Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2020 11:48 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. Líkt og fjallað var um í fjölmiðlum í gær hefur Bjarni sætt mikilli gagnrýni vegna málsins enda voru í samkvæminu mun fleiri saman komnir en fjöldatakmarkanir gera ráð fyrir og sóttvörunum ábótavant. „Á aðfangadag rigndi gagnrýni yfir Bjarna Benediksson, forystumann í stjórnmálum, sem var gripinn af lögreglu við að brjóta strangar reglur um samkomutakmarkanir,“ segir ennfremur í frétt B.T. þar sem vitnað er í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um málið og málsatvikum lýst. Þá er einnig vitnað í Facebook-færslu Jóns Magnúsar Jóhannessonar læknis sem er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ráðherrann og kallar eftir tafarlausri afsögn hans. Sömuleiðis er vitnað í gagnrýni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, og Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Þá fylgir fréttinni dönsk þýðing á Facebook-færslu Bjarna frá því í gær þar sem hann biðst afsökunar á málinu. B.T. er ekki eini norræni fjölmiðillinn sem fjallar um málið í dag en það gerir norska blaðið VG til að mynda einnig. „Íslenska lögreglan stöðvaði á Þorláksmessu samkvæmi þar sem á milli 40 og 50 manns voru saman komnir sem fól í sér brot á sóttvarnareglum. Í veislunni var einnig ráðherra í íslensku ríkisstjórninni,“ segir í frétt VG. Finnska blaðið Iltalehti fjallar einnig um málið þar sem meðal annars er vitnað í orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem segir það afar slæmt þegar ráðamenn fylgi ekki settum reglum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Líkt og fjallað var um í fjölmiðlum í gær hefur Bjarni sætt mikilli gagnrýni vegna málsins enda voru í samkvæminu mun fleiri saman komnir en fjöldatakmarkanir gera ráð fyrir og sóttvörunum ábótavant. „Á aðfangadag rigndi gagnrýni yfir Bjarna Benediksson, forystumann í stjórnmálum, sem var gripinn af lögreglu við að brjóta strangar reglur um samkomutakmarkanir,“ segir ennfremur í frétt B.T. þar sem vitnað er í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um málið og málsatvikum lýst. Þá er einnig vitnað í Facebook-færslu Jóns Magnúsar Jóhannessonar læknis sem er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ráðherrann og kallar eftir tafarlausri afsögn hans. Sömuleiðis er vitnað í gagnrýni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, og Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Þá fylgir fréttinni dönsk þýðing á Facebook-færslu Bjarna frá því í gær þar sem hann biðst afsökunar á málinu. B.T. er ekki eini norræni fjölmiðillinn sem fjallar um málið í dag en það gerir norska blaðið VG til að mynda einnig. „Íslenska lögreglan stöðvaði á Þorláksmessu samkvæmi þar sem á milli 40 og 50 manns voru saman komnir sem fól í sér brot á sóttvarnareglum. Í veislunni var einnig ráðherra í íslensku ríkisstjórninni,“ segir í frétt VG. Finnska blaðið Iltalehti fjallar einnig um málið þar sem meðal annars er vitnað í orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem segir það afar slæmt þegar ráðamenn fylgi ekki settum reglum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira