Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2020 10:57 „Ég er með fiðrildi í maganum, ég er svo spennt,“ sagði ráðherrann þegar bóluefnið kom í hús. Vísir/Vilhelm „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. Svandís sagði samstöðu þjóðarinnar, Norðurlandanna og Evrópuþjóðanna að þakka að bólusetning væri í þann mund að hefjast hér á landi. Íslendingar væru lánsamir að hafa átt í breiðu og góðu samstarfi við aðrar þjóðir og þannig tryggt sér fleiri skammta en þörf væri á. Umframskammtar færu til þurfandi þjóða ef til þess kæmi. Svandís benti á að bóluefnið frá Pfizer væri það eina sem hefði fengið leyfi í Evrópu, enn sem komið er, en margt myndi skýrast á næstu dögum og vikum. 50 þúsund skammtar væru væntanlegir fram í mars. Þá greindi hún frá því að samningur við Moderna yrði undirritaður 30. desember og leyfi væri væntanlegt í janúar. Þá væri leyfi fyrir bóluefnið frá AstraZeneca einnig handan við hornið. „Ég legg til að við höldum brosinu á andlitinu sem allra lengst og munum hverju er um að þakka; það er samstöðunni, samstarfinu og alveg ótrúlegu úthaldi, þolgæði og bjarsýni sem við höfum búið að allan þennan faraldur og allt þetta ár. Og megi þessi bólusetning sem er að hefjast á morgun vera fyrirboði um árið 2021; árið sem við náum undirtökunum í baráttunni við Covid-19.“ Eftir athöfnina í húsakynnum Distica sagði Svandís í samtali við Vísi að þótt kassarnir væru ekki stórir væru þeir sögulegir. Stutt væri í að upplýsingar fengjust um hversu mikið af bóluefnum Moderna og AstraZeneca Íslendingar fengju. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00 Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“, segir Óli tölva Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Svandís sagði samstöðu þjóðarinnar, Norðurlandanna og Evrópuþjóðanna að þakka að bólusetning væri í þann mund að hefjast hér á landi. Íslendingar væru lánsamir að hafa átt í breiðu og góðu samstarfi við aðrar þjóðir og þannig tryggt sér fleiri skammta en þörf væri á. Umframskammtar færu til þurfandi þjóða ef til þess kæmi. Svandís benti á að bóluefnið frá Pfizer væri það eina sem hefði fengið leyfi í Evrópu, enn sem komið er, en margt myndi skýrast á næstu dögum og vikum. 50 þúsund skammtar væru væntanlegir fram í mars. Þá greindi hún frá því að samningur við Moderna yrði undirritaður 30. desember og leyfi væri væntanlegt í janúar. Þá væri leyfi fyrir bóluefnið frá AstraZeneca einnig handan við hornið. „Ég legg til að við höldum brosinu á andlitinu sem allra lengst og munum hverju er um að þakka; það er samstöðunni, samstarfinu og alveg ótrúlegu úthaldi, þolgæði og bjarsýni sem við höfum búið að allan þennan faraldur og allt þetta ár. Og megi þessi bólusetning sem er að hefjast á morgun vera fyrirboði um árið 2021; árið sem við náum undirtökunum í baráttunni við Covid-19.“ Eftir athöfnina í húsakynnum Distica sagði Svandís í samtali við Vísi að þótt kassarnir væru ekki stórir væru þeir sögulegir. Stutt væri í að upplýsingar fengjust um hversu mikið af bóluefnum Moderna og AstraZeneca Íslendingar fengju.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00 Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“, segir Óli tölva Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Bein útsending: Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00
Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19