Ævintýri Justin Shouse á Íslandi í heimildarmyndinni „Kjúklingur og körfubolti“ í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 12:00 Justin Shouse var kjörinn mikilvægasti leikmaðurinn í bikarúrslitaleiknum árið 2015. Hér fær hann verðlaunin frá Hannesi Jónssyni formanni KKÍ. vísir/þórdís Justin Shouse kom til Íslands fyrir fimmtán árum og er einn af eftirminnilegustu körfuboltamönnum sem leikið hafa í efstu deild á Íslandi. Hann átti skilið að fá um sig heimildarmynd sem verður frumsýnd í kvöld. Stöð 2 Sport sýnir í kvöld heimildarmynd um ævintýri Justin Shouse á Íslandi en hún hefur fengið nafnið „Kjúklingur og körfubolti“ og er í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Justin Shouse kom til Íslands fyrst árið 2005 til að spila körfubolta með Drang í Vík í Mýrdal. Hann kom hingað frá Erie í Pennsylvaniu þar sem hann hafði spilað með Mercyhurst University í bandaríska háskólaboltanum. Eftir eitt magnað tímabil með Drangi í 1. deildinni þar sem Justin skoraði 37,7 stig í leik þá fékk hann tækifæri með Snæfelli í úrvalsdeildinni. Justin Shouse spilaði tvö tímabil með Snæfelli og varð bikarmeistari með liðinu 2008. Tímabilið eftir fór hann til Stjörnunnar þar sem hann spilaði síðustu níu tímabil sín á ferlinum. Shouse var í ítarlegu viðtali við Vísi árið 2013 þar sem hann fór um víðan völl. Justin náði ekki að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni en hann bætti við þremur bikarmeistaratitlum. Justin Shouse var tvisvar kosinn besti leikmaður tímabilsins eftir að hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Shouse sló stoðsendingametið í úrvalsdeildinni á sínum ferli en það var áður í eigu Jóns Arnars Ingvarssonar. Justin Shouse var alls með 4606 stig og 1486 stoðsendingar í 230 leikjum í úrvalsdeildinni eða 20,0 stig og 6,5 stoðsendingar í leik. AMAZING NEWS! The documentary, Justin Shouse: Kjúklingur og Körfubolti airs Monday, December 28th at 20:00 on Stöð 2...Posted by Justin Shouse on Sunnudagur, 27. desember 2020 Hann er leikjahæsti (186 leikir), langstigahæsti (3757 stig) og langstoðsendingahæsti (1212 stoðsendingar) leikmaður Stjörnunnar í úrvalsdeildinni og árið 2019 heiðraði Stjarnan hann með því að hengja upp treyju númer 12 sem verður ekki notuð hjá Stjörnunni honum til heiðurs. Justin Shouse hefur verið mjög vinsæll kennari á Íslandi með því að spila körfubolta og eftir að hann hætti í körfunni þá stofnaði hann sinn eigin veitingastað. Kjúklingavængirnir hans hjá Vængjavagninnum Just Wingin it hafa slegið í gegn og koma auðvitað mikið við sögu í myndinni. Í heimildarmyndinni er annars farið yfir allan feril Justins sem og ævintýri hans utan vallar. Heimildarmyndin „Justin Shouse - Kjúklingur og körfubolti“ verður frumsýnd klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport í kvöld. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir í kvöld heimildarmynd um ævintýri Justin Shouse á Íslandi en hún hefur fengið nafnið „Kjúklingur og körfubolti“ og er í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Justin Shouse kom til Íslands fyrst árið 2005 til að spila körfubolta með Drang í Vík í Mýrdal. Hann kom hingað frá Erie í Pennsylvaniu þar sem hann hafði spilað með Mercyhurst University í bandaríska háskólaboltanum. Eftir eitt magnað tímabil með Drangi í 1. deildinni þar sem Justin skoraði 37,7 stig í leik þá fékk hann tækifæri með Snæfelli í úrvalsdeildinni. Justin Shouse spilaði tvö tímabil með Snæfelli og varð bikarmeistari með liðinu 2008. Tímabilið eftir fór hann til Stjörnunnar þar sem hann spilaði síðustu níu tímabil sín á ferlinum. Shouse var í ítarlegu viðtali við Vísi árið 2013 þar sem hann fór um víðan völl. Justin náði ekki að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni en hann bætti við þremur bikarmeistaratitlum. Justin Shouse var tvisvar kosinn besti leikmaður tímabilsins eftir að hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Shouse sló stoðsendingametið í úrvalsdeildinni á sínum ferli en það var áður í eigu Jóns Arnars Ingvarssonar. Justin Shouse var alls með 4606 stig og 1486 stoðsendingar í 230 leikjum í úrvalsdeildinni eða 20,0 stig og 6,5 stoðsendingar í leik. AMAZING NEWS! The documentary, Justin Shouse: Kjúklingur og Körfubolti airs Monday, December 28th at 20:00 on Stöð 2...Posted by Justin Shouse on Sunnudagur, 27. desember 2020 Hann er leikjahæsti (186 leikir), langstigahæsti (3757 stig) og langstoðsendingahæsti (1212 stoðsendingar) leikmaður Stjörnunnar í úrvalsdeildinni og árið 2019 heiðraði Stjarnan hann með því að hengja upp treyju númer 12 sem verður ekki notuð hjá Stjörnunni honum til heiðurs. Justin Shouse hefur verið mjög vinsæll kennari á Íslandi með því að spila körfubolta og eftir að hann hætti í körfunni þá stofnaði hann sinn eigin veitingastað. Kjúklingavængirnir hans hjá Vængjavagninnum Just Wingin it hafa slegið í gegn og koma auðvitað mikið við sögu í myndinni. Í heimildarmyndinni er annars farið yfir allan feril Justins sem og ævintýri hans utan vallar. Heimildarmyndin „Justin Shouse - Kjúklingur og körfubolti“ verður frumsýnd klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira