Verðbólga mælist 3,6 prósent Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. desember 2020 12:10 Hagstofan. VÍSIR Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. Hagstofan greindi frá því í morgun að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desembermánuði hækkar um 0,20% frá fyrri mánuði. Heiðrún Erika Guðmundsdóttir er deildarstjóri vísitöludeildar hjá Hagstofu Íslands. „Það er ekki víst að fólk finni fyrir því algjörlega á augnablikinu sem hækkunin kemur en þegar þetta safnast upp yfir tíma og í fleiri neysluvörum þá fer fólk að fyrir því að geta keypt minna fyrri þær ráðstöfunartekjur sem það hefur, þannig smátt og smátt þá finnur fólk fyrir því að verðlag verður hærra,“ sagði Heiðrún Erika. Verðbólga mælist því 3,6 prósent. „Við tölum um 12 mánaða breytingu. Vísitala neysluverðs hefur á einu ári hækkað um 3,6 prósent og þá er talað um að verðbólgan sé 3,6 prósent. Hún er búin að vera á bilinu 3,5-3,6 núna síðustu fjóra mánuði en hún var minni í upphafi ársins 2020 þá var hún 1,7. Verðbólgan hefur aðeins farið upp á við núna þegar liðið hefur á árið.“ Breytingar á neyslu fólks Faraldur kórónuveirunnar hafi áhrif. „Þegar Covid kemur til sögunnar þá breytist svo mikið í samfélaginu. Bæði rýrnaði gjaldmiðillinn okkar lítillega í vor og í sumar sem hefur áhrif á allt innflutningsverðlag.“ Einnig eru ákveðnar breytingar á neyslu fólks. Það kaupi meira af mat og drykk og nýtir peningana ekki í leikhúsmiða þar sem leikhúsin eru lokuð að sögn Heiðrúnar. „Fólk nær ekki að sinna hlutum sem það sinnti áður, það ferðast minna og annað slíkt, þannig við sjáum kannski þrýsting í þeim neysluflokkum þar sem fólk er að eyða peningunum sínum núna,“ sagði Heiðrún Erika. Atvinnuleysi hækkar milli mánaða Alls voru 14.900 atvinnulausir í nóvembermánuði eða 7,1 prósent af vinnuaflinu og hækkaði atvinnuleysi milli mánaða. Vinnumarkaður Verðlag Neytendur Íslenska krónan Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Hagstofan greindi frá því í morgun að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desembermánuði hækkar um 0,20% frá fyrri mánuði. Heiðrún Erika Guðmundsdóttir er deildarstjóri vísitöludeildar hjá Hagstofu Íslands. „Það er ekki víst að fólk finni fyrir því algjörlega á augnablikinu sem hækkunin kemur en þegar þetta safnast upp yfir tíma og í fleiri neysluvörum þá fer fólk að fyrir því að geta keypt minna fyrri þær ráðstöfunartekjur sem það hefur, þannig smátt og smátt þá finnur fólk fyrir því að verðlag verður hærra,“ sagði Heiðrún Erika. Verðbólga mælist því 3,6 prósent. „Við tölum um 12 mánaða breytingu. Vísitala neysluverðs hefur á einu ári hækkað um 3,6 prósent og þá er talað um að verðbólgan sé 3,6 prósent. Hún er búin að vera á bilinu 3,5-3,6 núna síðustu fjóra mánuði en hún var minni í upphafi ársins 2020 þá var hún 1,7. Verðbólgan hefur aðeins farið upp á við núna þegar liðið hefur á árið.“ Breytingar á neyslu fólks Faraldur kórónuveirunnar hafi áhrif. „Þegar Covid kemur til sögunnar þá breytist svo mikið í samfélaginu. Bæði rýrnaði gjaldmiðillinn okkar lítillega í vor og í sumar sem hefur áhrif á allt innflutningsverðlag.“ Einnig eru ákveðnar breytingar á neyslu fólks. Það kaupi meira af mat og drykk og nýtir peningana ekki í leikhúsmiða þar sem leikhúsin eru lokuð að sögn Heiðrúnar. „Fólk nær ekki að sinna hlutum sem það sinnti áður, það ferðast minna og annað slíkt, þannig við sjáum kannski þrýsting í þeim neysluflokkum þar sem fólk er að eyða peningunum sínum núna,“ sagði Heiðrún Erika. Atvinnuleysi hækkar milli mánaða Alls voru 14.900 atvinnulausir í nóvembermánuði eða 7,1 prósent af vinnuaflinu og hækkaði atvinnuleysi milli mánaða.
Vinnumarkaður Verðlag Neytendur Íslenska krónan Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira