Bóluefnið afhent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. desember 2020 10:00 Heilbrigðisráðherra tók til máls á fundinum. vísir Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. Afhendingin fer fram í vöruskemmu Distica í Garðabæ, en fyrirtækið sér um hýsingu og dreifingu bóluefnisins. Flugvél með fyrstu tíu þúsund skammtana innanborðs lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan níu í morgun. Viðstödd afhendinguna verða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri, Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Bóluefnið kom til landsins í tveimur kössum, undir vökulum augum sérsveitarmanna.Almannavarnir Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá afhendingunni auk þess sem að fylgst er með framvindunni í beinni textalýsingu hér að neðan. Útsendingin hefst skömmu áður en bóluefnið verður afhent. Fyrstu skammtarnir ættu að duga til að bólusetja fimm þúsund manns en búist er við að Ísland muni fá þrjú til fjögur þúsund skammta í hverri viku til loka mars á næsta ári. Stefnt er að því að bólusetning hefjist strax á þriðjudaginn en það verður tiltekinn hópur heilbrigðisstarfsfólks og íbúar hjúkrunarheimila sem verða meðal hinna fyrstu til að verða bólusettir hér á landi. Uppfært: Blaðamannafundinum er lokið en hér má sjá hann í heild sinni.
Afhendingin fer fram í vöruskemmu Distica í Garðabæ, en fyrirtækið sér um hýsingu og dreifingu bóluefnisins. Flugvél með fyrstu tíu þúsund skammtana innanborðs lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan níu í morgun. Viðstödd afhendinguna verða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri, Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Bóluefnið kom til landsins í tveimur kössum, undir vökulum augum sérsveitarmanna.Almannavarnir Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá afhendingunni auk þess sem að fylgst er með framvindunni í beinni textalýsingu hér að neðan. Útsendingin hefst skömmu áður en bóluefnið verður afhent. Fyrstu skammtarnir ættu að duga til að bólusetja fimm þúsund manns en búist er við að Ísland muni fá þrjú til fjögur þúsund skammta í hverri viku til loka mars á næsta ári. Stefnt er að því að bólusetning hefjist strax á þriðjudaginn en það verður tiltekinn hópur heilbrigðisstarfsfólks og íbúar hjúkrunarheimila sem verða meðal hinna fyrstu til að verða bólusettir hér á landi. Uppfært: Blaðamannafundinum er lokið en hér má sjá hann í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þetta er langþráður dagur“ „Þetta er langþráður dagur. Að geta tekið á móti fyrstu sendingu af bóluefni. Það er bara alveg frábært.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um daginn í dag en von er á fyrstu sendingu af bóluefni Pfizer til landsins í dag. 28. desember 2020 08:28 Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19 Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna. 13. desember 2020 14:43 Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
„Þetta er langþráður dagur“ „Þetta er langþráður dagur. Að geta tekið á móti fyrstu sendingu af bóluefni. Það er bara alveg frábært.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um daginn í dag en von er á fyrstu sendingu af bóluefni Pfizer til landsins í dag. 28. desember 2020 08:28
Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19
Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna. 13. desember 2020 14:43
Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00