„Þetta er langþráður dagur“ Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2020 08:28 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm „Þetta er langþráður dagur. Að geta tekið á móti fyrstu sendingu af bóluefni. Það er bara alveg frábært.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um daginn í dag en von er á fyrstu sendingu af bóluefni Pfizer til landsins í dag. Þórólfur ræddi þetta og ýmislegt fleira í samtali við Bítismenn á Bylgjunni í morgun. Sagði hann fá tilfelli hafa verið að greinast nú yfir hátíðarnar. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað mörg sýni hafa verið tekin. Við höfum ekki verið með vaktina alveg í fullum gangi yfir jólin. Það á eftir að gera það svolítið upp. Sýnatökurnar hafa verið færri en venjulega, þannig að það þarf að skoða þetta í því ljósi. Nú byrja virku dagarnir aftur þannig að þá sjáum við aðeins betur hvernig þetta stendur.“ En miðað við það sem þú veist, ertu þá þokkalega ánægður með árangurinn? „Já, já. Þetta eru ekkert margir sem hafa greinst núna yfir hátíðarnar. Frá 22. [desember] hafa 27 einstaklingar greinst hér innanlands og þar af níu verið utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur og bætir við að það muni svo skýrast síðar í vikunni og upp úr áramótum hvaða áhrif mögulegar samkomur og veisluhöld yfir hátíðarnar hafi haft á útbreiðslu veirunnar. Um bóluefnið sem von er á nú segir hann þetta vera 10 þúsund skammtar. „Það verður byrjað að bólusetja á morgun og samkvæmt forgangsröðuninni þá verða teknir þarna framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustunni og síðan verður farið inn á hjúkrunarheimilin og elstu hóparnir bólusettir. Við munum bara vinna okkur þannig niður aldursstigann og áhættuhópa sérstaklega þegar næstu sendingar koma.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir einnig um óformlegar viðræður hans og Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, við Pfizer um möguleikann á að Ísland verði notað undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi snúast um að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. Sömuleiðis ræddi hann um afbrigði veirunnar sem hafi greinst í Bretlandi og víðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19 Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Þórólfur ræddi þetta og ýmislegt fleira í samtali við Bítismenn á Bylgjunni í morgun. Sagði hann fá tilfelli hafa verið að greinast nú yfir hátíðarnar. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað mörg sýni hafa verið tekin. Við höfum ekki verið með vaktina alveg í fullum gangi yfir jólin. Það á eftir að gera það svolítið upp. Sýnatökurnar hafa verið færri en venjulega, þannig að það þarf að skoða þetta í því ljósi. Nú byrja virku dagarnir aftur þannig að þá sjáum við aðeins betur hvernig þetta stendur.“ En miðað við það sem þú veist, ertu þá þokkalega ánægður með árangurinn? „Já, já. Þetta eru ekkert margir sem hafa greinst núna yfir hátíðarnar. Frá 22. [desember] hafa 27 einstaklingar greinst hér innanlands og þar af níu verið utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur og bætir við að það muni svo skýrast síðar í vikunni og upp úr áramótum hvaða áhrif mögulegar samkomur og veisluhöld yfir hátíðarnar hafi haft á útbreiðslu veirunnar. Um bóluefnið sem von er á nú segir hann þetta vera 10 þúsund skammtar. „Það verður byrjað að bólusetja á morgun og samkvæmt forgangsröðuninni þá verða teknir þarna framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustunni og síðan verður farið inn á hjúkrunarheimilin og elstu hóparnir bólusettir. Við munum bara vinna okkur þannig niður aldursstigann og áhættuhópa sérstaklega þegar næstu sendingar koma.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir einnig um óformlegar viðræður hans og Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, við Pfizer um möguleikann á að Ísland verði notað undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi snúast um að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. Sömuleiðis ræddi hann um afbrigði veirunnar sem hafi greinst í Bretlandi og víðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19 Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19
Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent