Fótbolti

Mikael kom við sögu er Mid­tjylland fór á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikael Anderson kom við sögu er Midtjylland tryggði sér toppsæti dönsku úrvalsdeildarinnar yfir hátíðirnar.
Mikael Anderson kom við sögu er Midtjylland tryggði sér toppsæti dönsku úrvalsdeildarinnar yfir hátíðirnar. Jonathan Moscrop/Getty

Danmerkurmeistarar Midtjylland fóru á topp dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 3-1 sigri á Nordsjælland í kvöld. Alexander Scholz var á skotskónum og Mikael Neville Anderson kom inn af bekknum undir lok leiks.

Heimamenn í Midtjylland hófu leikinn af gríðarlegum krafti og voru komnir 2-0 yfir eftir aðeins tólf mínútna leik. Anders Dreyer skoraði eftir aðeins átta mínútur og fjórum mínútum síðar lagði hann upp mark Scholz.

Meistararnir virtust ætla inn í hálfleik með tveggja marka forystu en undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Mikkel Rygaard Jensen metin fyrir Nordsjælland og staðan því 2-1 í hálfleik.

Á 67. mínútu skoraði Sory Kaba og kom heimamönnum aftur í tveggja marka forystu. Staðan orðin 3-1 og reyndust það lokatölur. Skömmu síðar kom Mikael Anderson inn af varamannabekk Midtjylland.

Sigurinn lyftir meisturunum upp í toppsæti deildarinnar með 27 stig að loknum 13 umferðum líkt og Bröndby. Meistararnir eru með betri markatölu og þar af leiðandi á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×