah's former international team-mate, Mohamed Aboutrika, thinks Liverpool are considering selling him. pic.twitter.com/0cDXrSqCjI— Goal (@goal) December 20, 2020 Liverpool lék án allra fyrirliða sinna á móti Midtjylland (Jordan Henderson, James Milner, Virgil van Dijk, Georginio Wijnaldum) en Mo Salah fékk ekki fyrirliðabandið heldur Trent Alexander-Arnold. Aboutrika henti líka fram annarri fullyrðingu í viðtalinu. „Ef Salah væri leikmaður Real Madrid eða Barcelona og að spila eins vel og hann gerir hjá Liverpool þá væri hann búinn að vinna Ballon d'Or. Það er því fullkomlega eðlilegt hjá spænskum blaðamönnum að spyrja hann út í Real Madrid eða Barcelona,“ sagði Aboutrika en Mohamed Salah hefur ekki viljað loka á þann möguleika að fara til spænsku stórliðanna. „Ég held að Liverpool sé að hugsa um að selja Salah til að bæta fjárhagsstöðu sína. Ég hef engin áhrif á Salah en hann er vinur minn og ég veit að hann er nógu klár til að vita hvað sé best fyrir sig,“ sagði Mohamed Aboutrika. Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Liverpool gæti selt Mohamed Salah á næstunni ef marka má fréttir erlendri miðla en Egyptinn hefur lengi verið orðaður við stórlið Real Madrid og Barcelona. Salah hefur oft áður verið orðaður við spænsku liðin en nú þykir óánægja hans hjá Liverpool ýta enn frekar undir þennan orðróm. Það er viðtal við vin hans sem hefur vakið talsverða athygli. Mohamed Aboutrika, fyrrum liðsfélagi Mohamed Salah í egypska landsliðinu og vinur hans, ræddi mál Salah í viðtali við beIN Sport. 'I called Salah about his situation at Liverpool and he is upset. I know that Salah is not happy in Liverpool, he told me the reasons why he is not happy.'https://t.co/u2vtuDWjvR— SPORTbible (@sportbible) December 21, 2020 Samkvæmt Mohamed Aboutrika þá er Salah óánægður í Liverpool þessa stundina þrátt fyrir gott gengi liðsins og að hann sé markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar með þrettán mörk. „Ég hringdi í Salah og ræddi við hann um stöðu hans hjá Liverpool. Hann er ósáttur en það mun samt ekki hafa nein áhrif á frammistöðu hans inn á vellinum,“ sagði Mohamed Aboutrika við beIN Sport. „Ég veit að Salah er ekki ánægður hjá Liverpool. Hann sagði mér ástæðurnar fyrir því en þær eru leyndarmál og ég má ekki tala um þær opinberlega. Ein af ástæðunum sem gerðu Salah reiðann var samt sú staðreynd að hann fékk ekki fyrirliðabandið á móti Midtjylland,“ sagði Aboutrika. Surely not Mohamed Salah's former international team-mate, Mohamed Aboutrika, thinks Liverpool are considering selling him. pic.twitter.com/0cDXrSqCjI— Goal (@goal) December 20, 2020 Liverpool lék án allra fyrirliða sinna á móti Midtjylland (Jordan Henderson, James Milner, Virgil van Dijk, Georginio Wijnaldum) en Mo Salah fékk ekki fyrirliðabandið heldur Trent Alexander-Arnold. Aboutrika henti líka fram annarri fullyrðingu í viðtalinu. „Ef Salah væri leikmaður Real Madrid eða Barcelona og að spila eins vel og hann gerir hjá Liverpool þá væri hann búinn að vinna Ballon d'Or. Það er því fullkomlega eðlilegt hjá spænskum blaðamönnum að spyrja hann út í Real Madrid eða Barcelona,“ sagði Aboutrika en Mohamed Salah hefur ekki viljað loka á þann möguleika að fara til spænsku stórliðanna. „Ég held að Liverpool sé að hugsa um að selja Salah til að bæta fjárhagsstöðu sína. Ég hef engin áhrif á Salah en hann er vinur minn og ég veit að hann er nógu klár til að vita hvað sé best fyrir sig,“ sagði Mohamed Aboutrika.
Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira